Fréttablaðið - 14.06.2012, Page 44

Fréttablaðið - 14.06.2012, Page 44
14. júní 2012 FIMMTUDAGUR32 BAKÞANKAR Friðriku Benónýs ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta LÁRÉTT 2. stagl, 6. 950, 8. ról, 9. fugl, 11. í röð, 12. bolur, 14. gróðabrall, 16. tveir eins, 17. gerast, 18. bjálki, 20. frá, 21. tegund. LÓÐRÉTT 1. samtals, 3. samtök, 4. tungumál, 5. skjön, 7. andmæli, 10. sægur, 13. viðmót, 15. töng, 16. stefna, 19. pfn. LAUSN LÁRÉTT: 2. tafs, 6. lm, 8. ark, 9. lóm, 11. aá, 12. stofn, 14. brask, 16. áá, 17. ske, 18. tré, 20. af, 21. tagi. LÓÐRÉTT: 1. alls, 3. aa, 4. franska, 5. ská, 7. mótbára, 10. mor, 13. fas, 15. kefi, 16. átt, 19. ég. Hugsum okkur að yfir standi Evrópu-meistaramót í knattspyrnu kvenna. Sent er beint frá öllum leikum, áhorfið er gífurlegt og spennan mikil. Á Facebook skiptast menn á skoðunum um gæði liða og leikja, halda fram sínum konum og ulla á hinar. En hvað er nú þetta? Hver karlinn á fætur öðrum setur inn Facebook-status þar sem hann tjáir sig í löngu máli um stælta rassa og stinn læri stúlknanna inni á vellin- um. Þetta gengur náttúrulega ekki og við- brögð kvenna og meðvitaðra karla láta ekki á sér standa. Þetta er karlremba af verstu sort, niðurlæging fyrir konurnar sem hafa lagt hart að sér við æfingar og keppni og lýsir engu öðru en ógeðslegu innræti skrifarans. Og hana nú! AUÐVITAÐ er þetta algjörlega ímyndað dæmi. Þessi staða gæti aldrei komið upp. Karlmenn sem skrifuðu svona yrðu ofsóttir vikum saman. Enda dytti engum karli með vott af sjálfsvirðingu og greindarvísitölu yfir 80 í hug að láta svona vitleysu frá sér fara. Þetta gæti bara gerst í ímynd- uðum heimi. Í RAUNVERULEIKANUM stendur yfir Evrópumeistara- mót í knattspyrnu karla. Sent er beint frá öllum leikjum, áhorfið er gríðarlegt og spennan mikil. Umræðan á Facebook litast af knatt- spyrnuáhuganum og menn ræða kost og löst á leikjum og liðum. En hvað er nú þetta? Hver konan eftir aðra setur inn Facebook-status þar sem hún fer fögrum orðum um stinna rassa og stælt læri leikmannanna á vellinum. Og það sem enn furðulegra er, þessir statusar vekja hrifningu annarra kvenna. Þær komm enta í röðum og lýsa yfir svipuðum skoðunum á líkamshlutum leikmanna, setja inn broskarla, blikkkarla og upp- hrópunarmerki í löngum bunum. Enginn minnist á niðurlægingu fyrir karlana sem hafa lagt hart að sér við æfingar og keppni. Enginn talar um ógeðslegt inn- ræti, hvað þá karlfyrirlitningu. Þetta þykir bara svakalega svalt og sanna hvað konur séu nú orðnar frjálsar. Og svo skilja þær ekkert í því að ekki skuli vera fengnar fleiri konur til að tjá sig opinber- lega um fótboltann. ÉG HEF horft á fótbolta síðan ég man eftir mér. Spilaði hann á yngri árum, á mitt uppáhaldslið og leikmenn og breyt- ist í ofstækisfulla fótboltabullu í mánuð annað hvert ár þegar EM og HM fara fram. Horfi á alla leiki sem ég get, hoppa og öskra og reyti hár mitt. Dáist að bolta- meðferð, samspili, baráttuanda og glæsi- legum mörkum. En læri og rassar leik- manna hafa aldrei vakið athygli mína. Ætli ég sé kannski ekki kona? Læri, læri, tækifæri Jæja, þá erum við tilbúnir fyrir flugtak! Bíddu aðeins, helduru að hann sé hræddur? Lítur út fyrir að vera glaður! Take him away! En... mamma má alls ekki vita af Roger that! Jæja, gerðist eitt- hvað áhugavert í dag, Palli? Gaur! Loksins hringirðu aftur! Bíddu þangað til þú heyrir hvað gerðist í dag! Hmm... nei. Afsakið hversu lengi þið hafið beðið eftir matnum. Kokkurinn er enn þá í mat. Ég bý til reglurnar! Nei! Ég bý til reglurnar! Nei! Ég! Nei! Ég! Hættið! Ég er búin að fá nóg af því að hlusta á ykkur rífast! Farið bara í leikinn! Hvaða leik? þessu! BORGARTÚNI 12-14 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 1111 - MYNDSENDIR 411 3071 Óveruleg breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 Ásholtsreitur – Brautarholt 7 Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 varðandi skilgreiningu á þéttingarreit nr. 18, við Ásholt. Breytingin felur í sér að heimilt verði að byggja allt að 100 nemendaíbúðir á reitnum, einkum litlar einstaklingsíbúðir. Breytingin hefur ekki í för með sér aukningu byggingarmagns eða hækkun nýtingarhlutfalls á reitnum, frá þeim heimildum sem eru í gildandi aðalskipulagi um þéttingarreitinn. Breytingartillagan nær til 5. myndar í Greinargerð I, (1. mynd í netútgáfu). Sjá nánar um tillögu á vef skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar, skipbygg.is. Aðalskipulagstillagan hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar, skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um óverulegar breytingar á aðalskipulagi. Skipulagsstjórinn í Reykjavík. Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið BORGARTÚNI 12-14 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 1111 - MYNDSENDIR 411 3071 Óveruleg breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 Reykjavegur – Ný undirgöng Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024 varðandi undirgöng undir Reykjaveg á móts við Suðurlandsbraut. Breytingin felur í sér að heimila gerð undirganga undir Reykjaveg til að greiða leið og auka öryggi hjólreiðamanna og gangandi vegfarenda á stíg meðfram Suðurlandsbraut. Breytingartillagan nær til þéttbýlisuppdráttar aðalskipulagsins. Sjá nánar um tillögu á vef skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar, skipbygg.is. Aðalskipulagstillagan hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar, skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um óverulegar breytingar á aðalskipulagi. Skipulagsstjórinn í Reykjavík. Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.