Fréttablaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 32
10 • LÍFIÐ 10. ÁGÚST 2012 1 Farðu út að labba, skokka eða synda. Á meðan veðrið er svona gott þá er um að gera að nýta það. Það er mjög góð æfing að fara út í hreint loft að taka góða æf- ingu til að koma sér af stað. 30-50 mínútna ganga, skokk eða sund er frábær hreyfing. 2 Ekki byrja of geyst því ef þú ferð of geyst af stað aukast líkurnar á að þú gefist upp vegna eymsla og þreytu eða jafnvel álags- meiðsla. Best er að auka álag smám saman, þannig finnur þú stöðugt aukna vellíðan og hefur ánægju af æfing unum. 3 Þetta verður að vera gaman. Þú ert mun líklegri til að halda þig við æfingarnar ef þú hefur gaman af þeim. Ef þér leiðist þjálfun- in prófaðu þá eitthvað nýtt. Hafðu líka í huga að hugarfarið skipt- ir máli. Oft fer manni fljótt að finnast gaman að æfingun- um þegar maður finnur fyrir aukn- um styrk, þoli og vellíðan sem þessu fylgir. 4 Fjölbreytni er mik i l - væg. Komdu í veg fyrir að þú fáir leið á æfingakerfinu þínu með fjölbreyttum æfingum. Það eru ótal margar leið- ir til að hreyfa sig og þjálfa líkam- ann. Það er þess virði að prófa sig áfram og finna það sem hentar þér. 5 Mataræðið. Eigum við að ræða það eitthvað? HÆTTU AÐ SVINDLA. Ef þú neytir fleiri hita- eininga á dag en líkaminn brennir þá að sjálfsögðu fitnar þú. Þetta er ekki flókið dæmi. Ef þú vilt léttast hratt og örugglega – haltu þig þá við þann hitaein- ingafjölda sem áætlaður er fyrir hvern dag. Gerðu þér grein fyrir því að ef þú borðar eina súkkulaði- kexköku á dag til viðbótar við það sem þú borðar venjulega þá eru líkur á því að þú bætir á þig fimm kílóum á einu ári. 6 Hreyfðu þig. Ef þú vilt léttast hratt – byrjaðu í líkamsrækt. Allar tegundir af líkamsþjálfun sem fá þig til að hækka hjartsláttinn þinn, BRENNA FITU. Hreyfðu þig af krafti í 20-30 mínútur á góðum hraða þannig að þú verðir móð/ur og heit/ur og þú munt brenna hita- einingum af krafti. Regluleg styrkt- a rþ já l fun eykur grunnbrennslu lík- amans sem þýðir að þú brennir fleiri hitaeiningum allan sól- arhringinn. Líkamleg þjálf- un gefur þér aukinn styrk, betri líðan, eykur brennsluna og þar með fjúka kílóin fyrr. 7 Ekki stoppa í sjoppunni. Tíma-skortur getur orðið til þess að við neytum tilbúinna rétta í aukn- um mæli. En með því að elda sjálf/ ur hefur þú meiri möguleika á að gera máltíðina hollari og betri. Það þarf ekki að taka svo langan tíma – hægt er að finna fjölmargar góðar uppskriftir að rétt- um sem er einfalt og fljót- legt að matreiða. Svo er um að gera að virkja börn- in, fá þau með í eldamennskuna og fræða þau um mikilvægi þess að elda holla fæðu. 8 5-6 litlar máltíðir á dag. Þú hefur heyrt þetta áður er það ekki? Þetta skiptir öllu máli. Það að und- irbúa hvern dag fyrir sig er ekki svo mikið vesen. 5-6 litlar máltíðir á dag viðhalda brennslu líkamans og þú hættir þessu kvöldsnarli. Morgun- matur er mikilvægasta máltíð dags- ins. Borðaðu ávexti og grænmeti milli mála. Borðaðu ágætis hádeg- ismat og próteinríkan kvöldmat. 9 Drekktu VATN og neyttu áfengis í hófi. Hóflegt magn af áfengi er ekki skaðlegt en mikil neysla þess hefur án efa slæm áhrif á heilsuna. Áfengi veikir ekki aðeins mótstöðu- aflið heldur eykur einnig matarlyst. Neyttu því áfengis í hófi ef þú vilt léttast hratt. Vatnsdrykkja, aftur á móti, er góð fyrir heilsuna. Drekktu því meira vatn – það verður aldrei of oft sagt. KOMDU ÞÉR Í FORM EFTIR SUMARFRÍIÐ Sumarið er yndislegur tími en því fylgir grill, sósur, vín og gos, svo ekki sé minnst á eftirréttina. Við erum fljót að telja okkur trú um að við eig- um skilið að dekra við okkur en nú fer daginn að stytta og ráð að koma sér aftur í heilbrigða góða rútínu eftir sumarfríið. Freyja Sigurðardóttir, margfaldur Íslandsmeistari í fitness, veit hvernig hægt er að komast í form eftir sumarfríið. Gerðu þér grein fyrir því að ef þú borðar eina súkkulaðikexköku á dag til viðbótar við það sem þú borðar venjulega þá eru líkur á því að þú bætir á þig fimm kílóum á einu ári. MÆJA SIF DANÍELSDÓTTIR Listakona „Ég er nýbyrjuð í einkaþjálfun hjá Steinari í Bootcamp. Hann er æðislegur og svo er ég núna að borða allt grænt.“ HVAÐ GERA ÞÆR? ÁSDÍS OLSEN Háskólakennari í lífsleikni og núvitund „Ég er með gerikomplex eins og dætur mína kalla það. Ég þarf alltaf að vera að. Ég skokka og er í gönguhópi og stunda svo hug- leiðslu til að halda mér á jörðinni. Svo er ég í jógakennaranámi og kenni núvitund úti um allan bæ.“ ÁGÚSTA JOHNSON Framkvæmdastjóri „Leiðin til að koma sér í form eftir sumarfríið er að skipuleggja sig, koma líkamsræktinni inn í dag- skrána og huga að því að koma góðri reglu á mataræðið og fækka hitaeiningum aðeins.“ Póstdreifing | Suðurhraun 1 | 210 Garðabær | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is 365 miðlar treysta okkur fyrir öruggri dreifingu á Fréttablaðinu Við flytjum þér góðar fréttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.