Fréttablaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 6
10. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR6 DELL komið í nú er Hátækni! Taktu þátt í Facebook- leik Hátækni PIPA PIPAPA RR \\\\\ TBW A T A SÍ SÍA 12 2 0 49 12 2 0 49 2 2 0 499 SAMGÖNGUR Vetraráætlun Strætó bs. tekur gildi viku fyrr en van- inn er og hefst akstur samkvæmt henni á sunnudaginn. Með þessu er reynt að koma til móts við farþega með því að auka tíðni og hagræða í leiðakerfinu. „Notkun á Strætó eykst jafnan þegar sumarleyfi klárast og skól- ar hefjast,“ segir Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. Helstu úrbæturnar sem vetrar- áætlunin hefur í för með sér er að leiðir 13, 24 og 28 aka á fimmtán mínútna fresti á annatíma virka daga og allar leiðir sem aka á kvöldin aka klukkustund lengur. Leiðaáætlun Strætó má nálgast á vefnum á www.straeto.is. - bþh Vetraráætlunin tekur gildi: Tíðni ferða Strætó eykst STRÆTÓ Vetrarakstur hefst á sunnudag- inn með fjölgun ferða. FÉLAGSMÁL Fötluðu fólki gefst nú kostur á að taka þátt í tilrauna- verkefni þar sem það fær greiðslur í stað þjónustu og getur þar með ákveðið sjálft hvernig féð nýtist og auk þess valið sér sjálft aðstoð- arfólk. Um er að ræða tilraunaverk- efni sem felur í sér samning um svokallaða notendastýrða, persónulega aðstoð (NPA) til handa fötluðum og er gert ráð fyrir að verkefnið standi næstu tvö árin. NPA-samningarnir verða í boði á þjónustusvæði Reykjavíkur og Sel- tjarnarness. Lokatakmarkið er að NPA verði bundin í lög árið 2014. „Fyrir fatlað fullorðið fólk mun þetta gjörbreyta lífi margra, sem hingað til hafa ekki haft tök á því að fara á vinnumarkaðinn, fara í háskóla, eignast fjölskyldu og ferðast um heiminn. Fyrir fötluð börn mun þetta hafa þau áhrif að þau munu upplifa eðlilegra uppeldi, þar sem þau öðlast hægt og rólega sjálfstæði í sínu lífi,“ segir Freyja Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri NPA miðstöðvar. Freyja hefur sjálf reynslu af muninum á hefðbundinni þjónustu og þeirri notendastýrðu. „Eftir að ég fékk þessa aðstoð hef ég lokið háskólanámi, leigt mína eigin íbúð og farið út á vinnu- markaðinn í fullt starf. Ég er ekki lengur bótaþegi vegna þess að ég er í fullri vinnu. Þetta hefur fært mig úr því að vera annars flokks þjóðfélagsþegn, notandi sjálfboða- starfs foreldra og vina, í að vera fyrsta flokks þjóðfélagsþegn, sem hefur réttindi og skyldur í samfé- laginu,“ segir Freyja. Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, er einnig ánægð með verkefnið. „Ég er svakalega spennt fyrir verkefninu og vona að við munum sjá einhver sólskinsdæmi koma út úr þessu hérna í Reykjavík. Við vonum að þetta verði árangursríkt fyrir notendurna, fyrst og fremst,“ segir Björk. Hún gerir þó ekki ráð fyrir að þeir sem geri slíkan samning við yfirvöld, fái alla þá þjónustu sem þeir óska. „Það verður að nást samkomu- lag um stuðningsþörfina á milli notenda og borgarinnar. Ég veit að margir eru með miklar væntingar og vonast kannski eftir því að fá töluvert meiri aðstoð en hægt verð- ur að veita. En við munum reyna að gera eins vel og við getum,“ segir Björk. Þeir sem vilja taka þátt í verk- efninu geta sent inn umsókn þess efnis, en fresturinn rennur út 10. september. katrin@frettabladid.is Fatlaðir eru loksins fyrsta flokks þegnar Fatlað fólk í Reykjavík og á Seltjarnarnesi getur sótt um að gera samning um persónulega aðstoð sér til handa. Freyja Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri NPA, segir hið nýja form aðstoðar munu gjörbreyta lífi fatlaðra og ekki síst barna. FRAMFARIR Freyja Haraldsdóttir hefur sjálf ráðið sinni þjónustu, fyrst að hluta til frá árinu 2007 og að öllu leiti frá því í fyrra. Hún segir líf sitt hafa tekið stakkaskiptum eftir breytinguna. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR SVEITARSTJÓRNIR Reykjavíkurborg hefur óskað eftir viðræðum við Kópavogsbæ um málefni Foss- vogsdals. Ræða á um hugsanlega sundlaug og göngu- og hjólateng- ingu yfir Fossvog. Hugmyndir um sundlaug í Fossvogsdal hafa áður komið til tals á þessum vettvangi en þær voru lagðar til hliðar eftir hrunið 2008. Bæjarráð Kópavogs segist gera fyrirvara um hugmyndir borgarinnar um kostnaðarskipt- ingu en hefur falið bæjarstjóra að vinna að málinu. - gar Borgin biðlar til Kópavogs: Vilja ræða laug í Fossvogsdal LÖGREGLUMÁL Lögreglan leitar enn tveggja manna í tengslum við nauðganir sem hafa verið kærð- ar eftir nýliðna Þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum. Lögreglan á Selfossi og í Vestmannaeyjum rannsakar málin en alls kærðu þrjár konur nauðgun á hátíðinni. Málin eru óskyld, tvær nauðganir áttu sér stað í tjaldi og ein á víðavangi. Nú er verið að skoða upptökur úr öryggismyndavélum og yfirheyra vitni til þess að fá nánari lýsingar á mönnunum tveimur sem leitað er að. Þeir eru taldir um eða yfir tvítugt. Að sögn Elísar Kjartanssonar, lögreglufulltrúa á Selfossi, er rann- sókn enn í fullum gangi. „Við erum að yfirheyra vitni enn frekar til að fá gleggri mynd af þessu öllu saman og af þeim,“ segir hann. „Við erum ekki búnir að gefast upp.“ Elís segir lýsingar á mönnunum heldur óljósar og byggir lögreglan því rannsókn sína að miklu leyti á upptökum eftirlitsmyndavéla til að fylgjast með ferðum fórnarlamb- anna og sjá hverja konurnar hittu. „Við bindum vonir við að myndavél- arnar komi að gagni,“ segir Elís. „Ef þær væru ekki til staðar væri þetta mun erfiðara.“ Búið er að taka skýrslu af einum manni sem neitar alfarið sök, og að sögn lögreglu ber sögum kæranda og hins grunaða ekki saman. Verið er að yfirheyra frekari vitni í því máli og verður það síðan sent til ákæruvaldsins þegar niðurstöður úr DNA-rannsóknum eru komnar. - sv Lögregla yfirheyrir vitni og skoðar upptökur í kjölfar nauðganakæra á Þjóðhátíð: Tvær í tjaldi og ein á víðavangi UMHVERFISMÁL Ýmsum spurning- um er ósvarað í Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir 2013 til 2024 að því er kemur fram í athugasemdum umhverfis- og samgöngunefndar Skagafjarðar. „Ekki kemur fram hvernig bregðast skuli við smithættu á sóttmenguðum úrgangi sem flytja á á milli svæða,“ segir nefndin sem finnur að því að ekki komi fram hvernig kostnaðar- skiptingu skuli háttað varðandi byggingu, rekstur og flutnings- kostnað úrgangs. Þá vilji nefndin vita hvaða rök liggi að baki því að afnema eigi undanþágu vegna afskekktra byggða. - gar Úrgangsáætlun gagnrýnd: Vantar rök fyrir undanþágum NÁTTÚRA Árleg kúmentínsla í Viðey fer fram þriðjudaginn 14. ágúst og hefur henni verið flýtt miðað við undanfarin ár. Það er gert vegna mikillar blíðu í sumar en kúmentínslan hefur verið geysilega fjölmenn síðustu ár. Viðeyjarkúmenið þykir mjög gott og er þekkt fyrir einstök gæði. Það er fínna en búðar- kúmen, bragðmeira og sætara. Fólk mætir því ár hvert með plastpoka og skæri og sækir sér kúmen fyrir veturinn. Þeir sem ekki kunna til verka geta fengið leiðsögn og aðstoð við komuna í eyjuna. - bþh Viðeyjarkúmenið þykir gott: Kúmentínslunni í Viðey flýtt VIÐEYJARSTOFA Í Viðey er rekið kaffihús og ferðaþjónusta. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI NÁTTÚRA Heildarmagn frjókorna í lofti á Akureyri var yfir meðallagi í júlí. Grasfrjóin voru sérstaklega mörg, 832 frjó á rúmmetra sem er talsvert meira en síðastliðin tvö ár. Búast má við áframhaldandi háum frjótölum fyrir gras út ágúst. Fjöldi frjóa í Reykjavík var einnig yfir meðaltali í síðasta mán- uði. Grasfrjóin voru algengust eða 1300 frjó á rúmmetra. Hámark grasfrjóa var mun fyrr en oft áður og mældust flest frjó í lofti 15. júlí. - ktg Frjótölur fyrir júlí gefnar út: Mikið magn frjóa í lofti í júlí KJÖRKASSINN Þetta hefur fært mig úr því að vera annars flokks þjóðfélagsþegn, notandi sjálfboðastarfs for- eldra og vina, í að vera fyrsta flokks þjóðfélagsþegn, sem hefur réttindi og skyldur í samfélaginu. FREYJA HARALDSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI NPA MIÐSTÖÐVAR. Líst þér vel á hugmyndir ríkisstjórnarinnar um að auka útgjöld til vaxta- og barnabóta auk Fæðingarorlofssjóðs? JÁ 55% NEI 45% SPURNING DAGSINS Í DAG: Finnst þér menningarlegur ávinningur tónlistarhússins Hörpu réttlæta taprekstur? Segðu skoðun þína á Visir.is Við erum ekki búnir að gefast upp. ELÍS KJARTANSSON LÖGREGLUFULLTRÚI Á SELFOSSI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.