Fréttablaðið - 14.06.2012, Side 34
FÓLK|BÍLAR
Aðalskoðun hf. er faggilt skoð-unarstofa sem stofnuð var árið 1994, skömmu eftir að
opnað var fyrir samkeppni á sviði
bifreiðarskoðunar hérlendis. Í dag
rekur Aðalskoðun átta skoðunar-
stöðvar víða um land, þar af fimm
á suðvesturhorni landsins. Bergur
Helgason, framkvæmdastjóri Aðal-
skoðunar, segir mikla endurnýjun
hafa átt sér stað undanfarin ár á
húsnæði og búnaði skoðunarstöðv-
anna. „Aðalskoðun leggur auk þess
mikla áherslu á snyrtilegan aðbúnað
fyrir viðskiptavini okkar og góða
þjónustu. Viðskiptavinir okkar eru í
góðum höndum þaulreyndra starfs-
manna okkar sem eru þjónustuliprir
fagmenn fram í fingurgóma. Margir
þeirra hafa auk þess starfað hér
frá stofnun fyrirtækisins. Nýlega
opnaði Aðalskoðun nýja skoðunar-
stöð á Grjóthálsi í Reykjavík. Um er
að ræða tveggja brauta skoðunar-
stöð með lyftu og gryfju sem hentar
vel öllum almennum fólksbílum og
jeppum. „Auk þess opnuðum við
nýja stöð í Skeifunni í Reykjavík árið
2008. Ári síðar tókum við stöð okkar
í Kópavogi alveg í gegn, stækkuðum
hana um helming og settum inn
nýjan búnað. Í Hafnarfirði endur-
nýjuðum við lyftur og hemlabúnað
nýlega.“
Aðalskoðun leggur að sögn Bergs
mikla áherslu á góðan aðbúnað fyrir
viðskiptavini. „Stöðvar okkar bjóða
upp á kaffi og vatn, úrval tímarita og
innan skamms verða komnir heitir
reitir (Hotspot) á allar stöðvar okkar.
Þá komast viðskiptavinir á netið á
meðan þeir bíða eftir bílnum sínum.
Þetta gerum við til að bregðast við
snjallsímakynslóðinni sem vill frekar
fara á netið í stað þess að lesa eldri
tímarit.“
Vor- og sumartíminn er annasam-
asti tími ársins hjá Aðalskoðun en
auk þess er yfirleitt mikið álag á
skoðunarstöðvum í lok hvers mán-
aðar. Bergur segir mikilvægt að
bíleigendur mæti tímanlega í skoðun
til að forðast óþarfa biðraðir. „Of
margir eru að bíða fram á síðustu
daga mánaðarins til að koma með
bílinn í skoðun. Þótt bíleigendur hafi
rúman tíma gerist það samt of oft,
þrátt fyrir að við sendum þeim bréf
til áminningar. Það er líka óþarfi að
fá á sig álagningu vanrækslugjalds.“
NÝ SKOÐUNARSTÖÐ Á GRJÓTHÁLSI 10
AÐALSKOÐUN KYNNIR Persónuleg og góð þjónusta er aðalsmerki Aðalskoðunar
NÝ SKOÐUNARSTÖÐ
Aðalskoðun opnaði ný-
lega nýja skoðunarstöð
á Grjóthálsi í Reykjavík.
MYND/STEFÁN KARLSSON
PERSÓNULEG
ÞJÓNUSTA
„Viðskiptavinir okkar
eru í góðum höndum
þaulreyndra starfs-
manna okkar sem eru
þjónustuliprir fagmenn
fram í fingurgóma,“
segir Bergur Helgason
framkvæmdastjóri Aðal-
skoðunar.
MYND/STEFÁN KARLSSON
SKOÐUNARSTÖÐVAR
AÐALSKOÐUNAR:
Reykjavík: Skeifan 5 og
Grjótháls 10
Hafnafjörður: Hjallahraun 4
Kópavogur: Skemmuvegur 6
Reykjanesbær: Holtsgata 52
Grundarfjörður: Sólvellir 17a
Ólafsfjörður: Múlavegur 13
Reyðarfjörður: Leiruvogur 6
Við hlökkum til að skoða bíla og ferða-vagna Hafnfirðinga
og það er spennandi að
vera loks kominn í bæinn,“
segir Orri Vignir Hlöðversson
framkvæmdastjóri Frumherja
sem í liðinni viku opnaði nýja
og glæsilega skoðunarstöð
að Dalshrauni 5 í Hafnarfirði.
Orri segir nýju stöðina
búna fullkomnum skoðunar-
búnaði og frábærri aðstöðu
fyrir viðskiptavini til að
stytta biðina á meðan skoð-
un fer fram.
„Við skoðum ökutæki upp
í fimm tonn af leyfðri heildar-
þyngd og leggjum áherslu á
þjónustu við eigendur ferða-
vagna með sérstökum búnaði
til skoðunar á fellihýsum,
hjólhýsum og tjaldvögnum,“
segir Orri.
Hjá Frumherja í Dals-
hrauni er einnig boðið upp
á ástandsskoðun bifreiða
en sú þjónusta hefur verið í
miklum vexti á síðastliðnum
árum.
„Fram að þessu var
ástandskoðun að miklu leyti
bundin við höfuðstöðvar
okkar á Hesthálsi en í Dals-
hrauni er nú líka til staðar
sértækur búnaður og þekk-
ing til ástandsskoðunar bif-
reiða. Það er algjört lykilat-
riði og sýnir sig æ ofan í æ að
það margborgar sig að verja
peningum í ástandsskoðun
áður en gengið er frá kaupum
á notuðum bíl,“ segir Orri.
Frumherji er leiðandi og
stærst fyrirtækja á meðal
skoðunarstöðva og með
sterka markaðshlutdeild á
landsvísu. Stöðin í Hafnar-
firði er áttunda stöð fyrirtæk-
isins á höfuðborgarsvæðinu.
„Í allt erum við með skoð-
unarstöðvar á yfir þrjátíu
stöðum á landinu og sama
verð um land allt. Einnig
færanlega skoðunarstöð
fyrir fámennari byggðarlög
og stóra viðskiptavini með
stóran flota bíla til skoðun-
ar,“ útskýrir Orri.
Hann segir tímapant-
anir að mestu hafa lagst af á
höfuðborgarsvæðinu en enn
kjósi margir á landsbyggð-
inni að panta tíma fyrir bíl
sinn í skoðun.
„Hvarvetna leggjum við
áherslu á góða þjónustu og
stuttan biðtíma. Á meðan
beðið er geta viðskiptavinir
fengið sér hressingu, kíkt í
blöðin eða tölvur og skráð
sig í Lukkuleik Frumherja.
Vinningur er eldsneyti að
verðmæti 25 þúsund í hverri
viku,“ segir Orri.
Frumherji í Dalshrauni er
opinn alla virka daga frá 8 til
17. Sjá freistandi opnunartil-
boð á www.frumherji.is.
TRAUSTUR, LIPUR OG REYNDUR
FRUMHERJI KYNNIR Frumherji opnaði nýja og glæsilega skoðunarstöð í Hafnarfirði um nýliðna helgi. Þar er lögð áhersla á trausta
bifreiðaskoðun, sérstaka þjónustu við eigendur ferðavagna og vandaða ástandsskoðun vegna kaupa á notuðum bílum.
VELKOMINN Í
HAFNARFJÖRÐ Við
opnunina í Hafnarfirði
bauð Guðmundur Rúnar
Árnason bæjarstjóri
Frumherja velkominn
í bæinn og klippti á
hátíðlegan borða í
íslensku fánalitunum.
Orri Vignir Hlöðversson
framkvæmdastjóri
stendur til vinstri við
bæjarstjórann og
hægra megin er Karl
Sigurðsson sviðsstjóri
ökutækjasviðs
Frumherja. MYND/STEFÁN
LANGÞRÁÐ STUND
Frumherjamenn eru
spenntir að geta loks
þjónustað bíl- og
ferðavagnaeigendur í
Hafnarfirði. Frá vinstri:
Hafsteinn Valgarðsson
stöðvarstjóri nýju
stöðvarinnar,
Ebenezer Bárðarson
skoðunarmaður og Orri
Vignir Hlöðversson
framkvæmdastjóri
Frumherja.
JÓMFRÚARFERÐ
Bæjarstjórinn fékk
þann heiður að aka
fyrsta bílnum í gegnum
brautina í nýju stöðinni.
Hann er eðalvagn af
gerðinni Chevrolet El
Camino, árgerð 1971.