Fréttablaðið - 14.06.2012, Síða 25

Fréttablaðið - 14.06.2012, Síða 25
FIMMTUDAGUR 14. júní 2012 25 Þann 12. apríl sl. var met-anólverksmiðja Carbon Recycling International (CRI) í Svartsengi formlega opnuð. Stuttu áður birtist frétt í Morg- unblaðinu undir yfirskriftinni „Metanól gæti komið í stað bensíns á Íslandi“ þar sem rætt er við framkvæmdastjóra við- skiptaþróunar CRI sem segir að það séu „engin mikil ljón í veg- inum“ fyrir að reisa nýja met- anólverksmiðju á höfuðborgar- svæðinu. Metanól, betur þekkt sem tré- spíri, berst inn í mannslíkamann við neyslu, snertingu eða inn- öndun þar sem það veldur skæð- um eituráhrifum. Neysla á 0,01 lítrum af metanóli veldur varan- legri blindu í fólki og eins lítið og 0,03 lítrar getur valdið dauða. Vegna þessarar heilsuhættu kveða Evrópureglur á um að hámarksmagn metanóls í bens- íni sé innan við 3%. Þrátt fyrir þetta stefnir CRI á að framleiða 50.000.000 lítra af metanóli á ári í nýju verksmiðjunni. Jafnframt hefur fyrirtækið ítrekað verið með yfirlýsingar um að metanól- væða bílaflota Íslands með allt að 75% metanólblöndu. Er sem sagt búið að tryggja að þessar 50 milljónir lítra á ári, auk þeirr- ar framleiðslu sem nú þegar er hafin í Svartsengi, muni ekki komast í snertingu við fólk og eru lýðheilsusjónarmið ekki ljón í veginum? Einhliða markaðssetning Carbon Recycling International hefur alfarið sneitt fram hjá umræðu um eituráhrif met- anóls í kynningarstarfi sínu. Þess í stað er umhverfissjón- armiðum flaggað og tréspírinn markaðssettur sem „vistvænt metanól“. Nafnavalið er skiljan- legt. Metanól hljómar líkt öðrum umhverfisvænum orkugjöfum, þ.e.a.s. metan og etanól og ruglar fólk þessum orkugjöfum gjarn- an saman. Ekki láta blekkjast, við drekkum etanól þegar við neytum áfengis og myndum metan í meltingarvegi okkar á meðan hálft staup af metanóli veldur nægilega miklum tauga- skemmdum til að blinda fullvax- inn mann. Mótrök framleiðanda Undirritaður hefur áður fjallað um eðli metanóls, áhrif, tak- markaða notkun þess á heims- vísu og ástæður í greinaskrif- um sínum í Fréttablaðinu 17. og 26. nóvember. Helstu mótrök sem bárust frá CRI voru þau að bensín innihaldi ýmis skaðleg efni og að „við umgöngumst elds- neyti daglega án þess að bera skaða af“. Þessi fullyrðing er einkenn- andi fyrir óábyrga markaðs- setningu fyrirtækisins. Það er rétt að í bensíni er að finna ýmis skaðleg efni. Áður fyrr innihélt það blý og inniheldur m.a. efnið bensen sem er hættulegt krabba- meinsvaldandi efni. Langt er síðan bensín varð blýlaust og hefur magn bensens í bensíni lækkað úr >5% í u.þ.b. 1% í flest- um bensínblöndum í dag. Stað- reyndin er sú að undanfarna ára- tugi hefur þróunin verið á þá leið að minnka magn heilsuspillandi efna í bensíni. Carbon Recycling International er greinilega með aðrar hugmyndir. Liðkun regluverks Til þess að standa vörð um lífs- gæði og heilsu, hafa víðtækar regluverksbreytingar farið fram undanfarna áratugi í Evrópu og víðar sem gagngert tak- marka magn skaðlegra efna í bensíni. Tréspíri (metanól) er eitt slíkt efni og þess vegna eru reglugerðir sem kveða á um hámarksmagn þess, sem er mjög lágt (<3%). Í fyrstu ætlar CRI að blanda metanóli í bens- ín á Íslandi sem nemur þessu hámarki. Skv. öðrum reglum ESB eru settar takmarkanir á heildar- magn eiturefna í bensíni á sum- armánuðum, þegar uppgufun þeirra er hvað mest. Þessa til- skipun er verið að innleiða á Íslandi en fyrirhuguð íblöndun metanóls í 3% styrk brýtur í bága við hana. Með íblönduninni fer heildarmagn hættulegra efna í bensíni yfir þessi mörk. Nú er til skoðunar innan umhverfis- ráðuneytisins að breyta þessum reglum og auka leyfilegt hámark þessara efna. Hvað vilja Íslendingar? Þetta vekur upp ýmsar spurn- ingar. Er þetta eingöngu til þess fallið að liðka fyrir íblöndun met- anóls og stuðla að auknu magni eiturefna í bensíni þvert gegn þróuninni undanfarna áratugi? Er hér verið að tefla með heilsu landsmanna í tilraunaskyni og er þetta það sem við viljum? Vega umhverfissjónarmið þyngra en lýðheilsusjónarmið í þessu sam- hengi eða er hér verið að fara úr öskunni í eldinn? Aðkoma heilbrigðisyfirvalda? Eitt er ljóst, yfirlýsingar Carbon Recycling International eru algjörlega úr takti við lýðheilsu- sjónarmið og reglur þar að lútandi. Allt tal þeirra um að metanól taki við af jarðolíu er óábyrgt svo ekki sé meira sagt. Tímabært er að heilbrigðis- yfirvöld hafi afskipti af þessum áformum til að stemma stigu við þeirri einhliða markaðssetningu sem hér hefur átt sér stað út frá umhverfissjónarmiðum eingöngu. Til eru aðrir umhverfisvænir orkugjafar s.s. rafmagn, metan og etanól sem ekki krefjast sérstakr- ar meðhöndlunar skv. Alþjóða- heilbrigðismálastofnuninni vegna eituráhrifa sinna á fólk. Annað er að segja um metanól. Metanól í bensín – markaðssetning tréspíra á Íslandi Orkugjafar Hjalti Andrason líffræðingur Metanól hljómar líkt öðrum um- hverfisvænum orku- gjöfum, þ.e.a.s. metan og etanól og ruglar fólk þessum orkugjöfum gjarnan saman.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.