Fréttablaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 20
10. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR20 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is „Kórinn ferðast um heim allan og flytur fjölbreytta tónlist frá tíma endur reisnar til nútímans og hefur komið fram með heimsfrægum lista- mönnum, til dæmis hinum frábæra sellóleikara Yo-Yo Ma. Einnig hefur kórinn á þrjátíu ára ferli sínum sungið inn á fjölda geisladiska. Kórfélagar hafa fengið nokkra reynslu á óperu- sviðinu og hefur kórinn tekið þátt í óperusýningunum Carmen og Tur- andot við Hong Kong-óperuna árin 2005 og 2006,“ segir Margrét Jóhanna Pálmadóttir, aðalstjórnandi og stofn- andi Stúlknakórs Reykjavíkur, sem tekur á móti hinum heimskunna Yip‘s- barnakór frá Hong Kong á morgun. Kórinn syngur í Hörpu á sunnudag milli klukkan tvö til fjögur. „Þau verða með eina tónleikadagskrá í Hörpu og svo koma þau til okkar í þakklætis- skyni og við skiljum eftir góða orku í Grensáskirkju,“ segir Margrét. Kór- arnir sameina krafta sína við guðs- þjónustu klukkan ellefu á sunnudag- inn og á kveðjutónleikum í kirkjunni á þriðjudagskvöld klukkan hálf níu. Sönglistastofnun Dr. Yip Wai-Hong í Hong Kong hefur frá árinu 1983 alið upp þúsundir tón- listarnema og er frumkvöðlastarf hans á sviði söng- uppeldis vel þekkt víða um heim. Í kórnum eru rúm- lega 800 nemendur og ferðast sérstakur tónleikakór um heiminn, þar á meðal hingað til lands. Í honum eru 42 söngvarar og hljóðfæraleikarar á aldrinum níu til sautján ára. Tónleikadagskrá Yip‘s- kórsins er með fjölbreyttasta móti. Hún inniheldur allt frá djassi, þjóð- lagatónlist og trúarlegu efni til vel valdra Broadway-söngleikjalaga og hefur verið flutt í yfir 45 löndum í sex heimsálfum frá árinu 1984. Þetta er önnur heimsókn kórsins til landsins en Margrét var gestgjafi hans árið 1996. „Þá söng hann og dansaði ógleymanlega á menningar- nótt í Ráðhúsi Reykjavíkur,“ segir hún glöð. Kórnum var þá stjórnað af stofn- andanum en nú stýrir Sincere Yip, dóttir hans, kórnum. Hún lauk meist- aragráðu í tónlistarkennslu frá UCLA í Los Angeles árið 1982. „Stúlknakór Reykjavíkur er einnig fjölmennur á okkar vísu og eru félagar nú um 140 á aldrinum fimm til 25 ára. Kórinn tekur inn nýjar stúlkur á hverju ári og er þeim skipt í deildir eftir aldri og getu,“ segir Margrét og bætir við að stofnandi Yip‘s-stofnun- arinnar hafi ekki átt orð yfir hreinan hljóm stúlknakórsins í fyrrnefndri heimsókn. „Hann spurði mig hvern- ig ég færi að því að búa til svona fal- legan hljóm og ég sagði að það væri hernaðar leyndarmál. Það er samt staðreynd að börnin mín syngja mjög hreint þó við séum ekki með svona rosasýningu né æfum fimm sinnum í viku eins og þessir krakkar en ég segi alltaf að sama hvað þið syngið þá nennir enginn að hlusta á ykkur ef það er falskt,“ segir Margrét kokhraust. hallfridur@frettabladid.is MARGRÉT PÁLMADÓTTIR: TEKUR Á MÓTI YIP‘S-BARNAKÓRNUM FRÁ HONG KONG Heimskunn frá Hong Kong FJÖLSKRÚÐUG Yip‘s-barnakórinn hefur flutt fjölbreytta tónleikadagskrá í yfir 45 löndum í sex heimsálfum frá árinu 1984 og heimsækir Ísland um helgina og tekur lagið með sínum einstaka hætti í Hörpu og Grensáskirkju. MARGRÉT PÁLMADÓTTIR JÓN ÓTTAR RAGNARSSON næringarfræðingur á afmæli í dag. „Uppeldi er spurning um ögun og sköpun.“67 Júdóglímukappinn Bjarni Friðriksson hlaut bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Los Angeles þennan dag árið 1984. Hann keppti í 95 kílógramma flokknum. „Það var kominn tími til að íslenski fáninn færi upp eftir flaggstönginni,“ sagði Bjarni eftir að hann hafði tryggt sér verðlaunin. Kóreumaðurinn Ha Hyoun-Zoo sigraði í flokknum, annar varð Douglas Vieira frá Brasilíu. Bjarni hlaut síðan bronsið ásamt Vestur-Þjóðverjanum Günther Neureuther. Glíman um verðlaunasætið gat staðið yfir í sjö mínútur en það tók Bjarna aðeins 4,45 mínútur að leggja Ítalann Yuri Fazi og bronsið var í höfn. Reyndar var Bjarni aðeins einum sentí- metra frá því að keppa um gullið því í næstu viðureign áður, sem var við Douglas Vieira frá Brasilíu, lenti hann örlítið út af vellinum og ógilti með því glímuna. ÞETTA GERÐIST: 10. ÁGÚST 1984 Bjarni Friðriks á verðlaunapall á Ólympíuleikum Bróðir okkar, EIRÍKUR ÞORSTEINSSON frá Blikalóni, Aðalbraut 5, Raufarhöfn, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Húsavík, laugardaginn 4. ágúst. Útför fer fram frá Raufarhafnarkirkju laugardaginn 11. ágúst kl.14.00. Sigmar Þorsteinsson Þorbjörg Jónatansdóttir Ingibjörg Þorsteinsdóttir Jóhann Kristinsson Grétar Þorsteinsson Sigríður Þorsteinsdóttir Árni St. Guðnason Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN ERLA OTTÓSDÓTTIR Álakvísl 124, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 1. ágúst sl. Jarðarför verður auglýst síðar. Jón Viðar Þormarsson börn, barnabörn, barnabarnabörn og tengdabörn. 175 ára afmæli 11. ágúst nk. verður Georg Ormsson vélvirkjameistari 90 ára og þann 11. október nk. verður Ágústa Randrup 85 ára Í tilefni þess langar okkur hjón að bjóða ætting jum og vinum að samgleðjast okkur í sal RKÍ að Smiðjuvöllum 8. Reykjanesbæ kl. 15.00–18.00 laugardaginn 11. ágúst. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SVEINÍNU GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, sem lést fimmtudaginn 26. júlí. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Dvalarheimilisins Höfða, Akranesi. Sverrir Haraldur Björnsson Ingibjörg Óladóttir Anna Björnsdóttir Guðmundur Garðarsson Sævar Rafn Björnsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGMUNDAR PÁLS LÁRUSSONAR múrarameistara, Seljalandi 1, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks lungnadeildar A6 á Landspítalanum í Fossvogi fyrir frábæra umönnun. Anna Hjörleifsdóttir Sigdís Sigmundsdóttir Jón Óskarsson Hjördís Sigmundsdóttir Kristinn Waagfjörð Benedikt Sigmundsson Erna Þórunn Árnadóttir Lárus Sigmundsson Sandra Pohl Þóra Arnheiður Sigmundsdóttir Jóhannes Oddsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, LÁRUS JÓNASSON (Lalli) á Hellu lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi á Hellu 29. júlí. Útförin fer fram frá Oddakirkju laugardaginn 11. ágúst kl. 14.00. Dröfn Lárusdóttir Drífa Lárusdóttir Örn Lárusson Fjóla Lárusdóttir Hrönn Lárusdóttir Ari Lárusson Sighvatur Lárusson Ástkær systir og frænka, ÞÓRUNN STEINUNN JÓNSDÓTTIR Snorrabraut 32, Reykjavík, lést á handlækningadeild Landspítalans, þriðjdaginn 7. ágúst. Jarðsungið verður frá Áskirkju 14. ágúst kl. 13.00. Ósk Jónsdóttir og systrabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.