Fréttablaðið - 14.06.2012, Síða 70
14. júní 2012 FIMMTUDAGUR58
„Þessi fjöldi kemur mér mjög
skemmtilega á óvart,“ segir Hild-
ur Sverrisdóttir.
Tæplega eitt hundrað kyn-
ferðislegar fantasíur höfðu verið
sendar inn á vefsíðuna fantasiur.
is í síðustu viku í tengslum við
væntanlega bók Hildar. Frestur
til að skila inn fantasíum renn-
ur út 19. júní. Þá ætlar Hildur að
taka þær saman og nota í bók sína
um fantasíur íslenskra kvenna
sem er væntanleg síðsumars
eða í haust, eins og Fréttablaðið
hefur áður greint frá.
Til að fá betri yfirsýn yfir
verkefnið ákvað Hildur að hætta
að skoða fantasíurnar sem komu
inn á síðuna í síðustu viku og
ætlar ekki að líta aftur á þær
fyrr en að umsóknarfrestinum
loknum. „Það sem ég var búin að
skoða áður en ég hætti sýnir að
þetta er fjölbreytt og greinilega
skrifað af konum á öllum aldri og
þarna eru íslenskir staðhættir,“
segir hún en ein fantasían ger-
ist í víkingaskála. „Það eru bara
sverð og skildir sem er mjög
hressandi. Ég held það gerist
ekki mikið íslenskara en það.“
Bæði stuttar fantasíur og
lengri, sem nánast eru eins og
fullbúnar smásögur, hafa verið
sendar inn á síðuna. „Þær eru
margar hverjar stutt atvikalýs-
ing allt upp í vel útfærðar sögur
með inngangi og öllum þessum
smáatriðum sem konur eru svo
hrifnar af.“
-fb
SUMARFRÍIÐ
Þær eru margar
hverjar stutt atvika-
lýsing allt upp í vel útfærðar
sögur með inngangi og öllum
þessum smáatriðum sem
konur eru svo hrifnar af
HILDUR SVERRISDÓTTIR
LÖGFRÆÐINGUR
„Ég er bara virkilega spenntur
yfir þessu og auðvitað smá stress-
aður líka,“ segir Benedikt Valsson
annar umsjónamaður Hraðfrétta
sem hann sér um ásamt Fannari
Sveinssyni en félagarnir ganga til
liðs við Ríkissjónvarpið og Kast-
ljós í haust.
Hraðfréttir slógu í gegn á vef-
varpi Mbl.is síðastliðinn vetur en
þar fóru þeir Benedikt og Fannar
yfir atburði líðandi stundar á met-
hraða.
Benedikt segir að velgegni
þáttanna hafi komið þeim í opna
skjöldu þó að vissulega hafi þeir
vitað að grínið mundi hitta í mark
hjá ákveðnum hóp. „Velgengn-
in fór fram úr öllum væntingum
svo þegar við höfðum lokið við
10 þætti á vefnum fóru ákveðnar
þreifingar af stað um framhaldið,“
segir Benedikt og viðurkennir að
þeir hafi verið eftirsóttir. Það hafi
samt ekki komið annað til greina
þegar Sigmar Guðmundsson, rit-
stjóri Kastljóss, hafði samband
í vor. „Það er ákveðinn draumur
að rætast að komast loksins að hjá
fjölmiðlahöllinni, eins og við kjós-
um að kalla Efstaleitið.“
Það má segja að þeir Fannar og
Benedikt verði áberandi næsta
haust. Hraðfréttir verða með 3-4
mínútna innslög í Kastljósi á hverj-
um föstudegi og fer fyrsti þáttur-
inn í loftið í október. Ásamt því
birtast þættirnir á vefnum Rúv.is
en einnig verða Benedikt og Fann-
ar með þátt á Rás 2.
„Það má segja að við séum að
sölsa undir okkur miðlana. Við
höfum verið að grínast með það
að nú verðum við að finna eitt-
hvert blað til að skrifa í til að full-
komna þetta,“ segir Benedikt sem
nemur stjórnmála- og fjölmiðla-
fræði við Háskóla Íslands en starf-
ar sem flugþjónn í sumar. Fannar
er hjá vefvarpi Mbl.is þar sem
hann meðal annars er hægri hönd
Gunnars Sigurðssonar í þáttunum
Gunnar á Völlum.
Ár er síðan félagarnir, sem einn-
ig eru sambýlingar, fengu hug-
myndina að Hraðfréttum. „Okkur
fannst þetta sniðug hugmynd, eins
konar óður til amerískrar frétta-
mennsku, þar sem allt er stutt,
frekar brjálað og æst þannig að
klippt er á viðmælendur í miðju
viðtali,“ segir Benedikt sem hlakk-
ar til að hefjast handa og útbúa
Hraðfréttir fyrir sjónvarp allra
landsmanna.
alfrun@frettabladid.is
BENEDIKT VALSSON: ÓÐUR TIL AMERÍSKRAR FRÉTTAMENNSKU
Hraðfréttirnar í Kastljósið
Á LEIÐINNI Á SKJÁINN Þeir Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson, umsjónarmenn Hraðfrétta, ganga til liðs við Ríkissjónvarpið og
verða meðal annars sem vikuleg innslög í Kastljósi frá og með næsta hausti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Hundrað fantasíur komnar inn
GÓÐAR VIÐTÖKUR Íslenskar konur hafa
verið duglegar að senda Hildi Sverris-
dóttur fantasíurnar sínar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Ég ætla ekkert að reyna að reyta af
mér brandarana heldur einbeiti mér
bara að því að sinna þessu hlutverki
með sóma,“ segir leikarinn Ólafur
Darri Ólafsson en hann er kynnir á
Grímunni sem haldin er hátíðleg í
Hörpu í kvöld.
Þetta er í fyrsta sinn sem Ólafur
Darri bregður sér í hlutverk kynnis
og spurður hvort hann sé stressað-
ur svarar hann neitandi. „Nei, ég er
ekkert stressaður enda finnst mér
ólíklegt að ég fari í eitthvert hlut-
verk á sviðinu. Þetta snýst um að
halda utan um batteríið,“ segir Ólaf-
ur Darri og þvertekur fyrir að taka
sér erlenda kynna, á borð við Ricky
Gervais til fyrirmyndar, sem þekkt-
ir eru fyrir að vera með brandara
fyrir neðan beltisstað.
Gríman var fyrst haldin árið 2003
en hún er uppskeru- og verðlaunahá-
tíð fyrir sviðslistir á Íslandi. „Þetta
er kjörið tækifæri fyrir okkur að
koma saman eftir erfiðan vetur,
skemmta okkur og klappa þeim á
bakið sem eiga það skilið,“ segir
Ólafur Darri en í ár er þema Grím-
unnar ungt fólk í sviðslistum. „Það
verður áhersla á þau sem eru að
stíga sín fyrstu skref og þau verða
að kynna verðlaunin og sprella eitt-
hvað inn á milli. Það er mikið af
efnilegum ungum leikurum sem
gaman er að kynnast betur.“
Hljómsveitin Orphic Oxtra leikur
fyrir dansi eftir hátíðina og enn er
hægt að nálgast miða en sérstakur
þáttur um hátíðina verður sýndur á
Stöð 2 á föstudaginn. - áp
Ætlar ekki að reyna að vera fyndinn
KYNNIR GRÍMUNA Ólafur Darri Ólafsson ætlar að sinna hlutverki kynnis vel á
Grímunni í kvöld en þemað í ár er ungt fólk í sviðslistum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Ég stefni á að fara á Mæru-
daga á Húsavík í lok júlí með
manni og barni og helst að taka
þátt í einu hlaupi í leiðinni.“
Fríða Rún Þórðardóttir, hlaupari og
næringarráðgjafi.