Fréttablaðið - 31.07.2012, Síða 22

Fréttablaðið - 31.07.2012, Síða 22
KYNNING − AUGLÝSINGBílaleigur ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 20122 Sögu bílaleigubíla má rekja aftur til ársins 1916 þegar Joe Saund- ers frá Nebraska ákvað að lána Ford T bílinn sinn til kaupsýslu- manna sem sóttu fylkið heim. Þessi mikli frumkvöðull festi kíló- metramæli við vinstra framhjól bílsins og rukkaði mennina um tíu sent fyrir hverja 1,6 ekna kílómetra. Peningarnir áttu að duga fyrir viðhaldi bílsins sem var honum afar kær. Það leið ekki á löngu þar til Saunders áttaði sig á því að þarna var komin fyrirtaks viðskiptahugmynd. Hann stofnaði fyrirtæki og árið 1925 var bílaleigan starfandi í 21 ríki. Keppinautar voru fljótir að kveikja á perunni. Maður að nafni Walter L. Jacobs fór að leigja út nokkra tugi Ford T bíla og árið 1923 var hann orðinn helsti keppinautur Saunders. Jacobs myndaði bandalag við John Hertz, eiganda The Yellow Cab verksmiðjunn- ar í Chicago, sem að endingu keypti bílaleigu Jacobs. Það varð upp- hafið að Hertz bílaleigunni sem síðar breiddist út um allan heim. Í dag er hún starfandi á 7.700 stöðum í 145 löndum. Ford T var fyrsti bílaleigubíllinn Guðný Bachmann, ráðgjafi hjá Þek k ingarmiðstöð Sjálfsbjargar, segir þó að þeir sem aki bíl geti einnig nýtt sér þjónustu bílaleiga, bæði hér- lendis og í útlöndum. „Fólk sem er í hjólastól og þarf sérbúnað til að stýra bílnum hefur möguleika á að leigja hjálpartæki sem það þarf. Til dæmis er hægt að leigja ákveðna stöng sem hægt er að setja í bíl svo stýra megi með höndum í stað þess að ýta með fæti á bensíngjöf- ina. Hægt er að hafa samband við Öryggismiðstöðina og fá upplýs- ingar um hvaða hjálpartæki eru til leigu.“ Bílaleigur þurfa hins vegar að gefa samþykki fyrir notkun þessara hjálpartækja. „Uppsetn- ingin er í sjálfu sér lítið mál en ein- hver þarf að sjá um hana og yfir- leitt er það bílaleigan. Fólk sem vill ferðast erlendis er þá í sam- bandi við bílaleiguna úti sem setur hjálpartækin upp,“ útskýr- ir Guðný. „Hjálpartækin getur fólk leigt á Íslandi og tekið með sér til útlanda, án nokkurra vand- kvæða. Öryggismiðstöðin veitir þá leiðbeiningar varðandi uppsetn- inguna fyrir bílaleiguna úti.“ Ferðalög innanlands Guðný segir flesta hreyfihamlaða einstaklinga sem ferðast innan- lands og hafa bílpróf ferðast á eigin bílum. „En til dæmis ef fólk vill fara einn dag til Akureyrar með flugi er gott að geta hringt á leigubíl til að komast á milli staða, í stað þess til dæmis að þurfa að keyra alla leið frá Reykjavík.“ Á Akureyri eru tveir leigubílar sem bjóða upp á þjónustu við fólk í hjólastólum. Á Ísafirði er einn. Þekkingarmiðstöðin hefur ekki upplýsingar um fleiri staði. Mesta vandamálið við ferðalög innanlands er skortur á upplýsing- um um aðgengi. „Almennt getur fólk gengið að því vísu að það kom- ist á salerni í vegasjoppum, en fyrir hreyfihamlaða getur þetta orðið hvimleitt vandamál,“ segir Guðný. „Það getur kostað mikla vinnu að hringja á milli staða og athuga að- stöðuna og þurfa svo að skipu- leggja ferðina þannig að þeir kom- ist örugglega á salernið og ákveða staðina fyrir fram.“ Það sama gildir um aðstöðu á tjaldstæðum og gistiheimilum. „Flest okkar geta einfaldlega farið í næstu sundlaug ef það er ekki sturtuaðstaða á svæðinu. Þetta getur verið flókið fyrir hreyfihaml- aða einstaklinga. Þeir þurfa að at- huga aðstæður, til dæmis hvort þeir komist í sturturnar og hvort sú að- stoð sem þeir þurfi sé fyrir hendi. Það er alls ekki sjálfsagt, þótt al- menningur gangi að þessum hlut- um sem vísum.“ Einnig getur verið erfitt að finna hvaða gististaðir eru aðgengilegir hreyfihömluðu fólki. Hægt er að leita til Þekkingar- miðstöðvar Sjálfsbjargar til að fá upplýsingar um aðstöðu úti á landi. Hópferðabílar Hópferðabílar með lyftum eru yfirleitt ekki í almennri notkun. Því þarf að láta sérstaklega vita ef einhver í hópnum þarf á slíkri að- stoð að halda. Almennar áætlunarferðir hafa ekki slíkar lyftur, þar með taldar ferðir á flugvöllinn. Einstaklingar í hjólastólum þurfa því að treysta á aðstoð vina og ættingja eða taka leigubíl á f lugvöllinn vilji þeir ekki skilja eigin bíl eftir þar. Þess má geta að þar sem þessir einstak- lingar þurfa að taka stóran leigu- bíl þurfa þeir stundum að borga aukalega fyrir það. Þetta getur því þýtt mikinn aukakostnað. Þess ber að geta að flugrúta á vegum Icetrips býður hreyfihöml- uðu fólki að hafa samband ef leið liggur á flugvöllinn og það er oft ódýrari kostur en leigubíll. Skipulagðar ferðir Nokkur fyrirtæki á Íslandi sjá um að skipuleggja ferðir um landið sem fatlaðir geta tekið þátt í. Sem dæmi má nefna Iceland Unlimi- ted en þar starfar hreyfihamlaður maður sem hefur skilning á hvað gæti vantað og fyrir hverja ferðin gæti hentað. Auk þess eru fyrir- tækin All Iceland Tours og Ice 8x8 með lausnir fyrir fatlaða ferða- langa sem vilja njóta lífsins og ferðast eins og hver annar ófatl- aður maður. Flóknar ferðir fatlaðs fólks Bílaleigur eru einfaldur kostur fyrir flesta sem ferðast. Hreyfihamlaðir einstaklingar þurfa hins vegar að skipuleggja ferðalög sín með fleira í huga. Guðný Bachmann, ráðgjafi hjá Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar, segir að fatlaðir þurfi að huga að mörgu áður en þeir leggja í langferð. Joe Saunders frá Nebraska ákvað að lána kaupýslumönn- um sem sóttu fylkið heim Ford T bílinn sinn gegn gjaldi. Hann festi kílómetra- mæli við vinstra framhjól bílsins og þar með var kominn vísir að fyrstu bílaleigu heims. Þetta var árið 1916. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is sími 512 5432 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Póstdreifing | Suðurhraun 1 | 210 Garðabær | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is Póstdreifing býður upp á fjölbreytta og örugga dreifingu á blöðum og tímaritum. Við komum sendingunni í réttar hendur. Örugglega til þín. Birtingur treystir okkur fyrir öruggri dreifingu á Séð og heyrt B ra n de n bu rg Við berum út sögur af frægu fólki

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.