Fréttablaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 16
16 10. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR F ramtíðarsýn Reykjavíkurborgar í málefnum fatlaðra er að fatlað fólk sem þarf aðstoð í daglegu lífi á að geta valið hvernig hún er veitt. Þessi sýn er kjarninn í þróunar- og tilraunaverkefni á vegum velferðarsviðs borgarinnar en verkefnið byggir á handbók og leiðbeinandi reglum um notendastýrða persónulega þjónustu (NPA) sem unnar hafa verið á vegum velferðarráðu- neytisins. Nú er lýst eftir þátttakendum í verkefninu á þjónustu- svæði Reykjavíkurborgar og Seltjarnarness. NPA byggir á því að notandi þjónustunnar er sjálfur verk- stjórnandi varðandi þá þjónustu sem hann fær. Í stað þess að taka við þjónustu og starfsfólki sem aðrir hafa ákveðið og valið þá velur hann sjálfur aðstoðarfólk sitt og ákveður hvaða störf það á að inna af hendi. Með samningi um NPA fær notandinn þannig greiðslu sem hann á að ráðstafa sjálfur í stað þjónustunnar sem honum stæði ella til boða. Þessi leið eykur ekki bara sjálfstæði fatlaðs fólks og sjálfræði heldur getur hún einnig reynst hagkvæmari vegna þess að með þessari aðferð er þjónustan löguð að hverjum og einum á hverjum tíma. Þannig þarf sá sem þjónustuna notar ekki að laga sig að þeirri þjónustu sem í boði er heldur sníður hann hana sjálfur að sínum þörfum. Frelsið til að velja aðstoðarfólkið skiptir einnig máli, ekki síst fyrir fólk sem þarf aðstoð við daglegar persónulegar athafnir sínar. Það segir sig sjálft hversu mikil bót felst í því að geta sjálfur valið fólk sér til liðsinnis þar. Loks hefur reynslan sýnt að það er síst kostnaðarsamara að veita þjónustuna með þessum hætti en með „gamla laginu“, að gera hinum fötluðu að laga sig að þeirri þjónustu sem til boða stendur. Að mati Freyju Haraldsdóttir, framkvæmdastjóra NPA mið- stöðvarinnar, getur NPA þjónusta gerbreytt lífi fatlaðs fólks. Sjálf hefur Freyja lokið háskólanámi, leigt sér eigin íbúð og farið út á vinnumarkaðinn í fullt starf eftir að hún fékk notendastýrða persónulega þjónustu. „Ég er ekki lengur bótaþegi vegna þess að ég er í fullri vinnu. Þetta hefur fært mig úr því að vera annars flokks þjóðfélagsþegn, notandi sjálfboðastarfs foreldra og vina, í að vera fyrsta flokks þjóðfélagsþegn, sem hefur réttindi og skyldur í samfélaginu,“ segir Freyja í frétt hér í blaðinu og ef þetta er ekki árangur, hvað er þá árangur? Allir, fatlaðir sem ófatlaðir, eiga rétt á að lifa lífi sínu með reisn. Í því felst meðal annars að taka ákvörðun um sína eigin þörf fyrir þjónustu og að velja sjálfur það fólk sem sinnir störf- unum. Í því að lifa lífi sínu með reisn felst líka, ef út í það er farið, að ákveða sjálfur hvern maður tekur með sér í kjörklefann, full- trúa kjörstjórnar, persónulegan aðstoðarmann eða venslamann, sé maður ekki fær um að greiða atkvæði án aðstoðar. Þannig er krafan um rétt fatlaðra til að velja þann sem fer með þeim í kjör- klefann angi af sömu þróun og NPA þjónustan. Stefnt er að því að lögbinda notendastýrða persónulega þjón- ustu á næstu árum. Öllu skiptir að staðið verði við þá stefnu. FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR Steinnunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is SKOÐUN Hinsegin dagar í Reykjavík Þorvaldur Kristinsson varaformaður Hinsegin daga Hinsegin dagar í Reykjavík eru nú haldnir í fjórtánda sinn. Frá því að vera lítil eins dags hátíð sem fimmtán hundruð gestir sóttu, hefur hátíðin vaxið og dafnað með hverju ári og er núna litrík sex daga hátíð sem 80–90 þúsund manns sækja. Hinsegin dagar hafa ótrúlega þýðingu fyrir samkynhneigða, tvíkynhneigða og transfólk á Íslandi. Hátíðin hefur eflt fólki kjark og verið því vettvangur til að standa stolt frammi fyrir samborgurum sínum. Hinsegin dagar eru staðfesting þess að samstaðan færir okkur djörfung og virð- ingu þegar rétt er á málum haldið. En hátíðin hefur ekki eingöngu verið hinsegin fólki ávinningur í baráttu þess. Hinsegin dagar eru einn litríkasti þáttur- inn í menningarlífi Reykvíkinga og njóta meiri vinsælda en flestir aðrir viðburðir á Íslandi. Viðurkenningin sem þjóðin sýnir með þátttöku sinni, gleði og stuðningi er stærsta inneign Hinsegin daga. Hátíð Hinsegin daga í ár stendur í sex daga. Þessa daga leggjum við okkur fram um að miðla menningu hinsegin fólks, til skemmtunar, til fróðleiks, til íhugunar og ekki síst til að brýna fyrir sjálfum okkur og þjóð okkar að öll berum við ábyrgð hvert á öðru, að barátta hinsegin fólks fyrir mann- virðingu og mannréttindum er ekki einka- mál þeirra sem í hlut eiga heldur varðar hún alla Íslendinga. Ekki síður er mikilvægt að muna það á hátíð Hinsegin daga að málstaður mann- réttinda er ekkert einkamál þjóða. Á liðnum árum hafa Hinsegin dagar reglulega boðið til sín gestum frá ríkjum þar sem hinsegin fólk á í vök að verjast, þiggja fræðslu, hlusta, nema, og gefa gestunum stund- um góð ráð. Þá hafa Hinsegin dagar lagt drjúgan skerf af mörkum til að mótmæla misrétti og mannréttindabrotum um allan heim. Því að málstaður mannréttinda þekk- ir engin landamæri. Við þökkum þjóðinni ómetanlegan stuðn- ing á liðnum árum og bjóðum bæði Íslend- inga og erlenda gesti velkomna á fjórtándu Hinsegin daga í Reykjavík sem ná hámarki með gleðigöngunni laugardaginn 11. ágúst. Viðurkenningin sem þjóðin sýnir með þátt- töku sinni, gleði og stuðningi er stærsta inneign Hinsegin daga. Semjum við okkur sjálf Þór Saari, þingmaður Hreyfingar- innar, segir í samtali við Morgun- blaðið að meginviðfangsefni næstu ríkisstjórnar sé að endursemja um róttæka endurskipulagningu á vaxtagreiðslum og endurgreiðslum á skuldum ríkis og sveitarfélaga. Hann segir aðeins spurningu um hvaða flokkar viðurkenni það fyrir kosningar. Þór er hluti af nýju stjórn- málaafli, Dögun, og því má telja að þetta verði stefna þess flokks. Það er spurning hvort helstu lánardrottn- ar Íslendinga, til dæmis Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn og Norðurlöndin, vita af þessu. Eða eigum við að semja um okkur sjálf, jafnvel í stjórnar- myndunarviðræðum? En er það ekki jákvætt? Þór segir, við sama tækifæri, að skuldabyrði hins opinbera sé ósjálf- bær. Einhver hefði haldið að það væri gott, því sjálfbærni gengur út á það að ganga ekki það hart að einhverju að það gangi á höfuð- stólinn. Ósjálfbær skuldastaða hlýtur því að vera staða þar sem gengur á höfuðstólinn, sem ætti að vera gott. Bendir á vandræðagang Óhætt er að segja að áhugi kínverska fjárfestisins Huangs Nubo á uppbyggingu á Grímsstöðum á Fjöllum hafi orðið ríkisstjórninni vandræðamál. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, bendir á þetta í pistli á heimasíðu sinni. Hann rifjar upp að nú eru tvö ár síðan fyrst fréttist af áhug- anum. Það sé því sérkenni- legt að nú fyrst ákveði ríkis- stjórnin að móta sér stefnu í málinu. Umhugsunarverður punktur. kolbeinn@frettabladid.is Notendastýrð persónuleg aðstoð er framtíðin í þjónustu við fatlað fólk: Líf með reisn Kveðja frá Hinsegin dögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.