Fréttablaðið - 24.07.2012, Page 17

Fréttablaðið - 24.07.2012, Page 17
■ Ólympíuleikarnir eru al- þjóðlegt fjölíþróttamót. Þeir skiptast í sumarólympíuleika og vetrarólympíuleika. Fyrstu sumarólympíu leikarnir voru haldnir í Aþenu árið 1896 og fyrstu vetrarólympíuleikarnir í Chamonix í Frakklandi árið 1924. Upphaflega voru þessi tvö mót haldin á sama ári en frá árinu 1994 hafa verið tvö ár á milli þeirra. ■ Ólympíuleikar nútímans eru haldnir að fyrirmynd Ólympíu- leikanna í Grikklandi til forna. Þeir voru endurvaktir af Frakkanum Pierre de Coubertin seint á 19. öld. ■ Konur fengu fyrst leyfi til að keppa á Ólympíuleikunum árið 1900. ■ Ólympíuleikarnir eru alltaf kenndir við borgina sem þeir eru haldnir í, ekki landið. ■ Fyrsta formlega opnunar- atriði Ólympíuleikanna var sýnt á Ólympíuleikunum í London árið 1908. Opnunaratriðin þykja órjúfanlegur hluti þeirra í dag og leggur það land sem heldur leik- ana hverju sinni yfirleitt mikinn metnað í að gera opnunaratriðið eins tilkomumikið og kostur er. ■ Síðasti gullverðlaunapeningur- inn sem var alfarið úr gulli var afhentur á Ólympíuleikunum árið 1912. ■ Í dag eru gullpeningar rúmlega 90 prósent silfur. Þeir eru húð- aðir með sex grömmum af gulli. ■ Fyrstu sjónvarpsútsending- arnar frá Ólympíuleikunum voru sendar út árið 1936 en þá voru leikarnir haldnir í Berlín. ■ Hringirnir fimm í Ólympíu- fánanum eiga að tákna heims- álfurnar Afríku, Asíu, Ameríku, Eyjaálfu og Evrópu og samhug á milli landanna sem þeim tilheyra. Suðurskautslandið er undan- skilið. Litir hringjanna voru valdir þannig að öll þátttökulönd væru að minnsta kosti með einn litanna í fána sínum. ■ Ruðningur, golf og krikket eru á meðal íþróttagreina sem keppt hefur verið í á Ólympíuleikunum en eru ekki lengur á lista. ■ Norðmenn hafa unnið flest verðlaun á vetrarólympíuleik- unum. ■ Bandaríkjamenn hafa unnið flest verðlaun á sumarólympíu- leikunum. EKKI LENGUR SKÍRAGULL ÓLYMPÍUFRÓÐLEIKUR Sumarólympíuleikarnir í London eru á næsta leiti og ekki úr vegi að skerpa á nokkrum staðreyndum og skemmtilegum fróð- leik. Vissir þú til dæmis að eitt sinn voru verð- launapeningarnir sem afhentir eru úr skíragulli? Nefkvef, hnerri og kláði í nefi eru helstu einkenni frjókornaofnæmis Nýjung Sinose 100% náttúrulegt efni sem úðað er í nef og kemur af stað öflugum hnerra sem hjálpar til við að hreinsa ofnæmisvaka úr nefi en í leiðinni róar það og ver með áframhaldandi notkun. Sinose er þrívirk blanda sem hreinsar,róar og ver. Hentar einnig þeim sem þjást af stífluðu nefi og nef- og kinnholubólgum. Hentar öllum frá 12 mánaða aldri, á meðgöngu og meðan á brjóstagjöf stendur. Slævir ekki, engin kemísk íblöndunarefni. Ef það virkar ekki, þá má skila því innan 30 daga, munið að geyma kvittunina! Andaðu léttar og njóttu sumarsins með Sinose Fæst í flestum apótekum og heilsubúðum PR E N TU N .IS 30 daga ánægjutrygging Frekari upplýsingar www.gengurvel.is 100% HÁGÆÐA PRÓTEIN HLEÐSLUSKYR ER HOLL NÆRING. ÞAÐ HENTAR VEL Í BOOST-DRYKKI EÐA SEM MÁLTÍÐ OG ER RÍKT AF MYSUPRÓTEINUM. SMAKKAÐU ÞAÐ HREINT EÐA BRAGÐBÆTT. NÝTT Ríkt af mysupróteinum Lífið er æfing - taktu á því ÍS LE N SK A S IA .IS M SA 6 04 35 0 7/ 12 4 |FÓLK |HEILSA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.