Fréttablaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 24
2 • LÍFIÐ 10. ÁGÚST 2012 Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Útlitshönnun Arnór Bogason Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is Lífið Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 www.visir.is/lifid UMSJÓN Ellý Ármanns elly@365.is Kolbrún Pálína Helgadóttir kolbrunp@365.is HVERJIR VORU HVAR? Forsíðumynd: Elena Litsova Förðun: Elín Reynisdóttir Það var þétt setið í brekkunni í Eyjum síðastliðna helgi á vel heppnaðri Þjóðhátíð. Mörg þjóðþekkt andlit sáust á há- tíðinni en meðal þeirra voru sjónvarpskonan Eva María Jónsdóttir en hún mætti ásamt sambýlismanni sínum Sigur- páli Scheving og öllum börn- um þeirra. Einnig sást til lottó- stjórnandans Vignis Freys Andersen í brekkunni í góðum félagsskap. Anna Lilja Johansen skemmti sér einnig vel ásamt sambýlismanni sínum og lögfræðingnum Vil- hjálmi Vilhjálmssyni og svo mátti sjá vinina Sverri Bergmann, Auðunn Blön- dal, Hjörvar Hafliðason og Egil Egilsson í góðum gír. Það munaði litlu að Karl Bjarni Guðmundsson, sem kenndur er við Idolið, næði ekki á spítalann í tæka tíð daginn sem stúlkan hans og Brynhildar Söru Brynj- ólfsdóttur kom í heiminn þann 28. júní síðastliðinn. „Það gekk ekki snurðulaust að koma þeim mæðgum upp á spítala því ég varð bensínlaus á Reykja- nesbraut rétt við Grindarvíkur- afleggjara vegna þess að það er ekki hægt að taka bensín með seðlum eftir klukkan 18.00 í Grindavík. Brynhildur bar sig vel þrátt fyrir tvær til þrjár mínútur á milli hríða. Hún sagði við mig á milli hríðanna: „Alveg týpískt fyrir þig Kalli!“. Þá var mamma mín ræst út sem ræsti Hrefnu vinkonu sína sem skutlaðist með okkur á spítalann og þar mætti krútt- sprengjan rúmum klukkutíma síðar, 3850 grömm og 52 sentímetrar,“ segir Kalli Bjarni glaður í bragði. Þess má geta að Kalli spilar á Eyrar bakkahátíðinni um helgina. BENSÍNLAUS OG BARNIÐ AÐ FÆÐAST Það gengur vel hjá leikkonunni Ísgerði Gunnarsdóttur sem flutti til Englands í byrjun sumars til að reyna fyrir sér í kvikmyndabransan- um þar en hún landaði nýlega hlut- verki í breskri bíómynd sem aftur- ganga. „Tökur byrjuðu núna í vikunni og fyrsti dagurinn minn var á mánudag- inn. Þetta er spennumynd sem ber vinnuheitið Four Walls. Leikstjórinn heitir JP Davidson og er líka hand- ritshöfundur. Framleiðandi er Eye- line Entertainment. Ég leik aftur- göngu sem dó á dularfullan hátt svo þetta er mjög blóðugt hlutverk. Ég veit ekki hvort mamma eigi eftir að vilja sjá þetta,“ segir Ísgerður. „Ég fékk sent handritið og las það áður en ég fór í inntökuprófið. Svo var mér sagt hvaða senu við færum í og við gerðum hana á nokkra mis- munandi vegu og svo stuttu seinna var haft samband við umboðsmann- inn minn og mér boðið hlutverkið“. Það hlýtur að taka á að leika hlutverk þar sem þú ert útötuð í blóði? „Jú, það var svo- lítið erfitt af því það var svo rosalega mikið blóð. Það var þrædd slanga í gegnum hárið á mér sem lét blóð- ið leka niður and- litið á mér svo það var svolítið erf- itt að halda aug- unum opnum en maður gerir auðvitað allt til að þetta líti sem best út.“ LEIKUR AFTURGÖNGU Ísgerður leikur afturgöngu í bíómynd. Þórunn Antonía Magnúsdótt- ir, sem gaf nýverið út plötuna Star-Crossed, hitti enga aðra en Kelly Osbourne á tónlistarhátíð- inni Lollapalooza í Chicago. Of Monsters and Men og Sigur rós komu fram á hátíðinni sem og Þórunn. Hún söng með hljóm- sveit inni Thenewno2. Þór- unn er gestasöngkona á plötu hljómsveitarinnar sem kom út í Bandaríkjunum í sumar. Þór- unn hefur í nægu að snúast um þessar mundir því hún planar að halda útgáfutónleika á næst- unni. Þá kemur hún fram á Gay Pride í lok skrúðgöngunnar á morgun. HITTI KELLY OSBOURNE Í CHICAGO Þórunn og Kelly Osbourne á góðri stundu. Öll jakkaföt 15.000 kr. Herra Hafnarfjörður lokar? Stakir jakkar 10.000 kr. Kakí buxur 5.000 kr. Bolir 1.000-2.000 kr. Gallabuxur 2.000-5.000 kr. Skyrtur 5.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.