Fréttablaðið - 24.07.2012, Page 8
24. júlí 2012 ÞRIÐJUDAGUR8
SJÁVARÚTVEGUR Þrjár stjórnsýslu-
kærur hafa borist úrskurðar-
nefnd umhverfis- og auðlindamála
vegna ákvörðunar Skipulags-
stofnunar um að leyfi Hraðfrysti-
hússins Gunnvarar fyrir eldi á
7.000 tonnum af laxi og regnboga-
silungi í Ísafjarðar djúpi skuli ekki
háð umhverfismati.
Þær koma frá Landssambandi
veiðifélaga, rækjusjómönnum og
síðan aðilum úr ferðaþjónustu.
Kristján G. Jóakimsson, vinnslu-
og markaðsstjóri Gunnvarar,
segir að áform fyrirtækisins geri
ráð fyrir að geta hafið fiskeldið á
næsta ári en nokkurra ára bið verði
á því að leyfin verði fullnýtt. Fyrr-
nefndar kærur geta þó tafið málið.
Tugir starfa fylgja eldisstarf-
seminni, segir hann.
„Kerfið er illa í stakk búið til að
takast á við þessi mál,“ segir Krist-
ján og tekur þar undir með bæjar-
ráði Vesturbyggðar sem er orðið
langeygt eftir því að leyfismál frá
Arnarlaxi komist á hreint. „Nú
þegar hafa leyfismál í tengslum við
uppbyggingu í laxeldi í Arnarfirði
verið að veltast hjá stjórnvöldum í
nokkur ár með tilheyrandi óvissu
og töfum,“ segir í bókun bæjar-
ráðs frá 12. júlí. „Sú óvissa hefur
valdið fyrirtækjum, íbúum og sam-
félaginu öllu miklum skaða. Er það
mikið áhyggjuefni hvernig staðið
er að þessum málum hjá stjórn-
völdum.“ - jse
Þrjár stjórnsýslukærur vegna sjö þúsund tonna laxeldis í Ísafjarðardjúpi:
Telja ríkið vanbúið í leyfismálum
UNNIÐ VIÐ ÞORSKELDI Á ÍSAFJARÐAR-
DJÚPI Þegar leyfin eru komin á hreint
hyggjast Gunnvararmenn leggja megin-
áherslu á lax- og silungaeldi þó áfram
verði átt við eldi á þeim gula.
MYND/VALDIMAR INGI GUNNARSSON
Heimir & Kolla
vakna með þér í bítið
Fréttir, fróðleikur
og frábær tónlist
alla virka morgna
kl. 6.50 – 9.00
Þráinn á tökkunum og
Gissur með fréttirnar
1. Í hvaða borg áttu sér stað
óhugnanleg fjöldamorð í kvik-
myndahúsi á föstudag?
2. Hvað heitir íslenski dansarinn
sem mun taka þátt í setningarat-
höfn Ólympíuleikanna í London?
3. Hvaða lið trónir á toppi Pepsi-
deildar karla?
SVÖR:
1. Aurora í Colorado í Bandaríkjunum 2.
Thelma Christel Kristjánsdóttir 3. KR
VEISTU SVARIÐ?
Nú þegar hafa
leyfismál í tengslum
við uppbyggingu á laxeldi í
Arnarfirði verið að veltast hjá
stjórnvöldum í nokkur ár.
KRISTJÁN G. JÓAKIMSSON
VINNSLUSTJÓRI GUNNVARAR
VIRKJANAMÁL Ekki náðist að
afgreiða þingsályktunartillögu
um rammaáætlun um vernd og
nýtingu náttúrusvæða á síðasta
þingi. Lagaumhverfi varðandi
virkjanir er því óbreytt og stefnu-
mótun ríkisstjórnarinnar í þeim
málum hefur ekki áhrif á útgáfu
rannsóknarleyfa.
Fjórar umsóknir um rann-
sóknar leyfi eru til umfjöllunar hjá
Orkustofnun og þar af eru þrjár á
svæðum sem
sett eru í bið-
flokk í ramma-
áætlun.
Rannsóknar-
leyfi er í raun
aðeins rammi
utan um rann-
sóknir sem gera
þarf og veitir
ekki leyfi til að
raska svæðum.
Sækja þarf um slíkt sérstaklega.
Komi slíkar umsóknir fram áður
en rammaáætlun verður að lögum
hefur stefnumótun áætlunarinnar
engin áhrif á afgreiðslu um-
sóknanna. Orkufyrirtæki geta
því sótt um rannsóknarleyfi á
svæðum sem sett eru í verndar-
flokk í áætluninni.
„Já, já. Rammaáætlun hefur
ekkert lagalegt gildi,“ segir
Guðni A. Jóhannesson orkumála-
stjóri. „Við í stjórnsýslunni getum
ekki farið eftir einhverjum frum-
vörpum eða tillögum sem liggja
frammi. Sérstaklega ekki með til-
liti til þess að löggjafinn hefur haft
þær undir höndum töluvert lengi
án þess að samþykkja þær. Þá fer
auðvitað að falla svolítið á þær.“
Eftir staðfestingu Alþingis á
Árósarsáttmálanum gefur Orku-
stofnun ekki lengur út rannsóknar-
leyfi fyrir hönd ráðherra, heldur
er útgáfan algjörlega á höndum
stofnunarinnar.
Tvö fyrirtæki hafa sótt um
rannsóknarleyfi vegna hugmynda
um virkjun í Skjálfandafljóti, sem
gert er ráð fyrir að fari í biðflokk.
Verði bið á því að rammaáætlun
verði samþykkt getur sú staða
komið upp að rannsóknir séu vel
á veg komnar og leyfi hafi fengist
fyrir rannsóknum sem fela í sér
jarðrask.
„Verði einhver tillaga samþykkt
sem hefði það í för með sér að
Skjálfandafljót lenti í biðflokki,
þá breytist auðvitað lagaumhverfi
rannsóknanna,“ segir Guðni.
kolbeinn@frettabladid.is
Engin stefna
um virkjanir
Þar til Rammaáætlun hefur verið samþykkt er
stefna ríkisstjórnar í virkjanamálum aðeins orðin
ein. Ekkert er því til fyrirstöðu að sækja um rann-
sóknarleyfi á svæðum sem eru í verndarflokki.
GUÐNI A.
JÓHANNESSON
STÓRA LAXÁ Í HREPPUM Landsvirkjun hefur sótt um rannsóknarleyfi vegna hug-
mynda um virkjun í ánni. Stóru Laxá er ekki að finna í rammaáætlun um vernd og
nýtingu náttúrusvæða. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Orkustofnun hefur til umfjöllunar umsóknir um rannsóknarleyfi á þremur
svæðum sem eru í biðflokki í rammaáætlun.
■ Íslensk vatnsorka ehf. hefur sótt um framlengingu á rannsóknarleyfi
vegna hugmynda um Hagavatnsvirkjun.
■ Íslensk vatnsorka ehf. hefur sótt um rannsóknarleyfi vegna hugmynda
um Búðartunguvirkjun í Hvítá ofan við Gullfoss.
■ Hrafnarbjargarvirkjun hf. og Landsvirkjun hafa sótt um rannsóknarleyfi
vegna hugmynda um virkjun í Skjálfandafljóti.
Ein umsókn er til umfjöllunar vegna svæðis sem ekki er að finna í
rammaáætlun.
■ Landsvirkjun hefur sótt um rannsóknarleyfi vegna áætlana um virkjun í
Stóru-Laxá í Hrunamannahreppi.
Umsóknir sem eru í meðferð