Fréttablaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 54
10. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR38 GOTT Á GRILLIÐ „Lambainnralæri er í upp- áhaldi núna, en svo er ég líka mikið fyrir sterkar grillpylsur. Mér finnst best að grilla þær alveg í tætlur og helst þannig að þær springi.“ Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR og leikstjóri. „Þetta eru Ólympíuleikarnir í orðaleik og það eru tveir keppendur í úrslitum, íþróttafréttamennirnir Þorkell Gunnar og Einar Örn, og þeir hafa staðið sig alveg gríðarlega vel,“ segir grínistinn Gunnar Sig- urðarson. Gunnar er með leik í gangi á Twitter-síðu sinni þar sem hann skorar á íþróttafréttamennina til að láta viss orð falla í beinni útsendingu. „Ég lít á þetta sem þjálfun í orðanotkun starfsmanna Ríkisútvarps- ins,“ segir Gunnar sem hefur áður verið með sams konar leiki í gangi fyrir fjölmiðlafólk og segir alla hafa hlýtt kalli hingað til. Meðal orða sem þeir Þor- kell Gunnar og Einar Örn hafa þurft að láta flakka í beinni útsendingu eru þvagfærasýking, rotþróar- hreinsiefni, brandugla og sækýr. „Þeir geta notað orðin að vild en hafa staðið sig frábærlega í að koma þeim inn í setningar,“ segir Gunnar. „Ég hef aldrei orðið vitni að svona frábærri orðanotkun hjá nokkr- um starfsmanni ríkisútvarps eða sjónvarps. Þeir eiga heiður skilið fyrir þetta,“ bætir hann við. Gunnar fylgir ströngum reglum þegar hann velur orðin og segir þau aldrei vera íþyngjandi eða niður- lægjandi fyrir neinn. Strákarnir fá bónusstig fyrir gott samhengi í setningu og svo eru erfiðleikastig á orðum og sum gefa fleiri stig en önnur. Þorkell Gunnar leiðir nú keppnina með einu stigi, 10 á móti 9, en Einar Örn á þó leik til góða. „Það verður spennandi að fá þá heim og veita þeim verðlaun fyrir framúrskarandi frammistöðu,“ segir Gunnar og tilnefnir sjálfan sig til verðlauna Jón- asar Hallgrímssonar fyrir verndun á íslenskri tungu. „Það eru Nóbelsverð- launin sem ég stefni á,“ segir hann. - trs Ólympíuleikar í orðanotkun FRÁBÆR ORÐANOTKUN Báðir hafa þeir Þorkell Gunnar og Einar Örn staðið sig með prýði í orðaleik Gunnars. Þorkell Gunnar leiðir með einu stigi en Einar Örn á leik inni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Við erum í skýjunum yfir að fá svona reynslu- bolta til liðs við okkur í ár,“ segir Hrönn Mar- ínósdóttir hjá Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF, en formaður dómnefndar á hátíðinni í ár verður Geoffrey Gilmore, stjórn- andi Tribeca-hátíðarinnar. Gilmore er virt nafn innan kvikmynda- iðnaðarins en hann stjórnaði Sundance-hátíð- inni í 19 ár áður en hann hóf störf hjá Tribeca fyrir þremur árum. Sundance er ein stærsta óháða kvikmyndahátíðin í Bandaríkjunum og segir Hrönn það mikils virði að fá að kynna Gilmore fyrir því sem er gerast kvikmynda- menningu hér á landi. Hann er einnig kennari við kvikmyndadeild UCLA-háskólans í Los Angeles og hefur verið í dómnefnd á kvik- myndahátíðum um allan heim. „Það verður mjög gaman að taka á móti honum og kynna hann fyrir landi og þjóð. Þetta snýst allt um að búa til tengslanet fyrir áframhaldandi samstarf og er mikið tæki- færi fyrir þá sem að hátíðinni koma,“ segir Hrönn og fullyrðir að Gilmore hafi ekki tekið sér langan tíma til umhugsunar eftir að RIFF hafði samband. „Hann stökk á tækifærið og er mjög spenntur yfir að koma.“ Í ár eru það tólf myndir sem keppa um aðalverðlaun hátíðarinnar, gullna lundann, en RIFF fer fram dagana 27. september til 7. október næstkomandi. Þetta er í níunda sinn sem hátíðin er haldin en ásamt Gilmore verða tveir aðrir aðilar í dómnefnd sem ekki er búið að staðfesta enn þá en undirbúningur fyrir RIFF er í fullum gangi. - áp Reynslubolti formaður dómnefndar á RIFF REYNSLUBOLTI Geoffrey Gilmore, stjórnandi Tribeca- kvikmyndahátíðarinnar, verður formaður dómnefndar á RIFF, alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. NORDICPHOTOS/GETTY Áfangar í boði AVV-323 verkleg vélvirkjun EÐL - 102 eðlisfræði HSU-102/212 verkleg suða IRM - 102 iðnreikningur HSU 232 verkleg þunnplötusuða, ál / stál / ryðfr. EFM - 103 efnisfræði málma LSU-102/202 verkleg suða ITM - 213 tölvuteikning / inventor RSU-102/202 verkleg suða RAF - 113 bókleg rafmagnsfræði REN-103/203 rennismíði fyrir byrjendur REN - allir áfangar bókleg rennismíði REN-344/443 rennismíði framhald VFR - 223 fagbókleg vélfræði VÖK - 123 verkleg vökvatækni VÖK - 122 bókleg vökvatækni TTÖ - 103 tölvuteikning f. byrjendur Verklegir Bóklegir Málmiðngreinar dreifnám - haustönn 2012 Innritun í dreifnám í málmiðngreinum verður eftirfarandi daga: föstudag 10. ágúst kl. 17 - 19 laugardag 11. ágúst kl. 11 - 14 Kennt verður í dreifnámsformi og fá nemendur aðgang að moodle þar sem verða próf og upplýsingar um námið. Námið er góður kostur fyrir þá sem hyggjast taka sveinspróf í málmiðngreinum. Allar suðugreinar, s.s. MIG/MAG, TIG, logsuða og rafsuða, eru kenndar og að auki handa- og plötuvinna, aflvéla- virkjun, rennismíði, grunnteikning, tölvuteikning og rafmagnsfræði. Upphaf kennslu: miðvikudagur 22. ágúst. Lok kennslu: þriðjudaginn 30. nóvember Ath. Áfangar geta fallið niður, náist ekki nægur fjöldi í hópa. Sjá einnig á vef skólans www. bhs.is Skólameistari „Ég samdi lag og texta, syng aðal- röddina og bakraddirnar og spila alla strengi, svo ég held að það sé óhætt að segja að þetta lag sé svo- lítið ég,“ segir Eurovision-farinn Greta Salóme Stefánsdóttir hlæj- andi. Greta Salóme gefur út lagið Everywhere Around Me í dag, en það er hennar fyrsta lag frá því að Eurovision-ævintýrinu lauk og jafnframt fyrsta lagið af væntan- legri plötu hennar sem kemur út fyrir jól. Að sögn Gretu er lagið mjög ólíkt Eurovision-laginu Never Forget og töluvert harðara en allt sem hún hefur gert hingað til. „Við Þorvaldur Bjarni veltum því lengi fyrir okkur í hvaða átt við vildum stefna. Ég settist svo niður við hljómborðið og þetta varð afraksturinn,“ segir hún og bætir við að Þorvaldur Bjarni hafi líkt laginu við blöndu af henni, Muse og Florence and the Mach- ine. Hún segist alls ekki stress- uð yfir að koma með nýtt lag til að feta í fótspor Eurovision-lags- ins vinsæla. „Það er svo frelsandi að geta gert lag sem þarf ekki að passa inn í neinar formúlur. Í Eurovision eru manni settar ákveðnar skorður en í þessu lagi get ég einbeitt mér að því sem ég vil gera. Þetta er miklu meira svona popprokklag sem ég held að komi til með að höfða til töluvert breiðari hóps en bara Eurovision- aðdáenda,“ segir hún. Greta eignaðist mikið af erlend- um aðdáendum þegar hún fór til Bakú sem fulltrúi Íslands í Euro- vision í maí. Margir þeirra hafa fylgt henni eftir síðan þá og bíða nýja lagsins með eftirvæntingu. „Eftir að ég gaf það út að nýtt lag væri væntanlegt er ég búin að fá mikið af pósti og fyrirspurnum frá fólki alls staðar að sem eru að spyrja um það. Ég finn alveg að það er verið að bíða eftir þessu lagi,“ segir hún. Hún lítur þátttök- una í Eurovision mjög jákvæðum augum þrátt fyrir að stefna ekki að því að taka þátt aftur. „Þessi keppni er algjörlega frábær stökk- pallur fyrir þá sem eru að vinna með tónlist til að koma sér á fram- færi. Það er bara mikilvægt að nýta sér meðbyrinn eftir svona keppni og halda áfram. Fyrir mér var Eurovision bara rétt blábyrj- unin og núna fyrst er partýið að byrja,“ segir hún spennt. Lagið verður frumflutt hjá Rúnari Róberts á Bylgjunni í dag klukkan 13.30. tinnaros@frettabladid.is GRETA SALÓME: ÉG FINN AÐ ÞAÐ ER VERIÐ AÐ BÍÐA EFTIR ÞESSU LAGI Gretu engar skorður settar í nýju popprokklagi EKKERT STRESSUÐ Gréta Salóme Stefánsdóttir sendir frá sér sitt fyrsta lag eftir Eurovision-ævintýrið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Bandaríski söngvarinn Tony Benn- ett kemur fram á tónleikum í Hörp- unni í kvöld. Söngvarinn lenti ásamt föruneyti sínu á Reykja- víkurflugvelli í hádeginu í gær og hélt þá strax út á land til að skoða náttúru landsins. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins lá leið Bennetts og fjöl- skyldu út fyrir borgarmörkin skömmu eftir lendingu, en hann var sagður spenntur fyrir því að virða fyrir sér náttúrufegurð landsins. Með honum í för voru eiginkona hans, sonur og dóttir hans, Ant- onia Bennett, sem mun einnig koma fram á tónleikunum í kvöld. Fréttablaðið hefur einnig heim- ildir fyrir því að óskalisti söngv- arans gamalkunna sé mjög hóf- stilltur. Bennett fer meðal annars fram á að í búningsherbergi hans sé ávaxtaskál, nokkrar samlokur, koffínlaust kaffi, vatnsflöskur og tvær vínflöskur. Hann óskar einn- ig eftir því að stór spegill sé í her- berginu sem og stóll með beinu baki og nokkur handklæði. Ferill Bennetts spannar um sex- tíu ár og á þeim tíma hefur hann fengið sautján Grammy-verðlaun, tvenn Emmy-verðlaun og selt um 50 milljón plötur um heim allan. - sm Hógvær stórsöngvari HÓGVÆR Tony Bennett kom til landsins í gær. Óskalisti söngvarans er stuttur og kröfunum stillt í hóf. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.