Fréttablaðið - 14.06.2012, Page 66

Fréttablaðið - 14.06.2012, Page 66
14. júní 2012 FIMMTUDAGUR54 golfogveidi@frettabladid.is Laxinn togar í marga en það er ekkert leyndarmál að verð á laxveiðileyfum er hátt. Fréttablaðið hefur tekið saman nokkur lax- veiðisvæði þar sem hægt er fá leyfi undir 20 þúsund krónum og töluvert góð von er á að krækja í lax. Hafa ber í huga að þessi listi er engan veginn tæmandi. Korpa - laxveiði í Reykjavík Úlfarsá, sem oftast er kölluð Korpa, er tveggja stanga á þar sem á hverju sumri veiðast um og yfir 200 laxar. Við ána er ágætist veiðihús með salerni þar sem veiðimenn geta borðað og hvílt sig. Á ódýrasta tíma kosta veiðileyfin frá 14.900 upp í 21.500. Veiðifélagið Hreggnasi selur leyfi í Korpu. Ferjukotseyrar í Hvítá Á Ferjukotseyrum í Hvítá í Borgarfirði eru ódýrustu dagarnir á 6.800 krónur stöngin en þeir dýrustu kosta í 10.800 krónur. Laxavonin er ágæt enda gengur laxinn, sem fer upp í Norðurá, Gljúfurá, Þverá og Grímsá, þarna fram hjá. Sem sagt tugir þúsunda laxa á hverju sumri. Ekkert veiðihús er á svæðinu. Lax-Á selur leyfin. Grjótá og Tálmi Áin Grjótá fellur í Tálma sem fellur síðan í Hítará rétt ofan Langadráttar. Aðeins tveir dagar eru lausir í júní og kostar stöngin tæpar 20 þúsund krónur. Ágætis veiðihús fylgir þessu svæði. SVFR selur leyfin. Þrjú vötn og litlar ár Vatnasvæði Lýsu er við rætur Snæfellsjökuls. Svæðið samanstendur af þremur meginvötnum, Torfavatni, Reyðarvatni og Lýsuvatni og litlum ám sem á milli þeirra renna. Þó svæðið sé auglýst sem silungasvæði veiðast ríflega 100 laxar þarna á hverju sumri. Ekkert veiðihús fylgir og kostar stöngin undir 10 þúsund krónum. SVFR selur leyfin. Lax í Steingrímsfirði Miðdalsá í Steingrímsfirði í Stranda- sýslu á efstu upptök sín í litlum pollum suður undir Gilsfirði. Töluvert af sjóbleikju hefur veiðst í Miðdalsá en annars er lítið vitað um ána því ekkert hefur verið skráð í veiðibækur. Þarna mun vera nokkur laxavon og BLEIKJUR veiddust í Vatnsdalsá sumarið 20111.342URRIÐAR veiddust í Vatnsdalsá í fyrrasumar2.700 Laxveiðileyfi undir 20 þúsund 1 6 13 17 2 7 14 3 8 15 4 10 16 5 12 9 11 18 *Silungasvæði með góðri laxavon ** Breytilegt eftir svæðum og tímabilum hvaða agn er leyft *** Bara fluga yfir hásumarið hægt er að fá veiðileyfi frá 4.900 krónum. Lax-Á selur leyfin. Stórlaxavon í Vatnsdalsá Hægt er að fá veiðileyfi vel undir 20 þúsund krónum á silungasvæðinu í Vatnsdalsá. Fyrir utan gríðarlega mikla silungaveiði er töluvert góð von á laxi þegar hann byrjar að ganga upp ána. Ekki skemmir fyrir að Vatnsdalsá er þekkt stórlaxaá. Alls eru tíu stangir á silungasvæðinu og gott veiðihús fylgir. Athugið að aðeins er leyfð fluguveiði og skylt er að sleppa öllum laxi. G og P selur leyfi í Vatnsdalsá. Falleg á í Húnaþingi Gljúfurá í Húnaþingi er falleg tveggja stanga á. Áin er lítil og nett og eins og nafnið gefur til kynna fellur hún víða um falleg gljúfur. Meðalveiðin er um 100 laxar á ári og fylgir gott veiðihús ánni. Frá veiðihúsinu er aðeins spölkorn niður í Hóp þar sem silungur veiðist í miklu magni. Hregg- nasi selur leyfin. Veitt skammt frá Vaglaskógi Góð veiði hefur verið í Fnjóská undanfarin ár. Síðustu fjögur ár hefur meðalveiðin verið 665 laxar á sumri. Áin er stór og kraftmikil og meðalþyngd laxa er tæp 10 pund. Í september er hægt að fá leyfi undir 20 þúsund krónum og fylgir gott veiðihús. SVFR og Stangaveiðifélagið Flúðir selja leyfin. Skjálfandafljót Í Skjálfandafljóti er hægt að kaupa silungsveiði með laxavon. Því svæði er skipt í austurbakka og vesturbakka og eru tvær stangir hvoru megin. Svæðið er fjölbreytt og náttúran stór- brotin. Hægt er kaupa leyfi frá tæpum 5 þúsund krónum upp í 13 þúsund. Lax-Á selur leyfin. Torfurnar í Aðaldal Veiðisvæðin kennd við Staðartorfu og Múlatorfu í Laxá í Aðaldal eru kunn urriðaveiðisvæði en síðsumars er ágætis laxavon þarna og þá auð- vitað stórlaxavon. Í júní er hægt að fá gistingu í Árnesi en eftir þann tíma fylgir ekki veiðihús svæðinu. Aðeins er leyft að veiða á flugu og kosta ódýrustu veiðileyfin undir 15 þúsund krónum. SVFR selur leyfin. Reykjadalsá í Þingeyjarsýslu Skammt frá Laxá er önnur skemmtileg á sem margir vita ekki af. Reykjadalsá er fyrst og fremst frábær urriðaá en þar veiðast á hverju sumri einnig um 100 laxar. Þeir sem þekkja ána vilja halda henni fyrir sig en dýrustu leyfin kosta 18.900 krónur. Ágætt veiðihús fylgir ánni. G og P selur leyfin. Laxveiði í Álftafirði Selá í Álftafirði er nánast mitt á milli Hafnar í Hornafirði og Djúpavogs. Þar eru tvær stangir og ágætis veiðihús. Áin er falleg og hlykkjast um kjarrivax- ið gljúfur og líparítkletta. Fram undir miðjan júlí og í september er hægt að fá veiðileyfi á um 15 þúsund krónur. Affallið í Landeyjum Affallið er skemmtileg fjögurra stanga á þar sem hægt er að gera góða veiði enda skilar áin töluvert mörgum löxum per stöng. Allt svæðið er mjög þægilegt yfirferðar. Frá 1. til 15. júlí kosta veiðileyfin í Affallinu frá 15 og upp í 20 þúsund krónur. Gott veiði- hús fylgir. Ranga.is selur leyfin. Skemmtileg á í Fljótshlíð Þverá í Fljótshlíð er samsafn áa í Fljótshlíð sem saman mynda Þveránna. Allar eiga þær upptök sín á heiðunum ofan við Fljótshlíðina og eru að uppistöðu lindár með dragáreinkennum. Ódýrustu leyfin kosta 10 þúsund en þau dýrustu 20 þúsund. Ágætt veiðihús fylgir. Ranga.is selur leyfin. Hólsá á Suðurlandi Hægt er að gera góða veiði við vestur- bakka Hólsár. Fyrir þá sem ekki vita þá tekur Hólsáin við af Ytri Rangá og því mikið af laxi sem gengur þar upp. Tvær stangir eru á svæðinu og ágætt veiðihús. Í júlí er hægt að fá veiðileyfi frá um 11 þúsund krónum upp í 20 þúsund. Lax-Á selur leyfin. Ytri-Rangá Þessa á þarf nú vart að kynna fyrir veiðimönnum. Mörg þúsund laxar veiðast í ánni á hverju ári. Í júní og október kosta leyfin frá 15 þúsund upp í 17 þúsund krónur. Ekkert veiði- hús fylgir þessum ódýru veiðleyfum. Lax-Á selur leyfin. Tvö svæði í Soginu Alviðra og Þrastarlundur í Soginu eru aðrir staðir þar sem veiðileyfi eru á þokkalega hagstæðu verði. Þar kosta ódýrustu dagarnir 19.900 stöngin. Athugið að það er bara ein stöng í Þrastarlundi og því fylgir ekkert veiði- hús svæðinu. Í Alviðru eru hins vegar þrjár stangir og fínt veiðihús fylgir því svæði. SVFR selur leyfin. trausti@frettabladid.is Ódýrar laxveiðiár: veiðileyfi undir 20 þúsund krónum Agn Stangir 1 Korpa ........................................................................ .................... 2 2 Ferjukotseyrar ......................................................... ............ 2 3 Grjótá-Tálmi ........................................................... .................... 2 4 Vatnasvæði Lýsu ................................................... ............ 6 5 Miðdalsá í Steingrímsfirði ................................... .................... 2 6 Vatnsdalsá* ............................................................. .............................. 10 7 Gljúfurá .................................................................... .............................. 2 8 Fnjóská** ................................................................. .. 6-8 9 Skjálfandafljót* ...................................................... ............ 4 Agn Stangir 10 Reykjadalsá ............................................................. .............................. 6 11 Laxá í Aðaldal - Staðartorfa og Múlatorfa* . .................... 2-4 12 Selá í Álftafirði ........................................................ ..................... 2 13 Affall í Landeyjum ................................................ ..................... 4 14 Þverá í Fljótshlíð .................................................... ..................... 4 15 Ytri-Rangá*** .......................................................... .. 14-20 16 Vesturbakki Hólsár ................................................ ............ 2 17 Þrastarlundur (Sogið) .......................................... ............ 1 18 Alviðra (Sogið) ...................................................... ............ 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.