Fréttablaðið - 19.06.2012, Page 39
ÞRIÐJUDAGUR 19. júní 2012 27
Einn maður lést þegar svið sem
hljómsveitin Radiohead átti
að leika á í Toronto hrundi til
grunna og þrír aðrir slösuðust.
Enn er ekki ljóst hvað olli slysinu.
Scott Johnson, hljóðmaður
í föruneyti Radiohead, lést er
sviðið hrundi og var úrskurð-
aður látinn á staðnum. Meðlimir
sveitarinnar sendu frá sér til-
kynningu þar sem þeir segjast
miður sín vegna slyssins. „Scott
var ljúfur maður, ávallt jákvæður
og skemmtilegur. Hann var ein-
staklega hæfileikaríkur og vel
liðinn og við munum sakna hans
mjög mikið. Hugur okkar er hjá
fjölskyldu Scotts,“ stóð í tilkynn-
ingunni.
Harma sviðs-
slys í Toronto
ÁFALL Meðlimur í föruneyti Radiohead
lést er svið sem hljómsveitin átti að
koma fram á hrundi. NORDICPHOTOS/GETTY
Kardashian-fjölskyldan sat fyrir
svörum hjá spjallþáttadrottn-
ingunni Opruh Winfrey fyrir
skemmstu og meðal þess sem
fjallað var um var skilnaður Kris
Jenner og Roberts Kardashian
heitins.
Systkinin sögðust hafa verið
meðvituð um að skilnaðurinn
hafi átt sér stað vegna hjúskapar-
brots móður þeirra. „Mér finnst
erfitt að takast á við þá vitn-
eskju. Ég hef reynt að setja mig í
hennar fótspor en ég
get ekki ímyndað
mér að ég gæti
nokkru sinni
gert börnum
mínum slíkt.
Vegna þessa
trúi ég ekki á
hjónaband,“
sagði Kourt-
ney Kard-
ashian um
atvikið.
Trúir ekki á
hjónaband
ÓSÁTT
Kourtney
Kardashian
á erfitt með
að fyrir-
gefa móður
sinni að
hafa haldið
framhjá.
NORDICPHOTOS/
GETTY
Leikarinn Robert Pattinson kveðst feiminn þegar
hann þarf að leika í kynlífssenum í kvikmyndum.
Hann segir vandræðagang oft fylgja slíkum tökum
og að hann viti sjaldnast hvað hann eigi að segja við
mótleikkonur sínar að þeim loknum.
„Slíkar senur eru ávallt erfiðar. Juliette Binoche
er ein af mínum uppáhaldsleikkonum og fimm mín-
útum eftir að hafa hitt hana í fyrsta sinn áttum við
að leika í kynlífssenu. Leikstjórinn sagði einfald-
lega; „Gerið það bara“, en mér fannst þetta mjög
vandræðalegt. Ég þurfti einnig að leika á móti
Patriciu McKenzie í einni slíkri senu og hún hafði
varla yrt á mig fram að því, ég hélt að hún þoldi
mig einfaldlega ekki,“ sagði leikarinn í viðtali við
breska GQ.
Pattinson fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni
Cosmopolis í leikstjórn Davids Cronenberg.
Feiminn á tökustað
FEIMINN Robert Pattinson segist feiminn þegar hann þarf að
leika í kynlífssenu. NORDICPHOTOS/GETTY
Feðradagurinn var haldinn hátíð-
legur í Bandaríkjunum á sunnu-
dag og ólíklegt er að nokkur hafi
fengið stærri gjöf í tilefni dags-
ins en rapparinn Jay Z.
Jay Z og Beyoncé eignuðust
sitt fyrsta barn í byrjun ársins
og því var þetta í fyrsta sinn sem
rapparinn hélt daginn hátíðlegan.
Samkvæmt Mediatakeout.com
fékk Jay Z einkaþotu af gerðinni
Bombardier Challenger 850 að
gjöf frá konu sinni.
Vélin er búin setustofu, eld-
húsi, svefnherbergi og tveimur
fullbúnum baðherbergjum og er
sögð hafa kostað um fimm millj-
arða króna.
Jay Z fékk þotu að gjöf
VEGLEG GJÖF Jay Z fékk þotu í gjöf frá
eiginkonu sinni í tilefni feðradagsins.
NORDICPHOTOS/GETTY
Hið virta sænska neytendablað Råd & Rön gerði fyrir stuttu úttekt á
uppþvottavélum frá ýmsum framleiðendum og lagði mat sitt á þær.
Siemens uppþvottavélin SN45M205SK* kom þar einstaklega vel út og
hlaut 1. sætið. Hún þykir þvo og þurrka á sérlega skilvirkan og
áhrifaríkan hátt (Råd & Rön, apríl 2012). Matið var byggt á nokkrum
þáttum, m.a. hve vel vélin þvær óhreint leirtau, þvottatíma, þurrkun,
orkunotkun, vatnsnotkun og hversu hátt heyrist í henni. Þessi upp-
þvottavél er í ecoPLUS-flokknum hjá Siemens, en í honum eru aðeins
mjög sparneytin heimilistæki.
*Einnig fáanleg í stáli.
Smith & Norland er rótgróið fyrirtæki sem veitir góða þjónustu
og býður vandaðar vörur á góðum kjörum.
Umboðsmenn um allt land.
www.sminor.is
Siemens uppþvottavélar fá hæstu einkunn
þriðja árið í röð!
GÓÐ KAUP