Fréttablaðið - 14.06.2012, Page 26
26 14. júní 2012 FIMMTUDAGUR
Undanfarin ár hefur verið unnið að endurskoðun gildandi laga
um dýravernd. Áhugasamir um
bætta og siðlega meðferð dýra,
ekki síst eldisdýra, hafa gert sér
vonir um að ný og endurskoðuð
lög bönnuðu alfarið kvalafulla og
hrottafengna meðferð þeirra en nú
er starfsmönnum eldisbúa heimilt
að framkvæma þjáningarfullar
aðgerðir á eldisdýrum án deyf-
ingar eða annarrar kvalastillandi
meðferðar.
Rökin fyrir þessu siðlausa hátta-
lagi eru að fram að tilteknum aldri
sé tilfinninga- og sársaukaskyn
dýranna það vanþroskað að slíkar
aðgerðir valdi þeim ekki ama svo
sennilega sem það kann að hljóma.
Nú má t.d. klippa í sundur tennur
og hala grísa deyfingarlaust og
gelda unggelti á sama máta allt að
viku gamla. Þessi mörk gætu allt
eins verið tvær vikur eða fimm,
jafnvel þrír mánuðir, allt eftir því
hvað hentaði eldisiðnaðinum.
Þeir sem purkunarlaust réttlæta
siðlausa og ólíðandi meðferð dýra
halda því iðulega fram að þeir sem
andmæli henni þekki ekki „lífsins
gang“. Það er nokkuð til í því enda
leggur iðnaðurinn mikla áherslu á
að sannleikanum um skelfilegan
aðbúnað og meðferð eldisdýra sé
haldið frá almenningi. Verksmiðju-
búin, gluggalaus óskapnaðurinn,
eru falin bak við grjótgarða og
kyrfilega lokuð óviðkomandi.
Myndatökur óheimilar.
Íslenskum neytendum gafst
nýverið sjaldgæft færi á að kom-
ast nær sannleikanum um „lífsins
gang“ því í sjónvarpi var sýndur
nokkurra ára gamall matreiðslu-
þáttur þar sem stjörnukokkurinn
Jamie Oliver hvetur breska neyt-
endur til að auka viðskipti sín við
þarlenda framleiðendur svínaaf-
urða. Jamie vildi kynna áhorfend-
um lífshlaup gríss frá goti til gaff-
als eins og hann orði það. Meðal
þess sem bauðst að horfa á og ekki
síður að heyra, var deyfingarlaus
gelding unggaltar. Aðgerðin var
langdregin og óhugguleg. Beitt
var hnífi og prjóni til að skrapa
út eistu og vefi úr kvið galtarins
ólánssama. Kvalastríð og þján-
ingavein dýrsins munu seint líða
þeim úr minni sem urðu vitni að
óþverraskapnum.
Það ætti hverjum þeim sem á
horfði að vera ljóst hve skefjalaus
illmennska, grimmd og heimska
er að fara svona með bjargarlausa
vesalingana og réttlæta það með
því að verið sé að taka tillit til
bragðsmekks neytenda og aðhalds
í kostnaði. Það vakna óneitanlega
upp spurningar varðandi það hvort
mannskepnunni sé ekkert heilagt
og hvort bregða megi mælistiku
arðsemi á hvaðeina en láta mann-
úð og manngildi reka á reiðanum.
Ef þessar aðferðir valda aligelt-
inum litlum ama, eins og tals-
menn iðnaðarins vilja halda fram,
hvers vegna skyldi þeim þá ekki
vera beitt þegar heimilisdýr eiga í
hlut, t.d. hundar og kettir? Eigend-
urnir gætu þá jafnvel sjálfir gert
aðgerðir á dýrunum og á þann hátt
sparað sér læknis- og lyfjakostnað.
Þegar nýtt frumvarp til laga um
velferð dýra er skoðað má sjá að
ráðherra málaflokksins ásamt ráð-
gefandi nefnd, að hluta til skipaðri
dýralæknum, hefur látið undan
þrýstingi hagsmunaaðila um að
fá að halda deyfingarlausa hrotta-
skapnum til streitu. Þetta er gert
þrátt fyrir að markmið laganna sé
að dýrin „séu laus við vanlíðan,
hungur og þorsta, ótta og þjáningu,
sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í
ljósi þess að dýr eru skyni gædd-
ar verur“. Þannig er í lögum sem
veita eiga dýrum vernd gegn illri
meðferð veitt heimild til að beita
þau óbærilegu kvalræði til þess
eins að þjóna arðsemissjónarmið-
um framleiðenda og neytenda. Það
er siðferðisleg skylda löggjafans
að gera lög um dýravelferð þannig
úr garði að þau banni fortakslaust
og á afgerandi hátt alla illa með-
ferð dýra. Hér er ekki einungis um
að ræða spurningar um dýravernd
heldur er um að ræða fjölmörg og
knýjandi siðferðisleg álitaefni.
Að misþyrma dýrum á skipu-
legan hátt í ágóðaskyni og vegna
þess að þau geta ekki varið sig eða
eiga sér ekki málsvara, er lítil-
mannlegt og siðlaust og ekki sam-
boðið íslensku samfélagi. Það er
því nöturleg tilhugsun að í alls-
nægtasamfélaginu verði þjáning-
arfull hrottameðferð eldisdýra
varin í lögum til frambúðar. Það að
stjórnmálamenn sem um véla láti
sér lynda að bjargarlaus dýr, sem
alfarið eru háð náð og miskunn
þeirra sem með þau fara, séu kval-
in og pínd að þarflausu, einungis
til að þjóna hagsmunum fram-
leiðenda og neytenda er ósvinna.
Framleiðendur fela síðan ósóm-
ann og þeir neytendur sem þekkja
„lífsins gang“ líta undan og þegja.
Það er að sönnu tilefni til að
Félagsvísindastofnun Háskóla
Íslands rannsaki þau samfélags-
legu viðhorf sem liggja að baki
ákvörðunum eins og þeim að verja
með lögum níðingsskap gagnvart
varnarlausum dýrum sem eiga sér
enga undankomuleið því þau eru
svo ólánssöm að verða manninum
samferða á skammri lífsleið.
Kvalastríð og
þjáningavein dýrs-
ins munu seint líða þeim
úr minni sem urðu vitni
að óþverraskapnum.
Lögleiðing siðleysis
Að mati flestra hefur ekki fund-ist betra fyrirkomulag við
fiskveiðistjórnun en aflamarks-
kerfi þar sem aflaheimild hvers
skips er á hreinu en ríkið skipt-
ir sér að öðru leyti sem minnst
af veiðunum svo sem því hvort
heimildirnar skipti um hendur eða
ekki. Frjálst framsal aflaheim-
ilda er lykilatriði í því að ná sem
mestri hagkvæmni í sjávarútveg-
inum. En einn hængur er á þessu
fyrirkomulagi sem hefði átt að
taka á strax í upphafi. Það er hin
upphaflega útdeiling á kvótunum
og að auðlindarentan skuli ekki
nema að óverulegu leyti skila sér
til eigenda auðlindarinnar, sem að
mati flestra er þjóðin öll. Þetta er
það atriði sem er meginorsök úlf-
úðar um fiskveiðistjórnunina.
Ganga þarf beint til verks
Í stað þess að taka beint á þess-
um vanda hefur regluverkið um
veiðarnar orðið æ flóknara og
er uppfullt af sérákvæðum, tak-
mörkunum og hindrunum. Nú eru
uppi á borðinu stjórnarfrumvörp
sem virðast vera af þessu tagi.
Það getur ekki verið leiðin til að
sætta þjóðina að auðlindaarður-
inn hverfi í óhagkvæmum útgerð-
arháttum.
Undirritaður hefur tekið þátt í
vinnu og umræðu um þessi mál
allt frá upphafi kvótakerfisins
1983 og hefur verið í hópi þeirra
sem hafa um áratugaskeið mælt
með markaðsleið til lausnar úr
þessari úlfakreppu. Leiðin felst
í því að útgerðin taki kvótana á
leigu á því verði sem hún er fús
til að greiða; við því markaðsverði
sem fengist með uppboðum, ekki
einhverju verði sem stjórnmála-
menn ákvarða. En sérhver breyt-
ing verður að hafa sanngjarna
aðlögun sem best felst í því að
núgildandi réttur fyrnist smám
saman. Það undarlega er að ætl-
aðir talsmenn frjálsra viðskipta
og markaðslausna eru helstu and-
stæðingar þessarar hugmyndar,
með undantekningum þó. Pétur
H. Blöndal alþm. hefur nú sem og
fyrr lagt fram frv. í þessa veru.
Hvað vill stjórnlagaráð?
Stjórnlagaráð tók á þessum útdeil-
ingar- og arðsvanda, eins og því
bar að gera. Ráðið fjallar um
nýtingu takmarkaðra auðlinda í
þjóðareigu í 34. gr. frv. síns. Þar
segir að fyrir hagnýtinguna eigi
að greiða „fullt gjald“, sem er
orðalag sótt í ákvæði núgildandi
stjórnarskrár um eignarnám.
Jafnframt er tilskilið að nýtingar-
rétturinn skuli veittur á „jafnræð-
isgrundvelli“. Fyrirkomulag upp-
boða með fyrningaraðlögun fellur
vel að þessum ákvæðum. Aðlögun
er að vísu ekki beinlínis tilgreind
í tillögugreininni en liggur í hlut-
arins eðli. Sé hún ekki strax við-
höfð í löggjöf til fyllingar stjórn-
arskrárákvæðinu, sem væri hið
skynsamlega, er viðbúið að dóm-
stólar myndu kveða upp úr um
hana. Sé byggt á fyrningu þarf í
þessu skyni að ákveða fyrning-
arhlutfall sem er t.d. 2,5% í frv.
Péturs H. Blöndals. Það merkir
að með aðlöguninni fá núverandi
kvótahafar að halda um helmingi
af núvirði auðlindaarðsins um
alla framtíð. Í útfærslu sem við
Jón Steinsson unnum fyrir sátta-
nefndina svokölluðu var hlutfallið
jafngildi 5% sem svarar til þess
að um þrír fjórðuhlutar arðsins
renni til þjóðarinnar. Að auki ber
að hafa í huga að ýmsar leiðir geta
rúmast innan ráðgerðs stjórnar-
skrárákvæðis aðrar en uppboðs-
og fyrningarleiðin.
Stjórnlagaráð leggur ekki á ráðin
um fiskveiðistjórnun
Tilefni þessara skrifa eru orð hins
virta pistlahöfundar Þorsteins
Pálssonar laugardaginn 9. júní
hér í blaðinu þar sem hann segir
„[A]fleiðingin [af nýju stjórn-
arskránni] er þá sú að útilokað
verður um alla framtíð að reka
sjávarútveg á Íslandi með hag-
kvæmasta hætti.“ Þessari sterku
fullyrðingu verður að andmæla.
Tillögur stjórnlagaráðs fjalla
einvörðungu um útdeilinguna og
skiptingu arðsins. Þær segja ekk-
ert um fyrirkomulag fiskveiði-
stjórnunar að öðru leyti. Það hefur
margoft komið fram hjá hagfræð-
ingum að markaðsákvarðað veiði-
gjald ásamt vissri opnun fyrir
nýliða með fyrningarákvæðinu
myndi fremur en ekki auka heild-
ararðsemi greinarinnar þegar til
lengdar er litið. Þá býður fyrir-
komulagið ekki þeirri hættu heim,
sem pólitískt ákvarðað veiðigjald
gerir, að veiðar verði ekki stund-
aðar í fullum mæli. Löggjöf um
skipulag fiskveiða sem leitt getur
til óskilvirkrar útgerðar verður
ekki réttlætt með tillögum stjórn-
lagaráðs. Slíkt væri engan veginn
á ábyrgð ráðsins. Tillögur stjórn-
lagaráðs vega ekki að hagkvæmni
í útgerð, heldur þvert á móti.
Vega tillögur stjórnlagaráðs
að hagkvæmni í útgerð?
Dýravernd
Óskar H. Valtýsson
neytandi og félagi í
Dýraverndarsambandi
Íslands
Sjávarútvegsmál
Þorkell Helgason
sat í stjórnlagaráði
ÓDÝRASTI
ÍSINN
Í BÓNUS
Á ÞRIÐJA HUNDRAÐ EURO SHOPPER
VÖRUTEGUNDIR Í BOÐI
398 kr.
12 stk.
498 kr.
8 stk.
298 kr.
3 stk.