Fréttablaðið - 31.07.2012, Qupperneq 2
31. júlí 2012 ÞRIÐJUDAGUR2
www.skyr.is
Þú finnur fleiri
boostuppskriftir á
BRAGÐ AF SUMRI
Peru- og ananasboost
1 lítið Peruskyr.is
1 dl ananassafi
50 g frosnir blandaðir
melónubitar
0,5 dl kókosmjólk
6-8 ísmolar
FÓLK Þeir David Ceccarelli og
Andrea Gesmundo eru ítalskir
ferðamenn hér á landi. Það væri
ekki í frásögur færandi nema
hvað þeir ferðast á hlaupahjólum
frá Reykjavík og ætla, á fimmtán
dögum, alla leið til Egilsstaða.
Blaðamaður og ljósmyndari
Fréttablaðsins hittu þá David og
Andrea þegar þeir voru komnir
undir Úlfarsfell rétt fyrir hádegi í
gær. „Fyrst var planið að fara yfir
Kjöl en nú held ég við förum bara
hringveginn,“ segir David sem er
þaulvanur ferðalangur á hinum
ýmsu fararskjótum.
Þeir félagar eru báðir frá Tosc-
ana-héraði og búa og starfa í
bænum Prato í grennd við Flórens
á Mið-Ítalíu. David er vefstjóri og
myndskreytir barnabækur með
fram því. Andrea er endurskoð-
andi fyrir hið opinbera á Ítalíu og
er að fara í fyrsta sinn með vini
sínum í svona ferð.
„Það er engin sérstök ástæða
fyrir þessari ferð,“ segir David.
„Ég hef meðal annars farið á
hjólabretti eftir öllum Berlínar-
múrnum, ég var fyrsti Ítalinn til
að ganga eftir „mænu Englands“,
frá syðsta odda að landmærunum
við Skotland og hef farið gangandi
yfir allt Lappland.“
Í öll skiptin hefur David verið
styrktur af hinum ýmsu vöru-
merkjum. Nú fara þeir Andrea
um landið á tékkneskum hlaupa-
hjólum.
Spurður hvers vegna þeir séu
að þessu segir David: „Á flugvell-
inum sáum við fullt af fólki með
hjólin sín og risastórar töskur
undir þau. Við þurftum bara lít-
inn kassa undir hjólin okkar. Það
er kannski aðalástæða þess að við
förum á hlaupahjólum, þau eru svo
fyrirferðarlítil.“
Hann segir þá félaga aðeins hafa
fimmtán daga í ferðalagið. „Það
var ómögulegt að ganga þessa leið
á fimmtán dögum svo við grip-
um eitthvað sem svipar til göng-
unnar. Við hefðum auðvitað getað
hjólað, það hefði jafnvel orðið mjög
skemmtilegt, en af því að ég hef
mikinn áhuga á hjólabrettum þá
varð hlaupahjólið auðvitað fyrir
valinu.“
„Fyrir mér er það toppurinn á
tilverunni að koma til Íslands eftir
að hafa farið í svona ferð til Lapp-
lands og Bretlands. Ég hef allt-
af haft áhuga á Íslandi og nú var
tækifærið. Ef maður lætur tæki-
færin fara frá sér þegar þau gefast
mun maður tapa þeim að eilífu.“
birgirh@frettabladid.is
Magni, er nokkuð bræðslufýla
í bænum eftir hátíðina?
„Nei, alls ekki. Maður er kannski
helst í fýlu yfir að hátíðin sé búin og
langt í þá næstu.“
Tónlistarmaðurinn Magni Ásgeirsson
stóð fyrir tónlistarhátíðinni Bræðslunni
á Borgarfirði eystri um helgina. Hátíðin
þótti takast afar vel í ár.
Fara á hlaupahjólum
landshorna á milli
David og Andrea hófu í gær ferð sína frá Reykjavík til Egilsstaða á hlaupahjól-
um. Þeir hafa aðeins fimmtán daga og nota þennan merkilega fararskjóta því
gangan tekur of langan tíma. Toppurinn á tilverunni að ferðast á Íslandi.
LAGÐIR AF STAÐ Það er löng leið sem bíður þeirra Davids og Andrea en þeir hyggjast
fara á hlaupahjólum austur á Egilsstaði á fimmtán dögum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
SLYS Íslenskur karlmaður lést og
erlent par er alvarlega slasað eftir
bílslys í Norðurdal nærri Stein-
grímsfjarðarheiði á níunda tím-
anum á sunnudagskvöld.
Fólksbíll fólksins lenti út af veg-
inum og ofan í vegrás. Ökumaður-
inn reyndist látinn þegar lögregla
og sjúkralið frá Hólmavík kom á
vettvang, samkvæmt tilkynningu
frá lögreglu.
Maður og kona sem voru farþeg-
ar í bílnum voru flutt með þyrlu
Landhelgisgæslunnar á Landspít-
alann. Þau eru bæði illa slösuð og
var annað þeirra talið í lífshættu
í gær. Ekki er unnt að greina frá
nafni hins látna að svo stöddu. - bj
Íslenskur maður lést í bílslysi:
Par alvarlega
slasað eftir slys
STJÓRNMÁL Ólafur Ragnar Grímsson verður settur í
embætti forseta Íslands í fimmta sinn við hátíðlega
athöfn í Alþingishúsinu í dag. Enginn annar hefur
gegnt forsetaembættinu svo lengi.
Samkvæmt dagskrá frá forsætisráðuneytinu
hefst athöfnin klukkan þrjú með ættjarðarlögum á
Austurvelli. Hálftíma síðar ganga forseti Íslands
og forseti Hæstaréttar, forsetafrú og biskupinn yfir
Íslandi, forsætisráðherra ásamt fleiri háttsettum
embættismönnum úr Alþingishúsinu yfir í Dóm-
kirkjuna. Þar verður helgistund í umsjá biskups-
ins yfir Íslandi að viðstöddum fyrrverandi forseta
Íslands, fyrrverandi forsætisráðherra, alþingis-
mönnum, hæstaréttardómurum, sendimönnum
erlendra ríkja og mörgum fleiri boðsgestum.
Efir helgistundina er aftur farið út í hús Alþingis
klukkan fjögur þar sem forseti Hæstaréttar setur
Ólaf Ragnar í embætti eftir að viðstaddir hafa risið
úr sætum þegar forsetahjónin ganga í salinn. „Er
forseti hefur veitt kjörbréfinu viðtöku býður hann
forsetafrúnni að ganga með sér fram á svalir þing-
hússins þar sem hann minnist fósturjarðarinnar.
Viðstaddir taka undir, bæði inni og úti,“ segir í dag-
skrá.
Gjallarhorn verða við Alþingishúsið og Dómkirkj-
una svo að þeir sem eru utanhúss heyri það sem fram
fer bæði í kirkju og þinghúsi. Að auki senda bæði
Ríkissjónvarpið og -útvarpið beint frá athöfninni. - gar
Ólafur Ragnar Grímsson brýtur blað í stjórnmálasögu Íslands á morgun:
Í embætti forseta í fimmta sinn
FORSETAHJÓNIN Ólafur Ragnar Grímsson ásamt Dorrit
Moussaieff þegar hann var settur í embætti forseta í þriðja sinn.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
UMHVERFISMÁL Stangveiðimenn telja
ástæðu til að óttast að sníkjudýrið
Gyrodactylus salaris sem leggst á
laxfiska í Noregi og Svíþjóð berist
fyrr en síðar með erlendum húsbíl-
um í íslenskt vatnakerfi.
„Á sama tíma og veiðimenn eru
látnir sótthreinsa fluguboxin sín
streyma til landsins húsbílar erlend-
is frá með vatn í tönkum til neyslu
og notkunar á salernum. Sníkjudýr
á borð við Gyrodactylus getur lifað
allt að viku tíma við réttar aðstæð-
ur án hýsils og því er auðvelt að sjá
fyrir sér að húsbílar sem hingað til
lands koma geti losað sýkt vatn í
veiðiárnar, um leið og vatn bílsins
er endurnýjað,“ segir á vef Stanga-
veiðifélags Reykjavíkur.
Gísli Jónsson, sérfræðingur hjá
Matvælastofnun, segir þessa smit-
leið gríðarlega ólíklega. „Ég skoðaði
þetta fyrir örfáum árum og menn
þekktu engin dæmi þess að húsbíl-
ar væru að taka yfirborðsvatn ein-
hvers staðar. Það er þakkarvert að
menn skuli vera á tánum en þess-
ar vangaveltur eru það langsóttar
að ég hef engar áhyggjur. Ég hef
miklu meiri áhyggjur af kjölfestu-
vatni með skipum sem koma hing-
að,“ segir Gísli Jónsson. - gar
Veiðimenn óttast sníkjudýr með vatni húsbíla en sérfræðingur er áhyggjulaus:
Þurfa ekki að óttast húsbílavatn
HÚSBÍLL VIÐ SKÓGAFOSS Sérfræðingur
hjá Matvælastofnun segir ólíklegt að
sníkjudýr berist með vatni erlendra hús-
bíla eins og veiðimenn eru bangnir við.
NOREGUR Rapparanum Calvin
Cordozar Broadus Jr., eða Snoop
Dogg, hefur nú
verið meinað að
koma til Noregs
næstu tvö árin.
Ástæðan er
sú að Snoop
Dogg smyglaði
átta grömmum
af marijúana til
landsins í júní
og var þar að
auki með gjald-
eyri að verðmæti 4,6 milljónir
íslenskra króna í fórum sínum.
Snoop Dogg var sektaður á
staðnum og hlaut fjársekt sem
nemur rúmlega einni milljón
króna. Þetta kemur fram á vef
norska ríkisútvarpsins. Brottvís-
unin mun ekki hafa áhrif á ferða-
lög tónlistarmannsins í öðrum
evrópskum löndum. - ktg
Tekinn fyrir smygl í Noregi:
Snoop Dogg
má ekki fara til
Noregs í tvö ár
SNOOP DOGG
EFNAHAGSMÁL Seðlabankinn ætlar
að tvöfalda kaup sín á evru af
viðskiptavökum á gjaldeyris-
markaði hérlendis. „Aukið inn-
flæði og styrking krónunnar gefa
svigrúm til þess að auka nokkuð
kaup Seðlabankans. Telur bank-
inn æskilegt að gjaldeyriskaup-
in standi undir vaxtagreiðslum
vegna erlendra skulda ríkissjóðs
og að hlutfall óskuldsetts gjald-
eyrisforða hækki til lengri tíma
litið,“ segir í tilkynningu frá
bankanum sem hyggst nú kaupa
eina milljón evra vikulega á
hverjum viðskiptavaka á markaði
í staðinn fyrir hálfa milljón evra
eins og verið hefur í tæp tvö ár.
Búast má við að þessi gjaldeyris-
kaup veiki gengi íslensku krón-
unnar. - gar
Seðlabankinn kaupir evrur:
Flug krónunnar
gefur svigrúm
BANDARÍKIN Hlutabréf í banda-
ríska tölvufyrirtækinu Apple
hækkuðu í verði í gær í kjölfar
frétta um að nýr iPhone-sími
kæmi á markað í september.
Vefsíðan iMore fullyrti í gær
að Apple myndi kynna nýja vöru-
línu í haust. Þá yrði hulunni meðal
annars svipt af nýjum iPhone-
síma og minni útgáfu af iPad-
spjaldtölvu. Samkvæmt iMore
verður nýja vörulínan kynnt þann
12. september. Hlutabréf í Apple
hækkuðu um 1,7 prósent í kjölfar
fréttanna. - th
Hlutbréf í Apple hækka:
Nýr iPhone á
markað í haust
UMHVERFISMÁL „Þetta var alveg
ótrúlegt að sjá,“ segir Guðmundur
Bjarki Halldórsson sem í gær-
morgun varð vitni að því er yfir
tvö hundruð dýra grindhvalavaða
athafnaði sig fáa tugi metra frá
landi á Akranesi.
Guðmundur segir skoðunarbát
hafa farið of nærri hvölunum. „Það
fór allt á fullt og þeir stefndu að
landi,“ lýsir hann. Þrír hvalanna
strönduðu en var bjargað á flot
aftur af tveimur mönnum. Fjölda
fólks dreif að og fylgdist með. Guð-
mundur segir að tekist hafi að
stugga hvölunum á öruggari slóðir
með því að nokkrir bátar náðu að
sigla inn fyrir vöðuna. - gar
Grindhvalavaða á Akranesi:
Hraktir á land
og síðan burt
GRINDHVALIR VIÐ AKRANES Hvalirnir
virtust vera í æti. MYND/GUÐMUNDUR BJARKI
SPURNING DAGSINS