Fréttablaðið - 19.06.2012, Side 46

Fréttablaðið - 19.06.2012, Side 46
19. júní 2012 ÞRIÐJUDAGUR34 SUMARFRÍIÐ „Það geta allir fengið ís hjá okkur og það þarf aldrei að skilja neinn útundan þó hann sé með ofnæmi eða neitt svoleiðis. Við erum með eitthvað fyrir alla,“ segir Ásgeir Baldursson, eigandi fyrirtækisins Ísbílsins. Nú í maí varð stór breyting á rekstri Ísbílsins þegar ákveðið var að byrja að hringja bjöllunni á höf- uðborgarsvæðinu líka, en hingað til hafa ísbílarnir aðeins keyrt um úti á landi. „Við erum búin að setja upp tuttugu leiðir í Reykjavík og nágrenni, en þær enda örugglega á að verða um 100 árið 2015 þegar við stefnum á að vera komin með ferð- ir um allt svæðið,“ segir Ásgeir og bætir við að bensínkostnaður spili tvímælalaust stórt hlutverk í rekstri sem þessum, en að með töluverðri hagræðingu hafi þó náðst að halda ísnum á sama verði frá árinu 2010. Ísbíllinn hefur verið á ferðinni frá árinu 1994 og nú eru alls átta ísbílar á landinu sem keyra eftir áætlun og eru á hverjum stað á tveggja vikna fresti. „Í upphafi fóru bílarnir bara um sumarhúsahverfin og minni bæi landsins en núna erum við farnir að keyra um allt land, á öll pláss og í allar sveitir. Ég hugsa að ég hafi farið á hvern einasta sveitabæ á landinu og í öll þorp,“ segir Ásgeir. Í Ísbílunum er líklega að finna mesta úrval landsins af frosnum íspinnum, en þar eru seldar 43 mis- munandi tegundir og til dæmis hægt að fá sjö mismunandi tegund- ir sem eru framleiddar í algjörlega hnetufríu umhverfi. „Við erum með ís frá Emmessís, Kjörís, Beint frá bónda og að norðan og gerum okkar besta til að þjónusta alla kúnnahópa eins vel og möguleiki er á,“ segir Ásgeir að lokum. - trs Hringir bjöllunni í Reykjavík „Við ætlum að fá innblástur frá náttúrunni,“ segir Jack Steadman, söngvari þekktu indírokk- hljómsveitarinnar Bombay Bicycle Club sem heldur tónleika í Hressingarskálanum ásamt tónlistarkonunni Þorbjörgu Ósk Eggertsdóttur annað kvöld. Tónleikarnir verða órafmagnaðir og munu þau flétta tónsmíðar sínar saman. „Svo verður eitthvað óvænt sem kemur út úr æfinga- ferð til Vestmannaeyja.“ Þorbjörg er fyrrverandi meðlimur hljóm- sveitarinnar Mukkaló og kynntist Steadman þegar hann spilaði á Iceland Airwaves haustið 2010. „Meðlimir Mukkaló komu til kærustunn- ar minnar og sögðust vera að spila á tónleikum, sem við mættum á og þeir voru snilld.“ segir hann og leggur áherslu á orðið „snilld“ með að segja það á íslensku. „Ég og kærastan mín keyrðum svo út á land með þeim síðasta kvöldið okkar. Við fórum að Seljalandsfossi og vorum þar allt kvöldið,“ segir hann gáttaður yfir íslenskri náttúrufegurð og þá sérstaklega birtunni á sumrin. „Ég kom út af skemmtistað í fyrrinótt klukkan eitt og fríkaði alveg út.“ Hann bætir við að Íslendingar hafi meiri tíma fyrir vikið og að hann hafi blásið á áhyggjur Þorbjargar af litlum æfingatíma þar sem þau hefðu tvöfalt meiri tíma því það yrði aldrei dimmt. Í framhaldi af kynnum Bombay Bicycle Club og meðlima Mukkaló fyrr um árið spil- aði Mukkaló með þeim á tveimur tónleikum í Queen Elizabeth Hall í London í desember 2010. Spurður um gang mála hjá bresku sveitinni svarar hann: „Við höfum verið að spila mikið og erum að byrja að semja fyrir fjórðu plötuna okkar, sem er væntanleg eftir ár.“ Tónleikarnir hefjast í Hressingarskálanum í Austurstræti klukkan 22 og er aðgangur ókeypis. - hþt Söngvari Bombay Bicycle Club á Hressó ÞEKKTIR SMELLIR Þorbjörg og Jack Steadman flytja smelli Bombay Bicycle Club í bland við frumsamið efni Þorbjargar á Hressó annað kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR BJALLAN GÓÐA Ásgeir og félagar hjá Ísbílnum hringja bjöllunni sinni alls staðar sem þeir koma, en slagorð Ísbílsins er „Þú þekkir mig á bjöllunni“. Ný heimildarmynd Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur um mann- eskju sem leiðréttir kyn sitt verð- ur frumsýnd 7. ágúst, eða á fyrsta degi Gay Pride-hátíðarinnar. „Þetta er búið að vera alveg ótrú- lega erfitt verkefni og mikill rússí- bani enda er þetta gífurlega mikil tilfinningaleg flækja sem mann- eskja fer í gegnum sem er að leið- rétta kyn sitt. Samt sem áður er þetta búið að vera rosalega lær- dómsríkt,“ segir Ragnhildur Stein- unn um gerð myndarinnar, sem nefnist Hrafnhildur. Hún fylgdi í fjögur ár eftir manneskju sem fer frá því að vera líffræðilegur karl sem breytist að lokum í konuna Hrafnhildi. Fylgst er með öllu ferlinu, þar á meðal ferðum hennar til geðlæknis og hormónameðferðinni. „Við fylgj- umst með öllum þeim sálarflækj- um sem hún gengur í gegnum og hvernig kerfið tekur henni. Þetta er bara upp og niður og veggir og hindranir alls staðar. Svo er mjög fróðlegt að komast að því hvort þessi aðgerð veiti henni sálarró eða hvort ný vandamál taki við,“ segir Ragnhildur, en þeim spurningum verður svarað í lok myndarinnar. „Það sem er merkilegast við þessa manneskju er að hún þagði yfir þessu í 26 ár. Þessi þögn var við það að ganga frá henni. Það voru í raun- inni tveir valkostir, annaðhvort að taka sitt eigið líf eða að stíga út úr þessu og sem betur fer valdi hún seinni kostinn.“ Innt eftir því hvers vegna hún ákvað að gera myndina segir Ragn- hildur: „Þegar ég var yngri þjálfaði ég strák í fimleikum sem upplifði sig sem stelpu. Hann var bara sjö ára,“ segir hún og á þar við Völu Grand. „Þá vissi maður ekki neitt um þetta. Síðan þá hefur maður RAGNHILDUR STEINUNN JÓNSDÓTTIR: ÓTRÚLEGA ERFITT VERKEFNI Sýnir mynd um transkonu á fyrsta degi Gay Pride FRUMSÝNIR HEIMILDARMYND Ragnhildur Steinunn frumsýnir heim- ildarmynd um íslenska transkonu á fyrsta degi Gay Pride, 7. ágúst. Heimildarmynd Ragnhildar Steinunnar átti fyrst að fjalla um Völu Grand. Þegar á reyndi ákvað Ragnhildur að fjalla frekar um aðra transkonu. „Vala Grand er mjög ótýpísk transmann- eskja. Oftast eru þetta einstaklingar sem vilja litla sem enga athygli og vilja falla inn í samfélagið. Mér fannst hún í rauninni ekki gefa raunsæja mynd af hugarheimi þessara einstaklinga og ég ákvað því að leita annað.“ verið frekar forvitinn en aldrei skilið þetta almennilega. Þetta var tilraun mín til að átta mig betur á hugarheimi þessa hóps,“ greinir hún frá. Myndin verður frumsýnd í kvik- myndahúsum 7. ágúst og skömmu síðar verður hún sýnd í Sjónvarp- inu. Að sögn Ragnhildar er vel við hæfi að frumsýna myndina á fyrsta degi Gay Pride. „Trans- hópurinn er eiginlega einu skrefi á eftir samkynhneigðum en þetta ár er mikið að gerast hjá trans- hópnum. Í síðustu viku voru sam- þykkt lög sem eiga að tryggja þess- um einstaklingum jafna stöðu á við aðra en það átti sér stað fyrir nokkrum árum hjá samkynhneigð- um. Barátta transfólks er rétt að hefjast og almenningur er fyrst núna að byrja að viðurkenna þetta sem leysanlegan vanda.“ freyr@frettabladid.is „Ég fer ekki í formlegt sumarfrí í ár en er á leið til Bandaríkjanna í júlí og fæ þá einn frídag. Svo fer ég vonandi með vini mínum til út- landa í lok sumars. Það er þó enn óvíst hvert ferðinni er heitið.“ Fannar Sveinsson, annar umsjónarmanna Hraðfrétta. Pantaðu í síma 565 600 0 eða á w ww.som i.is Frí heim sending * TORTILLA VEISLUBAKKI EÐALBAKKI LÚXUSBAKKI DESERTBAKKI GAMLI GÓÐI TORTILLA OSTABAKKI 30 bitar 30 bitar 20 bitar 20 bitar 20 bitar 50 bitar Fyrir 10 manns ÁVAXTABAKKI Fyrir 10 manns ÁVAXTABAKKI Hver samlokubakki er hæfilegur fyrir fjóra eða fimm. *Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar. FERSKT & ÞÆGILEGT STÖÐUGT NÝJAR FRÉTTIR FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag HÆTTI VIÐ HEIMILDARMYND UM VÖLU GRAND

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.