Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.06.2012, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 14.06.2012, Qupperneq 62
14. júní 2012 FIMMTUDAGUR50 sport@frettabladid.is PEPSI-DEILD KARLA fer aftur af stað í kvöld. Sjöunda umferðin hefst þá með leik Fylkis og Fram klukkan 19.15. Á morgun fara síðan fram tveir leikir og verður leikur Stjörnunnar og Vals sýndur beint á Stöð 2 Sport. Umferðinni lýkur svo með þrem leikjum á laugardag. EM í knattspyrnu: Portúgal-Danmörk 3-2 1-0 Pepe (24.), 2-0 Helder Postiga (36.), 2-1 Nicklas Bendtner (41.), 2-2 Nicklas Bendtner (80.), 3-2 Varela (87.). Holland-Þýskaland 1-2 0-1 Mario Gomez (24.), 0-2 Mario Gomez (38.), 1-2 Robin van Persie (73.) STAÐAN: Þýskaland 2 2 0 0 3-1 6 Portúgal 2 1 0 1 3-3 3 Danmörk 2 1 0 1 3-3 3 Holland 2 0 0 2 1-3 0 LEIKIR DAGSINS: Ítalía - Króatía kl. 16.00 Spánn - Írland kl. 18.45 ÚRSLIT FÓTBOLTI Ummæli sem sóknarmað- urinn Antonio Cassano lét falla á þriðjudag hefur valdið mikilli reiði á Ítalíu og reyndar víðar. Sagðist hann þá vonast til þess að það væru engir hommar í ítalska landsliðinu. „Ég vil biðjast innilegrar afsök- unar á ummælum mínum sem hafa verið gagnrýnd af réttindasamtök- um samkynhneigðra,“ sagði í yfir- lýsingu sem birtist á heimasíðu ítalska knattspyrnusambandsins í gær. „Ég er sjálfur ekki haldinn for- dómum gagnvart samkynhneigð- um. Ég vildi ekki móðga neinn. Það eina sem ég sagði var að þetta væri vandamál sem snerti mig ekki enda er það ekki mitt að dæma aðra.“ Ummælin lét hann falla á blaða- mannafundi ítalska liðsins. „Landsliðsþjálfarinn var búinn að vara mig við að þú myndir spyrja mig þessarar spurningar,“ sagði hann þá við blaðamanninn. „Ef ég á að segja eins og er þá vona ég að það séu engir samkyn- hneigðir í liðinu. En ef það er til- fallið þá er það þeirra mál.“ - esá Antonio Cassano dregur í land með ummæli: Ég hef ekkert á móti samkynhneigðum CASSANO Ekki alveg nógu hress á blaðamannafundinum. NORDICPHOTOS/GETTY FRJÁLSAR Sjö íslenskir frjálsíþrótta- menn verða meðal þátttakenda á Norðurlandamóti unglinga í fjöl- þrautum í Sandnes í Noregi um helgina. Þeirra á meðal er Helga Margrét Þorsteinsdóttir sem stefnir á að ná Ólympíulágmarki í sjöþraut. Helga Margrét á best 5.878 stig frá því árið 2009. Lágmarkið inn á leikana er 5.950 stig en síðasti dagur til að ná lágmörkum fyrir leikana er 8. júlí. Ólympíuleikarnir hefjast þann 27. júlí. Helga Margrét er því að renna út á tíma og þetta mót á meðal hennar síðustu möguleika á því að komast til London. Auk Helgu Margrétar verða Arna Stefanía Guðmunds- dóttir ÍR, Ásgerður Jana Ágústs- dóttir UFA, Ingi Rúnar Krist- insson Breiðabliki, María Rún Gunnlaugsdóttir Ármanni, Sindri Hrafn Guðmundsson Breiðabliki og Sveinbjörg Zophoníasdóttir úr FH meðal keppenda. Arna Stefanía, Ingi Rúnar og María Rún stefna á að ná lágmarki fyrir heimsmeistaramót 19 ára og yngri sem fram fer í Barcelona um miðjan júlí. Síðasti dagur til að ná lágmörk- um fyrir mótið er 2. júlí. - ktd Helga Margrét Þorsteinsdóttir á leiðinni til Noregs: Reynir við lágmarkið Seafolly línan er ko min í verslanir CINTAMA NI í Austurhrauni 3 og Bankastræti 7 Flipflops 3.900 Töskur frá 6.900 Cintamani Austurhraun 3 mán-fös. 10- 18 lau. 11 -14 S. 533 3805 Cintamani Bankastræti 7 alla daga 9-22 S. 533 3390 HETJAN Varela fagnar sigurmarki sínu gegn Dönum. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Það þarf ansi mikið til að Þýskaland fari ekki í átta liða úrslit eftir sigurinn á Hollandi í gær. Stig gegn Dönum dugir til að gulltryggja farseðilinn áfram. Holland þarf aftur á móti að vinna Portúgal og treysta á þýskan sigur til að eygja von um að komast áfram. Þá eru þrjú lið með þrjú stig og þá ræðst allt á innbyrðismarka- tölu. Ef Þjóðverjar tapa og Portú- gal vinnur Holland verða að sama skapi þrjú lið með sex stig. Bar- áttan í dauðariðlinum er því ekki búin. Eftir frekar rólegar upphafs- mínútur braut Mario Gomez ísinn. Fékk sendingu í teiginn frá Schweinsteiger, sneri sér við og kláraði færið vel. Korteri síðar fékk hann boltann hægra megin í teignum og lyfti yfir Steke- lenburg sem var lagstur allt of snemma. Frábært mark. Hollend- ingar algjörlega heillum horfnir og máttu þakka fyrir að vera ekki fleiri mörkum undir í hálfleik. Rafael van der Vaart og Klaas- Jan Huntelaar komu inn hjá Hol- landi í hálfleik og áttu að hressa upp á spilið. Það gerðist heldur betur. Hollendingar fóru loks að spila fótbolta, skapa sér færi og 17 mínútum fyrir leikslok minnkaði Robin van Persie metin með góðu skoti. Leikurinn allt í einu galop- inn. Hollendingar höfðu ekki kraft- inn til þess að bæta við öðru marki og Þjóðverjar sigldu sanngjörnum þremur stigum í hús. „Tíminn var lengi að líða í lokin. Hollendingar settu okkur í pressu en sem betur fer hafðist það. Við erum komnir með sex stig og telj- um okkur vera til alls líklega,” sagði Gomez. Leikur Portúgals og Danmerk- ur var bráðskemmtilegur. Portú- galar komust í 2-0 og virtust ætla að keyra yfir Danina þangað til Nicklas Bendtner minnkaði mun- inn fyrir hlé og kom Dönum inn í leikinn. Portúgalar héldu áfram að sækja og Cristiano Ronaldo fékk gullin tækifæri til þess að klára leikinn. Honum voru mislagðir fætur eins og áður í þessu móti. Bendtner þakkaði fyrir með því að jafna skömmu fyrir leikslok. „Ég var mjög ósáttur við sjálf- an mig og veit að ég átti að gera betur,“ sagði Ronaldo eftir leik. Það stefndi í jafntefli þegar varamaðurinn Varela kláraði leik- inn fyrir Portúgal. Hann var þá nýkominn af bekknum og skoraði með fínu skoti í teignum. Mögnuð innkoma og góður sigur hjá Portú- gal. „Lukkan sem var ekki með okkur gegn Þjóðverjum var með okkur núna. Þó svo ég hafi ekki spilað vel var fyrir öllu að við skyldum vinna og halda okkur á lífi í mótinu,“ sagði Cristiano Ronaldo. henry@frettabladid.is HOLLENDINGAR Í VONDUM MÁLUM Þjóðverjar eru komnir með rúmlega annan fótinn í átta liða úrslit á EM eftir flottan 2-1 sigur á Hollend- ingum. Markahrókurinn Mario Gomez skoraði bæði mörk þýska liðsins sem var mun sterkara í leiknum. Varamaðurinn Varela kom Portúgölum til bjargar og hélt vonum þeirra til að komast áfram á lífi. SJÓÐHEITUR Mario Gomez skoraði tvö mörk í gær en fagnaði ekkert mjög mikið. Mesu Özil fagnar hér með honum í gær. NORDICPHOTOS/GETTY
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.