Fréttablaðið - 14.06.2012, Side 38
KYNNING − AUGLÝSINGKonur 50 plús FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 20124
ÁFENGI MINNKAR LÍKUR Á HEILABLÓÐFALLI
Allt er gott í hófi. Rannsóknir hafa sýnt að konur
sem drekka sjö vínglös eða bjóra á viku eru ólíklegri
til þess að fá heilablóðfall en konur
sem drekka ekkert áfengi. Rannsókn
þessi var gerð á 83 þúsund konum
sem fylgt var eftir í 26 ár. Áfengi er
þó tvíeggjað sverð. Varast verður
að drekka það í óhóflegu magni
vegna þess að þá getur blóð-
þrýstingurinn hækkað og hætta
á gáttatifi eykst sem síðan eykur
líkurnar á heilablóðfalli. Hugsan-
legt er að áfengið sjálft hafi
verndandi áhrif og dragi úr hættu
á heilablóðfalli. Hófleg áfengis-
neysla getur haft jákvæð áhrif á
blóðfitur og dregið úr blóðsega-
myndun. Því þurfa konur ekki að fá
samviskubit yfir að fá sér vínglas með
kvöldmatnum.
MIÐALDRA KONUR MEÐ YNGRI MÖNNUM
Seinustu ár hefur það færst í
aukana að miðaldra konur séu farnar
að yngja upp. Þær eru oft kallaðar
„cougars“ á ensku. Slíkum konum
er yfirleitt lýst sem konum sem eru
öruggar með sjálfar sig, taki yfir-
leitt stjórnina í sambandinu og séu
kynþokkafullar.
Yfirleitt eru það karlarnir sem leita
sér að eldri konu. Þeir heillast af
sjálfstraustinu og reynslunni og
finnst gott að þurfa ekki að sjá um
konuna fjárhagslega. Bíógestir sáu
margir slíkt samband í fyrsta sinn
í bandarísku kvikmyndinni The
Graduate en einnig hafa margar
Hollywood-stjörnur verið með yngri
mönnum eins og til dæmis Demi
Moore og Susan Sarandon. Enn eru
þó margir sem líta slík sambönd
hornauga þó svo að það hafi þótt
eðlilegt í margar aldir að karlar séu í
sambandi við yngri konur. Tímarnir
eru þó að breytast og samfélagið er
að taka þessi sambönd í sátt.
BREYTT MATARÆÐI
Eftir því sem við eldumst minnkar orkuþörf okkar. Ástæðuna má fyrst og
fremst rekja til minni hreyfingar og vöðvarýrnunar. Þrátt fyrir það minnkar
ekki þörfin fyrir vítamín, prótín, steinefni og trefjaefni. Því þarf að huga
vel að innihaldi og næringargildi matarskammta á efri árum svo þeir
innihaldi öll nauðsynleg næringarefni samkvæmt vef Lýðheilsustöðvar.
Þar er meðal annars bent á að ráðlegt sé að borða fituskerta fæðu og þá
sérstaklega að sneiða hjá mettaðri fitu. Mælt er með hæfilegri hreyfingu
til að minnka líkur á hægðatregðu. Til að vinna bug á henni er mælt með
aukinni neyslu ávaxta, grænmetis og grófs kornmetis. Með jafn trefja-
ríkum mat er nauðsynlegt að drekka nóg af vatni og er mælt með átta
glösum á dag. Algengt er að járnskortur láti á sér kræla hjá eldra fólki og
fyrir því geta verið margar ástæður. Því er nauðsynlegt að auka daglega
neyslu á járnríkri fæðu eins og til dæmis rauðu kjöti, járnbættu kornmeti,
kornmeti og grænlaufagrænmeti. Til að hámarka á sama tíma frásogið á
járninu úr fæðunni er gott að neyta fæðu sem er C-vítamínrík, til dæmis
ávaxta eða glass af hreinum ávaxtasafa og neyta grænmetis með hverri
máltíð.
Margir kannast við að kunna sér
ekki hóf þegar kemur að sælgætis-
neyslu. Þetta er oftast vítahringur
sem stafar af mataræði. Til dæmis
getur óhófleg saltneysla aukið þörf-
ina fyrir sykur. Sykurinn veldur
vímu sem dettur snögglega niður og
sykurþörfin rís á ný. Hvað er til ráða?
1. Prótín. Sumir upplifa sykurþörf
þegar líkaminn kallar á prótín.
Eggjahvítur og skyr eru góðir
prótíngjafar.
2. Fjarlægið freistingar. Farið í
gegnum skápana og losið ykkur
við sætindin. Reynið að forðast
að kaupa meira í búðinni.
3. Fáið ykkur göngutúr í staðinn
fyrir eftirrétt. Ef löngunin er
enn til staðar eftir tíu mínút-
ur skuluð þið bursta tennurnar
en eftirbragðið blandast ekki
vel við sætubragð svo löngun-
in ætti að hverfa.
4. Dreifið huganum. Besta ráðið
er að reyna að gleyma löngun-
inni. Lesið bók, spilið á hljóð-
færi, sinnið erindagjörðum eða
hreinlega leggið ykkur. Forð-
ist að sitja við eldhúsborðið og
hugsa um sælgæti.
5. Skiptið sætindum út fyrir ávexti.
Ávaxtasykur er hollari en hvítur
sykur og trefjarnar í ávöxtunum
hægja á upptöku sykursins.
6. Veljið vel. Ef þið ætlið að gera
vel við ykkur á laugardagskvöldi
skuluð þið frekar fá ykkur tvo
bita af 70% súkkulaði heldur en
mjólkursúkkulaði eða lakkrís.
7. Lesið á umbúðir. Það er ótrú-
legt hversu mikill hvítur sykur
leynist í matvörum sem við
neytum dagsdaglega. Sniðgang-
ið þær allra sætustu.
8. Drekkið vatn. Það er ótrúlegt
hvað tvö stór vatnsglös geta gert.
9. Ekki borða sykraðan morgun-
mat og reynið að forðast sykur
þangað til í kaffitímanum. Syk-
urneysla fyrri part dags kveikir
á sykurþörfinni yfir daginn og
getur valdið ógleði og óþægind-
um í maga.
10. Hafið hollt snakk til reiðu. Fros-
in vínber og bananar eru hrein-
asta sælgæti!
Að lokum er gott að hafa í huga að
enginn breytist á einum degi og
þess vegna er best að taka þetta í
litlum skrefum. Annars er hætta á
að falla í freistni og jafnvel tapa sér
algjörlega. halla@365.is
Sætindi og gotterí