Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.06.2012, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 14.06.2012, Qupperneq 52
14. júní 2012 FIMMTUDAGUR40 40tónlist TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Í SPILARANUM Edward Sharpe And The Magnetic Zeros - Here Iggy Pop - Aprés Dexys - One Day I‘m Going To Soar tonlist@frettabladid.is Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: TÓNLISTINN Vikuna 7. - 13. júní 2012 LAGALISTINN Vikuna 7. - 13. júní 2012 Sæti Flytjandi Lag 1 Loreen ..................................................................Euphoria 2 Jason Mraz .............................................. I Won‘t Give Up 3 Ásgeir Trausti ................................................Sumargestur 4 Tilbury ................................................................Tenderloin 5 Carly Rae Jepsen ...................................Call Me Maybe 6 KK ................................................................................ Frelsið 7 Maroon 5 / Wiz Khalifa .................................Payphone 8 Olly Murs .................................Dance With Me Tonight 9 Valdimar ............................................................ Þú ert mín 10 Train ........................................................................Drive By Sæti Flytjandi Plata 1 Sigur Rós ...................................................................Valtari 2 Of Monsters And Men ...........My Head Is An Animal 3 Ýmsir .................Eurovision Song Contest 2012: Baku 4 Bubbi Morthens......................................................Þorpið 5 Ýmsir ................................................................. Pottþétt 57 6 Hafdís Huld .....................................................Vögguvísur 7 Mugison ....................................................................Haglél 8 Tilbury .....................................................................Exorcise 9 Adele .................................................................................. 21 10 Ýmsir .................................Sjómenn: Íslenskir við erum Það hefur oft gefið góða raun að yngri tónlistarmenn taki gamlar og gleymdar hetjur upp á arma sína og geri með þeim plötur. Það svínvirkaði þegar Rick Rubin gaf Johnny Cash nýtt líf með Americ- an Recordings plöturöðinni, og ekki síður þegar Jack White tók upp plötuna Van Lear Rose með Lorettu Lynn. Damon Albarn hefur stundum fengið eldri listamenn til að syngja inn á plötur Gorillaz. Einn þeirra er Bobby Womack sem söng og samdi texta við smellinn Stylo á plötunni Plastic Beach árið 2010. Í kjölfarið fór Bobby í tónleikaferð með Gorillaz og svo ákváðu þeir að Damon tæki upp plötu með honum. Sú plata, The Bravest Man In The Universe, kom út á mánudag- inn hjá XL-fyrirtækinu, en forstjóri þess Richard Russell vann líka við upptökurnar. Bobby Womack fæddist árið 1944 í Cleveland í Ohio. Hann byrjaði ungur að spila á gítar og syngja með hljómsveit fjöl- skyldunnar. Þegar Sam Cooke stofnaði SAR-plötufyrirtækið árið 1961 gerði hann samning við hljómsveit Bobbys og bróð- ur hans Curtis, The Valentinos. Bobby samdi lög fyrir sveitina, eitt þeirra, It’s All Over Now, varð smellur þegar Rolling Stones gerðu sína útgáfu af því. Eftir að Sam Cooke var myrtur í desember 1964 giftist Bobby ekkju hans. Það fór illa í marga tónlistarmenn og Bobby dró sig út úr sviðsljósinu og einbeitti sér að hljóðversvinnu. Hann sneri aftur 1968 með sólóplötu. Hans frægasta plata er sennilega Across The 110th Street, frá 1972, með tónlist við samnefnda blaxploitation-mynd. Nýja platan er í anda klassísku Bobby Womack-platnanna, en samt með nútímalegum raftónlistarskotnum hljómi. Hún hefur fengið ágæta dóma. Bobby í boði Damons UPPREISN ÆRU Fyrsta sólóplata Bobby Womack í langan tíma var gerð með Damon Albarn. KIRIYAMA FAMILY með Kiriyama family er plata vikunnar ★★★★ „Vönduð og fjölbreytt plata frá nýrri íslenskri popphljómsveit.“ - tj Heilmyndir af látnu goðsögnunum Jim Morrison og Jimi Hendrix eru í undirbúningi og því styttist í að haldnir verði tónleikar með þeim. Mikið hefur verið rætt um heil- myndir síðan rapparinn Tupac Shakur steig óvænt á svið á Coac- hella-hátíðinni í apríl. Það voru félagarnir Dr. Dre og Snoop Dogg sem stóðu á bak við uppátækið. Í viðtali við Billboard sagði Jeff Jampol, sem annast málefni Jims Morrison, að það hafi verið í skoð- un í næstum áratug að endurskapa Morrison í þrívídd. Vonast hann til að úr verði margmiðlunarupplifun ásamt hljómsveitinni The Doors. „Vonandi getur Jim Morrison gengið upp að þér, horft í augun á þér, sungið til þín, snúið sér við og gengið í burtu,“ sagði hann. Einnig er vitað til þess að Janie, systir Jimi Hendrix, hafi starfað með fyrirtækinu Musion System að gerð sýndarútgáfu af gítar- snillingnum. Goðsagnir snúa aftur JIM MORRISON Söngvari The Doors gæti snúið aftur sem heilmynd. The Smashing Pumpkins gefur út sína fyrstu plötu í fimm ár á mánudaginn. Hún er hluti af 44-laga verkefninu Teargarden By Kaleidyscope. Sjöunda hljóðversplata The Sma- shing Pumpkins, Oceania, kemur út á mánudaginn á vegum EMI. Upptökur fóru fram í hljóðveri for- sprakkans Billy Corgan í Chicago með gítarleikaranum Jeff Schroe- der, trommaranum Mike Byrne og bassaleikaranum og söngkonunni Nicole Fiorentino. Að sögn Corgan er Oceania „plata innan í annarri plötu“, eða hluti af 44-laga verkefninu Tear- garden By Kaleidyscope en fyrsta lagið þaðan kom út 2009. The Smashing Pumpkins var stofnuð í Chicago 1988 af Corgan og gítarleikaranum James Iah. Til liðs við þá gengu bassaleikarinn D´arcy Wretzky og trommarinn Billy Chamberlin. Sveitin náði athygli tónlistarunnenda fimm árum síðar á grunge-tímabilinu með annarri plötu sinni Siamese Dream. Aðdá- endahópurinn stækkaði enn frek- ar með hinni tvöföldu Mellon Col- lie and the Infinite Sadness en bæði hún og Siamese Dream fengu frá- bæra dóma gagnrýnenda. Eftir að hafa verið ein vinsælasta rokksveit heims á tíunda áratugn- um fór að halla undan fæti. Cham- berlin var rekinn vegna eiturlyfja- neyslu sinnar og Pumpkins gaf í framhaldinu sem tríó út plötuna Adore. Hún fékk heldur slakar við- tökur. Árið 2000 kom út Machina/ The Machines of God, með Cham- berlin aftur um borð. Skömmu síðar ákvað Corgan að leggja Pumpkins niður eftir að Machina II/The Fri- ends & Enemies of Modern Music leit dagsins ljós, eingöngu á netinu. Árið 2005 tilkynnti Corgan svo um endurkomu Pumpkins en hvorki Iah né bassleikarinn Melissa Auf der Maur, sem hafði gengið til liðs við sveitina í stað Wretsky, höfðu áhuga á að taka þátt. Corgan og Chamberlin tóku því aleinir upp Zeitgeist árið 2007. Hún fékk mis- jafna dóma og töldu margir að hljómsveitin væri ekki söm eftir að Iah og D´Arcy hættu. Corgan er samt ekki af baki dott- inn og er ánægður með hljómsveit- ina. „Jeff, Mike og Nicole eiga stór- an þátt í hljómi og áferð Oceania. Hún er ólík öllum öðrum plötum sem ég hef gert.“ freyr@frettabladid.is Plata innan í annarri plötu FORPSRAKKI Billy Corgan er forsprakki bandarísku rokksveitarinnar The Smashing Pumpkins. NORDICPHOTOS/GETTY Heilsueldhúsið M xys stage Whitley y Tommy ges)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.