Fréttablaðið - 19.06.2012, Síða 38
19. júní 2012 ÞRIÐJUDAGUR26
popp@frettabladid.is
Jack Osbourne greindist með
sjúkdóminn MS fyrr í þessum
mánuði. Frá þessu segir yngsti
sonur Osbourne-fjölskyldunnar
í viðtali við breska blaðið Hello.
Osbourne, sem er þekktur fyrir
þátttöku sína í Osbourne-raun-
veruleikaþáttunum og sem þátta-
stjórnandi vestanhafs, segir að
það hafi verið erfitt að takast á
við sjúkdómsgreininguna.
„Á meðan ég beið eftir svari
frá lækninum mínum varð ég
mjög reiður. Svo varð ég leiður.
En ég áttaði mig á að reiði og
leiðindi gera illa verra. Nú ein-
beiti ég mér að því að aðlagast
breyttum aðstæðum og fara vel
með mig,“ segir Osbourne en
sjúkdómurinn uppgötvaðist þegar
hann fór að missa sjón á öðru
auganu og fór til læknis.
Foreldrar Jacks, þau Sharon og
Ozzy Osbourne, koma líka fram
í viðtalinu og segja að þeim hafi
brugðið mjög við fréttirnar. „Ég
fór að hugsa hvort ég hafi drukk-
ið eitthvað eða borðað vitlaust á
meðgöngunni því innst inni kenn-
ir maður sjálfum sé um,“ segir
Sharon. Jack er nýbakaður faðir
en hann og unnusta hans Lisa
Stelly eignuðust dóttur í lok apríl
á þessu ári.
Greindist
með MS
AÐLAGAST AÐSTÆÐUM Jack Osbourne
ætlar að takast á við MS-sjúkdóminn og
fara vel með sig. Hér er hann með unn-
ustu sinni, Lisu Stelly. NORDICPHOTOS/GETTY
Söngkonan Madonna er á tón-
leikaferðalagi um þessar mundir
og er sögð kröfuhörð hvað vellíð-
an varðar milli tónleika.
In Touch Magazine segir söng-
konuna ferðast með tvö hundruð
manna teymi með sér og krefjist
þess að auki að hótelherbergin
sem hún gisti í séu búin húsgögn-
um í hennar eigu. Í hópi starfs-
fólksins má finna þrjátíu lífverði,
kokka, nálarstungulækni, jóga-
kennara og þvottakonu.
Í búningsherbergi sínu vill
Madonna hafa hvítar og bleikar
rósir í blómavösum og grænmet-
issnarl. „Madonna er sú stjarna
sem hefur lengsta kröfulistann
og hún ætlast til þess að honum
sé fylgt út í ystu æsar,“ hafði
tímaritið eftir heimildarmanni.
Jógakennari
með í för
KRÖFUHÖRÐ Madonna er kröfuhörð
á tónleikaferðalögum sínum, einkum
hvað þægindi varðar. NORDICPHOTOS/GETTY
Hljómsveitin The Rolling Stones
mun leggja upp laupana að ári
liðnu ef marka má frétt tímarits-
ins The Mirror.
Sveitin hyggst hætta öllu tón-
leikahaldi eftir tónleika sína á
Glastonbury-hátíðinni næsta
sumar.
„Allir meðlimir sveitarinnar
eru sammála um að það rétt sé
að hætta samstarfinu. Tónleik-
arnir á Glastonbury verða þeirra
síðustu og þeir eru allir fullir til-
hlökkunar,“ hafði tímaritið eftir
innanbúðarmanni.
Sveitin var stofnuð í London
árið 1962 og hefur starfað allar
götur síðan. Elsti meðlimur sveit-
arinnar er trommarinn Charlie
Watts sem er 71 árs að aldri.
Leggur upp laupana
KVEÐJA Orðrómur er á kreiki um að The Rolling Stones ætli að leggja upp laupana á
næsta ári. NORDICPHOTOS/GETTY
Ítarleg umfjöllun um Íslandsmótið í holukeppni sem fram fer um helgina
verður sýnd n.k þriðjudag.
Þú átt teig með okkur öll
þriðjudagskvöld kl. 21
VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000
Meðal efnis í þætti kvöldsins:
Íslendingur sem hefur farið holu í höggi bæði með hægri og vinstri,
Haukadalsvöllur við Geysi, kennsla með Luke Donald efsta manni á heimslistanum,
Golfbúðin í Hafnarfirði heimsótt og margt margt fleira.
VIKUR HEFUR lagið Titanium með DJ David Guetta setið í toppsæti Billboard Dance-listans. Aðeins lagið
Thriller með Michael Jackson hefur setið lengur á toppnum, eða í alls 36 vikur. 28