Fréttablaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 12
10. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR12 B ay Fang hóf blaða- mannaferil sinn sem fréttaritari US News and World Report Beijing í Kína fyrir ellefu árum og kom úr þeirri dvöl með hin virtu John F. Kennedy blaðamannaverðlaun upp á vasann fyrir fréttaskýringu sína um umfangsmikil mannrán sem þar tíðkast. Sagði hún þá sögu kvenna sem rænt hafði verið og látnar vinna fyrir mafíur, aðallega við vændi. Hvenær fórst þú að vinna á áttaka- svæðum? „Eftir hryðjuverkin 11. septem- ber árið 2001 bauðst ég til að fara til Afganistans og ég var meðal fyrstu blaðamanna til að fara þangað eftir innrásina,“ segir hún. „Það var ótrúleg reynsla því við vorum að segja frá því sem fyrir augu og eyru bar án þess að hafa hugmynd um hvernig vindar blésu í umræðunni í heimspressunni. Þetta er blaðamennska í sínu hrein- asta formi og það er ekki oft sem blaðamaður kemst í þá stöðu sem við vorum í þarna. Ég var í Afgan- istan frá október 2001 til júní 2002 en þá fór ég heim til Bandaríkj- anna. Svo þegar stríðið í Írak hófst var ég farin að iða í skinninu eftir því að komast þangað. Mér fannst það líka rétt að nýta reynsluna og láta til mín taka.“ Kollegar verða fyrir kúlum Bay Fang vildi ekki fara um land- ið undir verndarvæng bandaríska hersins heldur fór hún á eigin vegum með túlki og bílstjóra um landið þvert og endilangt. „Mér var umhugað um að hafa fullt frelsi og skrifa ekki eingöngu frá sjónarhóli bandarískra hermanna,“ útskýr- ir hún. „Þetta var nokkuð erfitt því maður gat verið í skotlínunni þó maður teldi sig ekki standa á neinum vígvelli. Þetta var allt svo tilviljanakennt og þú vissir nátt- úrulega aldrei hvar næsta sjálfs- morðssprengja yrði, hvar næsta skothríð hæfist eða hvar mannræn- ingjar létu til skarar skríða. En ég reyndi að tala við eins marga og ég gat en stundum fann ég að hendur mínar voru bundnar í þessari ring- ulreið.“ Hvenær heldur þú að þú hafir verið í mestri hættu? „Það er ekki gott að segja en ég var oft skammt undan þar sem sjálfmorðssprengjur sprungu og stundum kom það fyrir að félagar mínir urðu fyrir skotum rétt eftir að ég var farin af vettvangi. En það er engan veginn hægt að segja til um það hvenær ég var í mestri hættu því voðinn var svo víða vís.“ Einhverjir myndu nú drífa sig heim eftir fyrstu voðareynsluna á vígvettvangi. Það hefur ekki hvarfl- að að þér? „Auðvitað reynir þetta á mann. Það er mjög erfitt að búa við við- varandi óöryggi og ég nýt þess alveg sérstaklega eftir þessa reynslu að ferðast á öruggum stöð- um. Til dæmis hlakka ég ekkert smávegis til að koma til Reykja- víkur og rölta þar sem gleðin ein ríkir,“ segir hún og hlær við. Dvalist meðal Kúrda Þú virðist sækja í áhættu í starfi þínu? „Það er eitthvað til í því en ég vil þó ekki gangast við þeirri hug- mynd sem margir hafa um blaða- menn, eins og að þeir séu einhverj- ir áhættufíklar. Það sem dreif mig áfram var sú trú mín að Banda- ríkjamenn ættu að þekkja sögu þessa fólks því ákvarðanir sem við tökum heima hafa svo gríðar- leg áhrif á örlög þess. Og ég vissi að ef við blaðamenn hefðum ekki verið þarna að tala við þetta fólk og verða vitni að raunum þess þá hefði saga þess eflaust aldrei verið almennilega sögð. Stundum finn ég enn fyrir þessari þörf, til dæmis eru margar mannraunir að eiga sér stað á Sýrlandi þessa dagana en enginn til að segja frá þeim. Og auðvitað veit ég að það er svo sem ekki of mikið sem maður getur gert á vígaslóðum en þó er það nokk- urs virði að hafa reynt eftir bestu getu.“ Bay Fang dvaldi meðal annars með Kúrdum í norðurhluta Íraks en þeir höfðu vopnbúist og börð- ust af hörku gegn herjum Saddams Hussein. „Það myndast þarna sterk bönd manna á milli. Til dæmis er einn fyrrum kollegi minn að halda á leið aftur til Íraks að vinna fyrir Masoud Barazani, leiðtoga Kúrda þar í landi. Reyndar var það eitt af því sem snart mig hvað dýpst að heyra sögu Kúrdanna um allt það sem þeir höfðu þurft að þola í stjórnartíð Saddams Hussein. Þetta varð til þess að ég fór að líta á inn- rás okkar Bandaríkjamanna í nýju ljósi, allavega var hún kærkomin fyrir þjakaða Kúrdana.“ Bregður er það sér asíska erind- rekann En nú eru bæði þessi stríð afar umdeild og Bandaríkjamenn hafa verið sérstaklega gagnrýndir fyrir innrásina í Írak. Hefur þú fundið fyrir andúð í þinn garð á ferðalög- um þínum fyrir það eitt að vera Bandaríkjamaður? „Þetta hefur breyst stórlega í seinni tíð. Vissulega var fólki heitt í hamsi í upphafi en þetta er allt annað andrúmsloft í dag, sérstak- lega eftir að ný stjórn tók við.“ En af hverju hefur þú ákveðið að taka þá í Gleðigöngunni hér í Reykjavík? „Það er gaman að segja frá því að þar sem ég kem fyrir hönd þjóðar minnar þá bregður fólki stundum í brún að sjá mig bregða fyrir sem er af kínverskum upp- runa. Ég tilheyri minnihlutahópi og reynslunni af því að búa meðal fólks af mörgum þjóðernum og margbreytilegum hópum getum við miðlað. Bandaríkjastjórn leggur einmitt áherslu á þetta og fyrir mig persónulega er það sér- stök ánægja að taka þátt í því.“ Blaðamaður kveður þá Bay Fang að sinni en er tilbúinn að sjá hana innan um allan marg- breytileikann í Gleðigöngunni á morgun. Föstudagsviðtaliðföstuda gur Bay Fang, aðstoðarmaður utanríkisráðherra Bandaríkjanna í málefnum Evrópu Við berum út sögur af frægu fólki Póstdreifing | Suðurhraun 1 | 210 Garðabær | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is Birtingur treystir okkur fyrir öruggri dreifingu á Séð og heyrt B ra n de n bu rg Sögur fólksins á vígaslóðum Ein þeirra sem gengur í gleðigöngunni á morgun er Bay Fang, aðstoðarmaður utanríkisráðherra Bandaríkjanna í málefnum Evrópu. Það hefur reyndar ekki alltaf verið svo hýrt yfir lífsgöngu hennar en hún var áður blaðamaður á átakasvæðum í Afgan- istan og Írak þar sem hún sá á eftir kollegum sínum falla í bardögum. Jón Sigurður Eyjólfsson fræddist um feril Bay Fang. BAY FANG Blaðamaðurinn fyrrverandi er nýlega orðinn aðstoðarmaður utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna í málefnum Evrópu. Hún gleymir nú vígavettvangi sem hún hefur unnið á og ætlar að gleyma sér í gleðigöngunni. STRÍÐIÐ Í ÍRAK Ákvarðanir sem teknar eru í Bandaríkjunum hafa áhrif á örlög fólks um víðan heim og Bay Fang vill að saga þess fólks verði sögð. NORDICPHOTOS/AFP Það sem dreif mig áfram var sú trú mín að Bandaríkjamenn ættu að vita sögu þessa fólks því ákvarðanir sem við tökum heima hafa svo gríðarleg áhrif á örlög þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.