Fréttablaðið - 14.06.2012, Síða 62

Fréttablaðið - 14.06.2012, Síða 62
14. júní 2012 FIMMTUDAGUR50 sport@frettabladid.is PEPSI-DEILD KARLA fer aftur af stað í kvöld. Sjöunda umferðin hefst þá með leik Fylkis og Fram klukkan 19.15. Á morgun fara síðan fram tveir leikir og verður leikur Stjörnunnar og Vals sýndur beint á Stöð 2 Sport. Umferðinni lýkur svo með þrem leikjum á laugardag. EM í knattspyrnu: Portúgal-Danmörk 3-2 1-0 Pepe (24.), 2-0 Helder Postiga (36.), 2-1 Nicklas Bendtner (41.), 2-2 Nicklas Bendtner (80.), 3-2 Varela (87.). Holland-Þýskaland 1-2 0-1 Mario Gomez (24.), 0-2 Mario Gomez (38.), 1-2 Robin van Persie (73.) STAÐAN: Þýskaland 2 2 0 0 3-1 6 Portúgal 2 1 0 1 3-3 3 Danmörk 2 1 0 1 3-3 3 Holland 2 0 0 2 1-3 0 LEIKIR DAGSINS: Ítalía - Króatía kl. 16.00 Spánn - Írland kl. 18.45 ÚRSLIT FÓTBOLTI Ummæli sem sóknarmað- urinn Antonio Cassano lét falla á þriðjudag hefur valdið mikilli reiði á Ítalíu og reyndar víðar. Sagðist hann þá vonast til þess að það væru engir hommar í ítalska landsliðinu. „Ég vil biðjast innilegrar afsök- unar á ummælum mínum sem hafa verið gagnrýnd af réttindasamtök- um samkynhneigðra,“ sagði í yfir- lýsingu sem birtist á heimasíðu ítalska knattspyrnusambandsins í gær. „Ég er sjálfur ekki haldinn for- dómum gagnvart samkynhneigð- um. Ég vildi ekki móðga neinn. Það eina sem ég sagði var að þetta væri vandamál sem snerti mig ekki enda er það ekki mitt að dæma aðra.“ Ummælin lét hann falla á blaða- mannafundi ítalska liðsins. „Landsliðsþjálfarinn var búinn að vara mig við að þú myndir spyrja mig þessarar spurningar,“ sagði hann þá við blaðamanninn. „Ef ég á að segja eins og er þá vona ég að það séu engir samkyn- hneigðir í liðinu. En ef það er til- fallið þá er það þeirra mál.“ - esá Antonio Cassano dregur í land með ummæli: Ég hef ekkert á móti samkynhneigðum CASSANO Ekki alveg nógu hress á blaðamannafundinum. NORDICPHOTOS/GETTY FRJÁLSAR Sjö íslenskir frjálsíþrótta- menn verða meðal þátttakenda á Norðurlandamóti unglinga í fjöl- þrautum í Sandnes í Noregi um helgina. Þeirra á meðal er Helga Margrét Þorsteinsdóttir sem stefnir á að ná Ólympíulágmarki í sjöþraut. Helga Margrét á best 5.878 stig frá því árið 2009. Lágmarkið inn á leikana er 5.950 stig en síðasti dagur til að ná lágmörkum fyrir leikana er 8. júlí. Ólympíuleikarnir hefjast þann 27. júlí. Helga Margrét er því að renna út á tíma og þetta mót á meðal hennar síðustu möguleika á því að komast til London. Auk Helgu Margrétar verða Arna Stefanía Guðmunds- dóttir ÍR, Ásgerður Jana Ágústs- dóttir UFA, Ingi Rúnar Krist- insson Breiðabliki, María Rún Gunnlaugsdóttir Ármanni, Sindri Hrafn Guðmundsson Breiðabliki og Sveinbjörg Zophoníasdóttir úr FH meðal keppenda. Arna Stefanía, Ingi Rúnar og María Rún stefna á að ná lágmarki fyrir heimsmeistaramót 19 ára og yngri sem fram fer í Barcelona um miðjan júlí. Síðasti dagur til að ná lágmörk- um fyrir mótið er 2. júlí. - ktd Helga Margrét Þorsteinsdóttir á leiðinni til Noregs: Reynir við lágmarkið Seafolly línan er ko min í verslanir CINTAMA NI í Austurhrauni 3 og Bankastræti 7 Flipflops 3.900 Töskur frá 6.900 Cintamani Austurhraun 3 mán-fös. 10- 18 lau. 11 -14 S. 533 3805 Cintamani Bankastræti 7 alla daga 9-22 S. 533 3390 HETJAN Varela fagnar sigurmarki sínu gegn Dönum. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Það þarf ansi mikið til að Þýskaland fari ekki í átta liða úrslit eftir sigurinn á Hollandi í gær. Stig gegn Dönum dugir til að gulltryggja farseðilinn áfram. Holland þarf aftur á móti að vinna Portúgal og treysta á þýskan sigur til að eygja von um að komast áfram. Þá eru þrjú lið með þrjú stig og þá ræðst allt á innbyrðismarka- tölu. Ef Þjóðverjar tapa og Portú- gal vinnur Holland verða að sama skapi þrjú lið með sex stig. Bar- áttan í dauðariðlinum er því ekki búin. Eftir frekar rólegar upphafs- mínútur braut Mario Gomez ísinn. Fékk sendingu í teiginn frá Schweinsteiger, sneri sér við og kláraði færið vel. Korteri síðar fékk hann boltann hægra megin í teignum og lyfti yfir Steke- lenburg sem var lagstur allt of snemma. Frábært mark. Hollend- ingar algjörlega heillum horfnir og máttu þakka fyrir að vera ekki fleiri mörkum undir í hálfleik. Rafael van der Vaart og Klaas- Jan Huntelaar komu inn hjá Hol- landi í hálfleik og áttu að hressa upp á spilið. Það gerðist heldur betur. Hollendingar fóru loks að spila fótbolta, skapa sér færi og 17 mínútum fyrir leikslok minnkaði Robin van Persie metin með góðu skoti. Leikurinn allt í einu galop- inn. Hollendingar höfðu ekki kraft- inn til þess að bæta við öðru marki og Þjóðverjar sigldu sanngjörnum þremur stigum í hús. „Tíminn var lengi að líða í lokin. Hollendingar settu okkur í pressu en sem betur fer hafðist það. Við erum komnir með sex stig og telj- um okkur vera til alls líklega,” sagði Gomez. Leikur Portúgals og Danmerk- ur var bráðskemmtilegur. Portú- galar komust í 2-0 og virtust ætla að keyra yfir Danina þangað til Nicklas Bendtner minnkaði mun- inn fyrir hlé og kom Dönum inn í leikinn. Portúgalar héldu áfram að sækja og Cristiano Ronaldo fékk gullin tækifæri til þess að klára leikinn. Honum voru mislagðir fætur eins og áður í þessu móti. Bendtner þakkaði fyrir með því að jafna skömmu fyrir leikslok. „Ég var mjög ósáttur við sjálf- an mig og veit að ég átti að gera betur,“ sagði Ronaldo eftir leik. Það stefndi í jafntefli þegar varamaðurinn Varela kláraði leik- inn fyrir Portúgal. Hann var þá nýkominn af bekknum og skoraði með fínu skoti í teignum. Mögnuð innkoma og góður sigur hjá Portú- gal. „Lukkan sem var ekki með okkur gegn Þjóðverjum var með okkur núna. Þó svo ég hafi ekki spilað vel var fyrir öllu að við skyldum vinna og halda okkur á lífi í mótinu,“ sagði Cristiano Ronaldo. henry@frettabladid.is HOLLENDINGAR Í VONDUM MÁLUM Þjóðverjar eru komnir með rúmlega annan fótinn í átta liða úrslit á EM eftir flottan 2-1 sigur á Hollend- ingum. Markahrókurinn Mario Gomez skoraði bæði mörk þýska liðsins sem var mun sterkara í leiknum. Varamaðurinn Varela kom Portúgölum til bjargar og hélt vonum þeirra til að komast áfram á lífi. SJÓÐHEITUR Mario Gomez skoraði tvö mörk í gær en fagnaði ekkert mjög mikið. Mesu Özil fagnar hér með honum í gær. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.