Fréttablaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 1
veðrið í dag STJÓRNSÝSLA Framlög á afskrifta- reikning útlána hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN) voru 8,9 milljarðar króna í fyrra. Á fjárlögum ársins 2011 hafði verið gert ráð fyrir að þau yrðu 3,5 milljarðar króna. Því skeikaði 5,4 milljörðum króna á því sem áætl- að var og raunverulegum færslum á afskriftaeikning. Um er að ræða hæsta árlega framlag á afskrift- arreikning sem átt hefur sér stað hjá LÍN. Þetta kemur fram í ríkis- reikningi ársins 2011. Haraldur Guðni Eiðsson, stjórnarformaður LÍN, segir þrjár aðalástæður fyrir þessu. „Í fyrsta lagi breyttum við for- sendum reiknimódels sjóðsins. Þær eru endurskoðaðar reglu- lega. Þetta er einskiptisaðgerð sem útskýrir tæplega fjóra millj- arða króna af þessari hækkun á framlagi. Í öðru lagi eru áhrif af því að launaþróun lánþeg- anna, eða greiðenda námslána, var neikvæð á árinu um 1,77 pró- sent. Vegna verðbólgu og verð- bóta hækkuðu hins vegar náms- lánin. Þetta er líka svolítið stór þáttur í þessu. Þriðja atriðið er breytt sam- setning og hegðun lántaka. Fólk er almennt lengur í námi. Marg- ir fóru til dæmis aftur í nám eftir hrunið en voru kannski með náms- lán fyrir. Þá hækkaði fall krónunn- ar lán þeirra sem stunda háskóla- nám erlendis í krónum talið. Það er því sístækkandi hópur sem er komin með svolítið há lán og lík- urnar á því að þau endurgreiðist að fullu verða minni.“ Á fjárlögum ársins 2011 var gert ráð fyrir að hagnaður LÍN á síð- asta ári yrði 8,6 milljarðar króna. Vegna hinna miklu afskriftar- framlaga varð hann hins vegar 239 milljónir króna. LÍN hagnað- ist um 5,3 milljarða króna á árinu 2010, en þá var framlag á afskrift- arreikning 2,9 milljarðar króna og hækkun framlagsins því um sex milljarðar króna á milli ára. Að sögn Haraldar Guðna voru áhrif þeirra þátta sem taldir eru upp hér að ofan einfaldlega ekki fyrirséð þegar fjárlög ársins 2011 voru lögð fram. Á fjárlögum ársins 2012 er reiknað með að hagnaður LÍN verði 4,6 milljarðar króna á þessu ári. Þar er einnig gengið út frá því að 3,2 milljarðar króna verði færðir í afskriftarsjóð til að mæta framtíðarafskriftum útlána. Haraldur Guðni segir eigin- fjárstöðu LÍN vera mjög sterka og að hann sé vel í stakk búinn til að mæta framtíðaráföllum, skelli þau á. „Stór hluti af þessu í fyrra var einskiptishækkun og hann kemur ekki aftur á þessu ári. Þá hefur launaþróun verið jákvæð og hún ætti ekki að vera jafn áhrifa- mikill þáttur og í fyrra. Það sem lifir áfram eru áhrif af samsetn- ingu greiðenda. Það eru einfald- lega fleiri með há lán og óvíst er hvort þeim muni takast að greiða þau öll til baka.“ - þsj Við lyfjaeftirlit Sif Jónsdóttir líffræðingur er ein af sex Íslendingum sem starfa við lyfjaeftirlit á ÓL í London. MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Föstudagur skoðun 16 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fólk Lífið 10. ágúst 2012 186. tölublað 12. árgangur milljarðar króna er áætlaður hagnaður LÍN á þessu ári. 4,6 ELDAÐ MEÐ HOLTAHOLTA KYNNIR Sjónvarpskokkurinn Kristján Hlöðversson úr þáttunum Eldað með Holta á ÍNN gefur kjúklingauppskriftir alla föstudaga. Hér er hann með rifsberjamarineraðar Holtabringur með fylltum paprikum og mintusalsa. SJARMÖR Í HÖRPUStórsöngvarinn Tony Bennett verður með tónleika í Eldborgarsal Hörpu í kvöld. Bennett á að baki 60 ára feril en hann hefur sautján sinnum fengið Grammy- verðlaun og Emmy-verðlaun tvisvar. Hann hefur selt um 50 milljónir platna um allan heim. MARINERING OGKJÚKLI FYLL RIFSBERJAMARINERAÐAR HOLTABRINGUR MEÐ FYLLTUM PAPRIKUM OG MINTUSALSA M atreiðslumaðurinn Kristján Þór Hlöðversson sér um þátt-inn Eldað með Holta á sjón-varpsstöðinni ÍNN. Þar matreiðir hann skemmtilega og litríka rétti úr Holtak-júklingi frá Reykjagarði. Á föstudögum birtast þessar uppskriftir hér í blaðinu. Í dag er hann með rifsberjamarineraðar Holtabringur ásamt fylltum paprikum og mintusalsa. Hægt er að fylgjast með Kristjáni matreiða þennan girnilega rétt í kvöld klukkan 21.30 á sjónvarpsstöð- inni ÍNN. Þættirnir eru endursýndir yfir helgina en einnig er hægt að horfa á þá á heimasíðu ÍNN, www.inntv.is. TILBOÐSDAGAR 15-30% AFSLÁTTURAF BLOMBERG HEIMILISTÆKJUMOfnar, helluborð, uppþvottavélar, kæliskápar og fleiri heimilistæki frá Blomberg á frábærum tilboðsverðum. Blomberg BEO9444X BÖKUNAROFN Áður 109.990 Nú 89.990 Blomberg MIN54306NSPANHELLUBORÐ Áður 99.990 Nú 79.990 Blomberg WNF7462A20ÞVOTT Nokkur verðdæmi 10. ÁGÚST 2012 BYRJAÐ Í RÆKTINNI EFTIR SUMARIÐ BUBBI SLÓ Í GEGN Í SUMARBRÚÐKAUPI ÞÓRUNN ANTONÍA MEÐ KELLY OSBOURNE LOKSIN S FÁANL EG AFTUR ! Með nýtt popprokklag Greta Salóme gefur út lagið Everywhere Around Me í dag. popp 38 Milljarða afskriftaþörf LÍN LÍN færði metupphæð, 8,9 milljarða, á afskriftareikning í fyrra. Fjárlög gerðu ráð fyrir 3,5 milljörðum. Breyttar forsendur reiknimódels, neikvæð launaþróun og breytt samsetning og hegðun lántaka er ástæðan. HEILBRIGÐISMÁL Unnið er að því á vegum heilbrigðisyfirvalda að tryggja neyðarlyfjabirgðir í landinu. Vinnan er hluti af mótun lyfjastefnu stjórnvalda til ársins 2020. Listi hefur verið útbúinn yfir nokkra tugi lyfja sem aldrei mega klárast, þrátt fyrir að landið lokist vegna neyðar- ástands. Flestir kannast við þann viðbúnað sem gripið var til árið 2009 vegna svínainflúensu. Þá voru tryggðar birgðir um allt land af nauðsyn- legum vökvum og bóluefnum. Þess utan eru ákveðin lyf sem landsmenn geta ekki verið án ef allt lokast. Hefur insúlín verið nefnt sem dæmi. Samkvæmt upplýsingum frá velferðarráðuneytinu er tilurð vinnunnar sú að á undanförn- um árum hafa komið upp dæmi sem vöktu menn til umhugsun- ar; svínaflensan, fuglaflensan og hrunið hafi ýtt undir mikilvægi þess að þessi mál séu öll örugg- lega í lagi. Birgðahald mikils fjölda lyfja er kostnaðarsamt. Þess vegna hefur verið útbúinn sérstakur lágmarkslisti nauðsynlegra lyfja. Í reglugerð verður kveðið á um hvaða lyf þetta eiga að vera en um tugi lyfja er að ræða en ekki hundruð. Gengið er út frá því að á hverj- um tíma séu til þriggja mánaða birgðir hið minnsta af allra nauð- synlegustu lyfjunum. Neyðarlyfjabirgðir eru hluti af almannavarnakerfi landsins. Því snýst vinnan við gerð lyfja- áætlunar í og með um að ákvarða hvar slíkar birgðir verða stað- settar. Í dag eru lyfjabirgðir geymdar á einum stað en hins vegar er það skýrt skilgreint hvernig brugðist skal við ef neyð skapast, en dreifi- kerfi neyðarlyfja tengist 15 aðilum innan sóttvarnasvæðanna um allt land. - shá Heilbrigðisyfirvöld skilgreina neyðarlyfjalista sem hluta af mótun lyfjastefnu: Helstu neyðarlyf verða alltaf til HLÝINDI áfram á landinu norð- austanverðu og sólríkt. Vestan til verður dálítil rigning eða súld. Vindur víða fremur hægur en heldur meiri allra vestast og með suðausturströndinni. VEÐUR 4 14 15 22 2016 veðrið í dag Mótlætið styrkir menn Björgvin Páll ræðir örlög handboltalandsliðsins í London. sport 34 SÁ FLJÓTASTI Í HEIMI Engum blöðum er um það að fletta að Usain Bolt er stjarna Ólympíu- leikanna í London. Hann varð í gær fyrstur í sögunni til að sigra í 200 metra hlaupi á tveimur leikum í röð, en áður hafði hann varið Ólympíutitil sinn í 100 metra hlaupi. Bolt ætti að vera farinn að njóta sín á verðlauna- pallinum og ekki skemmir fyrir að landar hans, Blake og Weir, fengu silfur og brons í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Stríðsfréttaritari tekur þátt í Gleðigöngu Bay Fang var lengi á vettvangi stríðsátaka og er hingað komin til að fagna með samkynhneigðum. föstudagsviðtal 12 ÓL 2012 Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir varð í 11. sæti í úrslitum spjótkastskeppninnar á Ólympíuleikunum í London í gær. Ásdís náði sínu besta kasti í fyrsta kastinu þegar hún kastaði spjótinu 59,08 metra. Ásdís kast- aði 57,35 metra í öðru kasti sínu og þriðja kastið var ógilt. „Þetta er alls ekki lélegur árangur þó svo að ég hafi verið að kasta 62,77 metra fyrir tveimur dögum,“ sagði Ásdís. „Undirbún- ingurinn fyrir [Ólympíuleikana] í Ríó hefst á morgun. - esá, óój / sjá síðu 32 Úrslit í spjótkasti á ÓL í gær: Ásdís í 11. sæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.