Fréttablaðið - 31.07.2012, Side 24

Fréttablaðið - 31.07.2012, Side 24
KYNNING − AUGLÝSINGBílaleigur ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 20124 Bílaleigan Route1 Car Ren-tal var stofnuð fyrir þrem-ur árum en bílaflotinn hefur stækkað jafnt og þétt síðan þá. Nafnið vísar til þjóðvegarins. Persónuleg þjónusta Fyrirtækið hefur aðsetur í Hafnar- firði en segja má að staðsetningin sé algjört aukaatriði: „Við bjóðum upp á að afhenda bíla hvar sem er á höfuðborgarsvæðinu, viðskipta- vininum að kostnaðarlausu,“ út- skýrir Sigurður Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Route1. Greiða þarf sérstakt afhendingar- og skilagjald ef bíllinn er afgreidd- ur í Keflavík eða utan höfuðborgar- svæðisins. „Fyrst og fremst viljum við koma til móts við viðskiptavini okkar. Við tökum á móti þeim á Keflavíkurflugvelli, óski þeir þess, en eins getum við afhent bílana við hótel eða heimili.“ Viðskiptavin- irnir geta svo skilað bílnum aftur á sama stað, en það fer eftir sam- komulagi hvernig það er fram- kvæmt. Nýir bílar og leiðsagnarkerfi Bílaflotinn samanstendur af um það bil 100 bílum af ýmsum stærð- um og gerðum. „Við erum aðallega með bíla af gerðinni Suzuki, Toy- ota og Hyundai. Það er einfaldlega vegna þess að við teljum þetta mjög góð merki,“ segir Sigurður og bætir við: „Við erum með allt frá smábíl- um upp í jepplinga eins og Suzuki Grand Vitara og Toyota RAV4. Það eru bílar sem geta farið alla aðal háfjallavegina.“ Fyrirtækið legg- ur áherslu á endurnýjun bílaflot- ans, en flestir bílarnir eru af árgerð 2011 og 2012. „Markmiðið er að vera alltaf með nýja bíla og selja þá helst eftir 15 mánuði.“ Öllum viðskiptavinum stendur til boða að leigja sér GPS leiðsagn- arkerfi. „Í sumar bjóðum við upp á nýtt leiðsögukerfi sem er sérhannað fyrir erlenda ferðamenn. Það aðvar- ar ökumenn þegar þeir nálgast erf- iðari akstursleiðir eins og Sprengi- sand. Þá spyr tækið ökumanninn hvort hann sé örugglega á réttum bíl til að aka þessa leið. Auk þess er búið að fjarlægja óæskilega slóða úr kerfinu. Þann- ig er stuðlað að öryggi ferðamanna sem þekkja ekki aðstæður á Ís- landi.“ Vilja ná til Íslendinga Erlendir ferðamenn eru stærsti viðskiptahópur Route1 en Sigurð- ur segist vonast til að sjá Íslendinga nýta sér þjónustuna í auknum mæli. „Við þjónustum jafnt einstaklinga sem fyrirtæki og bjóðum fyrirtækj- um og stofnunum að leigja bíl til lengri eða skemmri tíma á góðum kjörum. Við hvetjum Íslendinga til að hafa samband og kynna sér það sem við höfum upp á að bjóða.“ Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um þjónustu Route1 á heimasíðu þeirra: bilaleigur.is. Skutla bílunum til viðskiptavinanna Bílaleigan Route1 er fjölskyldufyrirtæki í Hafnarfirði sem veitir viðskiptavinum sínum persónulega þjónustu. Sigurður Gunnarsson er framkvæmdastjóri fyrirtækisins en hann segist gjarnan vilja sjá Íslendinga nýta þjónustu bílaleigunnar í auknum mæli. Sigurður Gunnarsson og Hafdís Sigurðardóttir afgreiðslustjóri. Sé ekið í ókunnu landi ætti ávallt að kynna sér aðstæður vel. Fólk sem keyrir í ókunnu landi er oftar en ekki á bílaleigubíl eða lánsbíl sem það er ekki vant að keyra og því er enn meiri ástæða til að fara að með gát. Útlendingar sem koma hingað til lands geta fengið greinagóðar upp- lýsingar á vef Safetravel sem vert er að kynna sér áður en lagt er í hann enda eru akstursskilyrði hér á landi víða harla ólík því sem gerist á hrað- brautum erlendis. Hér getur til dæmis þurft að keyra yfir malarvegi, ein- breiðar brýr og blindhæðir auk þess sem hægt er að reikna með því að búfénaður, sérstaklega sauðfé, sé á ferðinni með fram vegum. Hvað malarvegi varðar þá vilja slys eiga sér stað þegar ekið er af mal- biki yfir á möl og er meginástæða þess að ekki er dregið úr hraða og bif- reiðin rennur því til þegar komið er inn á mölina. Sé ekið í möl á miklum hraða getur bifreiðin sömuleiðis misst gripið og farið að renna til. Þetta getur til dæmis gerst þegar bílar mætast og því ber að sýna sérstaka aðgát við þær aðstæður, færa sig til hægri og draga úr hraða. Blindhæðir eru nær undantekningarlaust merktar sem slíkar og það sama á við um blindbeygjur en ávallt skyldi fara varlega í þær. Yfir ein- breiðar brýr er reglan sú að sá bíll sem er nær brúnni á réttinn. Það borgar sig alltaf að hægja á ferðinni þegar sauðfé sést nærri vegi. Þetta eru óútreiknanlegar skepnur og ekki gott að fá þær framan á bíl- inn. Fleiri gagnlegar upplýsingar og myndbönd má nálgast á www.sa- fetravel.is. Akstur í ókunnu landi Fjölskylda Valdísar Veru Ein-arsdóttur kennara lagði land undir fót á dögunum. Þau flugu til Kaupmannahafnar og við komuna þangað beið þeirra bíla- leigubíll sem þau höfðu pantað á netinu. „Við vorum ótrúlega ánægð með bílinn sem við fengum. Hann var alveg nýr og mjög vel búinn. Í honum var til dæmis innbyggt GPS-leiðsagnarkerfi og því þurft- um við ekki að leigja það auka- lega. Konan sem átti röddina í tækinu var umsvifalaust nefnd Lísa og hún Lísa vísaði veginn og við treystum mikið á hana,“ segir Valdís og hlær. Valdís var á ferð með mannin- um sínum og fjórum börnum á aldrinum eins til ellefu ára. Hún segir aldur barnanna hafa hvatt þau til að fara í ferðina í ár því á næsta ári þarf að byrja að greiða barnagjald fyrir yngsta barn- ið og fullorðinsgjald fyrir það elsta. „Það munar mjög miklu á því að greiða barnagjald í öll söfn og garða í stað fullorðins- gjalda. Það er gott að vera búinn að kynna sér verð og annað áður en lagt er af stað, vera búinn að lesa sér til og skipuleggja sig. Til dæmis er hægt að fá alls kyns af- slætti tengda skemmtigörðunum sem er gott að geta nýtt sér. Einn- ig að vera búinn að athuga fjar- lægðir milli staða og áætla tíma- lengd ferðalaga. Það er svo ótal- margt skemmtilegt hægt að gera í Danmörku, sérstaklega eitthvað sem viðkemur börnum.“ Fjölskyldan gisti á nokkrum stöðum í Danmörku og í Sví- þjóð. Þau leigðu bæði sumar- hús og íbúðir í einkaeigu og gistu eina nótt á hóteli. Ýmislegt var gert sér til skemmtunar á þriggja vikna ferðalaginu. „Við fórum meðal annars í Legoland og Tív- olí, dýragarðinn í Köben og Ast- rid Lindgren garðinn í Svíþjóð þar sem við lékum okkur á slóð- um Emils í Kattholti og barnanna í Ólátagarði. Eitt af því áhuga- verðasta sem við gerðum var að fara í svokallað barnamenning- arhús sem er á sama stað og safn H. C. Andersen í Óðinsvéum. Þar eru búningasafn, listasmiðjur og ævintýraheimur með hljóðum og alls kyns skúmaskotum. Safnið er allt á forsendum barnanna og þau nutu sín í botn,“ segir hún. Valdís segist mæla hiklaust með þessum ferðamáta, sérstaklega fyrir fólk sem á börn. „Með því að vera í íbúð og með bíl til umráða er maður sinn eigin herra og er ekki háður tímaáætlunum annarra. Það er líka svo mikið frelsi í því að geta skotist út í búð og eldað mat- inn heima. Þetta var alveg yndis- leg ferð og gott að hafa fjölskyld- una alla saman.“ Á eigin vegum og engum háður Valdís Vera Einarsdóttir er nýkomin heim úr ferðalagi til Danmerkur og Svíþjóðar. Þar var hún á flakki með fjölskyldunni í þrjár vikur og voru þau með bíl á leigu allan tímann. Fjölskyldan gisti á sex mismunandi stöðum og gerði ýmislegt sér til skemmtunar. Valdís Vera mælir hiklaust með því að fólk leigi bíl í útlöndum og ferðist á eigin vegum. MYND/ERNIR Fjölskyldan við Egeskov höllina. Þau flökkuðu um Danmörku og Svíþjóð og skoðuðu hina ýmsu garða og söfn. Einn af eftirminnilegustu stöðunum sem fjölskyldan heimsótti var barnamenningar- húsið í Óðinsvéum. Þar gátu börnin klætt sig í búninga og fengið andlitsmálningu og leikið sér í hinum ýmsu ævintýraleikjum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.