Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.07.2012, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 31.07.2012, Qupperneq 28
KYNNING − AUGLÝSINGBílaleigur ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 20128 FLOTT SKAGAFJARÐARRALL Skagafjarðarrallið fór fram um helgina og það voru Guðmundur Höskulds- son og Ólafur Þór Ólafsson á Subaru Impreza sem komu fyrstir í mark. Þeir fóru allar 12 sérleiðirnar á 1:17,26. Mikil afföll urðu í rallinu, sem tókst þó með miklum ágætum, en aðeins 10 af 17 áhöfnum skiluðu sér í mark, að sögn Feykis. Baldur Haraldsson og Aðalsteinn Símonarson urðu í öðru sæti, 47 sekúndum á eftir sigurvegurunum á tímanum 1:18,13 en þeir óku sömuleiðis Subaru Impreza. Þriðju í mark voru Jón Bjarni Hrólfsson og Halldór Vilberg á 1:19,15 en fararskjóti þeirra var Jeep Cherokee. Ekið var um Þverárfjall, Laxárdal og Sauðár- krókshöfn fyrri daginn en þann seinni um Mælifellsdal, Vesturdal og á Nöfum á Sauðárkróki. Bílaklúbbur Skagafjarðar hafði veg og vanda af rallinu en það mun vera eitt það stærsta sem klúbburinn hefur haldið. Íslandsmótið í rallakstri fer síðan fram í byrjun september. NÝR HONDA CRV VÆNT ANLEGUR Á EVRÓPU MARKAÐ Fjórða kynslóð Honda CR-V er væntanleg á Evrópumarkað í haust en Honda CR-V hefur verið með vinsælli bílum hér á landi undanfarin ár. Nýi CR-V-inn verður eyðslugrennri og með meira innrými en fyrri útgáfur. Fjórða kynslóð Honda CR-V hefur verið á Bandaríkjamarkaði frá því í desember 2011 en nú er fram- leiðsla á Evrópuútgáfunni hafin í verksmiðjum Honda í Swindon á Englandi. Lítill útlitsmunur verður á Ameríku- og Evrópugerðinni en í Evrópu bjóðast dísilvélar. Hægt verður að fá CR-V með framhjóladrifi en fram að þessu hefur hann eingöngu verið fjór- hjóladrifinn. Framhjóladrifinn CR-V verður eyðslugrennri og umhverfisvænni. Nýi bíllinn er tæknivæddari en eldri útgáfur. CR-V 2013 verður meðal annars búinn Eco Assist System sem hjálpar ökumanni að spara eldsneyti. Hljóðeinangr- unin verður betri og talsmenn Honda segja að nýi CR-V-inn verði hljóðlátari en þriðja kynslóðin. Efnisgæði í innréttingum verða meiri og hönnun stólbaka dregur úr líkum á alvarlegum háls- meiðslum við aftanákeyrslu. Honda CR-V kom fyrst á markað árið 1995 og hefur notið mikilla vinsælda síðan. Bíllinn hefur selst í fimm miljónum eintaka í 160 löndum. Honda CR-V kom á markað í Evrópu árið 1997 og ári síðar var farið að framleiða bílinn í Swindon. NJÓTTU ÞESS AÐ FERÐAST Á EINFALDAN HÁTT. ÞÚ KEMST ÞANGAÐ MEÐ OKKUR! Áætlunarferðir Flugrútunnar eru í tengslum við allar komur og brottfarir flugvéla um Keflavíkurflugvöll. Kauptu miða núna á www.flugrutan.is Alltaf laus sæti. BSÍ - Umferðarmiðstöðin 101 Reykjavík 580 5400 OR Frí þráðlaus internet- tenging í öllum bílum DAUÐAVEGURINN Ekki er hægt að mæla með því að ökumenn bílaleigubíla eða eigin bíla keyri hinn svokallaða Dauðaveg í Bólivíu. Að minnsta kosti ekki þeir lofthræddu. Vegurinn liggur á milli La Paz og Coroico og er 61 kílómetri að lengd. Dauðavegurinn hefur verið kallaður „heimsins hættulegasti vegur“ og áætlað er að tvö til þrjú hundruð ökumenn láti lífið við að aka veginn á ári hverju. Vegurinn nær upp í 4.650 kílómetra hæð og breidd hans er víðast hvar aðeins 3,2 metrar og því aðeins ein akrein. Auk þess draga rigning, þoka og ryk oft úr skyggni ökumanna. Ein af vegareglunum er á þá leið að sá ökumaður sem er á niðurleið á aldrei réttinn og verður að víkja. Reglan neyðir það farartæki sem er yfirleitt á meiri hraðferð til að stoppa svo framhjáaksturinn gangi örugglega. Vegurinn hefur verið vinsæll áfangastaður meðal áhættusæk- inna ferðamanna síðan um 1990. Sérstaklega hafa hjólreiðamenn sótt veginn heim vegna mikils halla hans en að minnsta kosti átján hjólreiðamenn hafa látist á veginum síðan 1998.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.