Fréttablaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 42
10. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR26 Á dögunum var skáldsagan Vögguvísa eftir Elías Mar endurútgefin, en hún kom fyrst út árið 1950. Ekki er víst að allir þekki bókina, sem jafnan er talin fyrsta Reykjavíkursagan, en gangi áætlanir eftir verður raunin önnur strax í haust. Vögguvísa verður í brennidepli á lestrarhátíð Reykjavíkur Bók- menntaborgar Unesco í október og verður slagorðið „ein borg, ein bók“ í hávegum haft. Hugmyndin er að allir borgarbúar lesi Vögguvísu og umræðan um hana verði alltum- lykjandi – á öllum skólastigum, í fjölmiðlum, á bókasöfnum, hvar sem er verði fólk að velta fyrir sér Vögguvísu. „Þegar þú ferð í klipp- ingu áttu meira að segja að vera að tala um hana við manneskjuna sem situr við hliðina á þér,“ segir Svav- ar Steinarr Guðmundsson hjá bóka- útgáfunni Lesstofunni, sem stend- ur fyrir endurútgáfunni. Vögguvísa er annað verkið sem kemur út á vegum Lesstofunnar og kemur í kjölfar Angantýs eftir Elínu Thorarensen. „Öfugt við flestar aðrar skáldsögur sem komu út í kringum 1950 er Vögguvísa ekki full af fortíðarþrá og stöðugt að miða borgina við sveitina. Sveit- in er ekki til í hugmyndaheimi ung- linganna í bókinni. Þarna nær Elías að fanga þessa nýju borg, sem er að verða til beint fyrir framan nefið á honum,“ segir Svavar, beðinn um að útskýra hvað geri söguna svo einstaka. Við skriftirnar fór Elías út á meðal unglinga, rannsakaði þeirra tungutak og bjó sér til safn yfir slangurorð og orðasambönd þeirra. Bókin er öll skrifuð á því tungutaki og er því einstök heimild um tján- ingarmáta unglinga þessa tíma. Slangurorðasafnið er birt í heild sinni í endurútgáfu bókarinnar, en áður hefur einungis brot af því birst, í viðtalsbók Hjálmars Sveins- sonar við Elías frá árinu 2007, Nýr 26 menning@frettabladid.is Nýtt verk eftir Kjartan Sveinsson úr Sigur Rós verður frumflutt á hinum árlegu Kammertónleikum á Kirkjubæjarklaustri, sem haldnir verða nú um helgina. Þetta er í 22. sinn sem hátíðin er haldin en listrænn stjórnandi er Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir. Fjöldi tónlistarmanna kemur fram á hátíðinni, bæði einsöngvarar og kórar. Á föstudag flytja Hrólf- ur Sæmundsson baritón, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópr- an og Francisco Javier Jáuregui gítarleikari tónlist eftir Benjam- in Britten, Mátyás Seiber, Carlo Domeniconi og Matthias von Holst, sem öll er byggð á þjóðlagaarfi ólíkra þjóða. Á laugardag flytja Bjarni Thor Kristinsson bassi og Ástríður Alda Sigurðardóttir Álfa- kónginn og fleiri sönglög og ballöð- ur. Á sunnudag lætur Kammerkór Suðurlands til sín taka á lokatón- leikum hátíðarinnar og flytur tón- list eftir sir John Tavener og ýmis íslensk tónskáld. Þá frumflytur kórinn ásamt Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur verkið Stríð eftir Kjartan Sveinsson úr Sigur Rós, við ljóð Halldórs Laxness úr Sjálf- stæðu fólki, en verkið var samið sérstaklega fyrir Kammertónleika á Kirkjubæjarklaustri. Hörður Arnarsson stýrir kórnum. Allir tónleikarnir eru haldnir í félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri. Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri AUSTUR Á KLAUSTUR Fjölmargir listamenn taka þátt í kammerhátíðinni á Kirkju- bæjarklaustri sem haldin verður í 22. sinn um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIOR Nýr deildar- forseti í LHÍ Sigrún Birgisdóttir arki- tekt hefur verið ráðin í stöðu deildarforseta hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands. Sigrún stundaði fyrrihluta- nám í arkitektúr við arki- tektúrdeild Tækniháskólans í Mílanó og við arkitektúrdeild Oxford Brookes-háskólans í Oxford á Englandi. Síðari hlut- ann stundaði hún við Arkitekt- úrháskóla Arkitektasamtak- anna (AA) í London þaðan sem hún lauk lokaprófi 2001. Ferill Sigrúnar hefur fyrst og fremst verið innan háskóla- samfélagsins, en hún hefur starfað sem kennari og fag- stjóri í arkitektúr við háskóla í Bretlandi og við Listaháskóla Íslands. Sérsvið hennar og við- fangsefni eru einkum borgar- fræði með áherslu á samspil einka- og almenningsrýma annars vegar og hins vegar samhengi byggðar og náttúru. SIGRÚN BIRGISDÓTTIR. UPPSKERUTÓNLEIKAR fyrsta norræna kóramóts Norbusang fyrir 16 til 25 ára verða í Hörpu á morgun klukkan fimm síðdegis. Kórarnir flytja tónleikadagskrá ásamt frumsömdu verki eftir tónlistarmennina Þóru Marteinsdóttur og Gunnar Ben. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 10. ágúst 2012 ➜ Tónleikar 17.00 Rannveig Káradóttir sópran, Kristján Jóhannesson baritón og Matthildur Anna Gísladóttir píanó- leikari flytja íslenskar einsöngsperlur í Kaldalóni Hörpu. ➜ Sýningar 20.00 Sýningin Heimsendir opnar í Artíma gallerí, galleríi listfræðinema, að Skúlagötu 28. 23 listamenn sem hafa lokið námi í myndlistardeild Listaháskóla Íslands sýna verk sín sem fjalla um endi heimsins. Muck spilar á opnuninni. 20.00 Opnuð verður sýning á verkum listamannanna Lars Ravn, Holger Bunk og Helga Þorgils Friðjónssonar í Listasafni ASÍ. ➜ Tónlist 12.30 Tríó rússneska harmonikku- leikarans Vadim Fyodorov leikur á ljúfum nótum í Háteigskirkju. Aðgangs- eyrir er kr. 1.000. 12.30 Félagar í Tríó Vadim Fyodorov flytja rússneskan sígaunadjass á næstu hádegistónleikum í Háteigskirkju. Miða- verð er kr. 1.000. 17.30 Hljómsveitin Moses Hightower heldur síðdegistónleika í verslun 12 Tóna við Skólavörðustíg til að fagna útgáfu nýrrar plötu sinnar sem ber heitið Önnur Mósebók. Allir velkomnir. 20.00 Söngvaskáldin Uni og Jón Tryggvi halda tónleika á heimili sínu að Merkigili, Eyrarbakka, í tilefni af Alda- mótahátíð á Eyrarbakka. Ásamt þeim koma fram Myrra Rós, Danimal, Owls of the Swamp og Magnús Leifur. Aðgangur er ókeypis en frjáls framlög vel þegin. 21.00 Tríó rússneska harmonikku- leikarans Vadims Fyodorov leikur á Café Rosenberg. Aðgangseyrir er kr. 1.500. 22.00 Hljómsveitin Lame Dudes flytur eigin lög á Hressó. Hljómsveitin Brimlar hitar upp. Aðgangur er ókeypis. 23.00 Dúettinn Eiki og Bleiki skemmta á Ob-La-Dí-Ob-La-Da Frakka- stíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. ➜ Leiðsögn 12.10 Boðið er upp á hádegis- leiðsögn í Listasafni Íslands. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. Vögguvísa komin aftur í bókabúðir Andi lekandi (kyn- sjúkd.; oftast notað með greini) Asskabla afskaplega (alg. framburður í munni kvenfólks) Augnalok andartak, stuttur tími (notað í staðinn fyrir › bíddu svolítið) Bakarí vandi, vand- ræði, uppsteytur Beibí ung stúlka Beygla léleg fólksflutn- ingsbifreið Bjútí fögur stúlka Blakkt svart, illt (útlit, ástand o.s.frv.) Bless vertu blessaður! Blesspartí kveðjuhóf Deyja að sofna fast sökum ofurölvunar Digga að koma kven- manni til › að digga við e-a Djók skemmtun, góðlátlegt gaman eða blekking, útúrsnúningur Dræva að aka bifreið Dýraríkið Áfengis- verslun ríkisins Fóna að hringja í síma Fótabað kvennafar, samfarir Gleimorboj tísku- klæddur unglingur og tilhaldssamur Glerfínn vel til fara, glæsilegur í útliti Glommugangur fyrir- gangur, ólæti, asi Græj nokk ágætur › hann er græj nokk; ágætur náungi NOKKUR SLANGUR ORÐ ÚR SAFNI ELÍASAR MARAR penni í nýju lýðveldi. Svavar segir stórskemmtilegt að velta fyrir sér orðunum í safninu. „Mörg þessara orða lítum við ekki á sem slang- ur lengur, heldur sem góð og gild íslensk orð, svo sem orðið brand- ari. En svo er líka slangur þarna sem við þekkjum alls ekki í dag, og nokkur kjánaleg orð inn á milli.“ Vögguvísa er önnur bókin sem kemur út á vegum Lesstofunnar frá því hún var sett á stofn fyrir rúmu ári síðan. Að útgáfunni standa fimm fyrrverandi skóla- félagar við Háskóla Íslands, sem vildu vinna að sameiginlegum áhugamáli sínu að námi loknu og láta að sér kveða í íslenskri bók- menntaumræðu. Svavar segir megináherslu lagða á endurútgáfu mikilvægra verka í íslenskri bók- menntasögu, sem fyrir einhverjar sakir hafi týnst eða gleymst. Fleiri endurútgáfur séu væntanlegar frá útgáfunni, auk bæði nýrra þýddra og íslenskra skáldverka. holmfridur@frettabladid.is FÓLKIÐ Í LESSTOFUNNI Þorsteinn Surmeli, Sigrún Margrét Guðmundsdóttir, Anna Lea Friðriksdóttir, Þórunn Kristjánsdóttir og Svavar Steinarr Guðmundsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Krakkasíðan er í helgarblaði Fréttablaðsins krakkar@frettabladid.is Jófríður Ísdís Skaftadóttir er kraftakona sem gæti grýtt kúlu langt. Kringlukast á þó hug hennar allan enda setti hún nýtt landsmótsmet í því um síðustu helgi. BESTU BROTIN ÚR ÞÁTTUM FM 957 FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.