Fréttablaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 18
18 10. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR Í síðustu grein rakti ég þann mikla árangur sem náðst hefur í efnahagsmálum á þessu kjör- tímabili. Forsenda þessa bata er skynsamleg efnahagsstefna sem mörkuð var í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og þessi ríkisstjórn hefur unnið eftir allt kjörtímabilið. Samfylkingin ber lykilábyrgð á þessari stefnu, jafnt í fyrri ríkisstjórn og þeirri sem nú situr. Hún fól í sér blandaða leið skattahækkana, tímabundins hallarekstrar, skuldaúrvinnslu og niðurskurðar í ríkisútgjöldum, til að koma á jöfnuði í ríkisrekstri og leggja grunn að heilbrigðri endurreisn. Við nýttum okkur sam vinnuna við AGS til að milda höggið af hruninu. Um allan hinn vestræna heim glíma ríki nú við afleiðingar fjármálakreppunnar og að laga útgjöld að tekjum. Í mörgum löndum hefur ríkið axlað svo miklar byrðar vegna fjármála- kerfisins að rekstur ríkisins til lengri tíma er í hættu. Tvær leiðir eru einkum boðaðar til lausnar: Í Bretlandi hafa stjórnvöld boðað mikinn niðurskurð ríkisútgjalda. Víða annars staðar hafna stjórn- völd lækkun ríkisútgjalda og vilja halda áfram hallarekstri og skuldasöfnun til að standa vörð um samneysluna í anda hugmynda Keynes frá fjórða ára- tugnum. Báðar leiðirnar eru stór- gallaðar og duga ekki til að glíma við þá erfiðu stöðu sem uppi er. Breska leiðin lækkar vissulega útgjöld, en hún hefur margvísleg neikvæð áhrif. Niðurskurðurinn beinist í ríkum mæli að milli- færslum úr opinberum sjóðum – greiðslum til atvinnulausra, líf- eyrisþega og barnafólks. Af því leiðir að allir þessir hópar hafa minna milli handanna og halda að sér höndum í neyslu. Fyrir vikið dregst hagkerfið saman meira og fyrr en ella. Bresk stjórnvöld fara nú þessa leið, þrátt fyrir ókosti hennar, vegna þess að hægri menn hafa þar það póli- tíska markmið að brjóta niður þá umgjörð félagslegrar samstöðu sem vinstri stjórn Verkamanna- flokksins tókst að byggja upp allt frá 1997. Stefna sem þessi brýtur niður félagslega samstöðu, eykur misskiptingu og fækkar þeim tækifærum sem við þurfum öll á að halda. Leið hallareksturs er hins vegar enginn raunverulegur val- kostur við niðurskurð. Hún er vissulega skynsamleg til skamms tíma og getur þá forðað því að kreppa dýpki um of, en við getum aldrei komist undan þeim gömlu sannindum að enginn getur eytt um efni fram. Mörg Evrópuríki eru nú komin í öngstræti vegna þess að þau hafa forðast að taka á sóun í ríkisrekstri og treyst á að þau gætu fjármagnað halla- rekstur á meðan á kreppunni stæði. Þau standa núna frammi fyrir því að þurfa að skera meira niður en þau hefðu ella þurft, til að koma ríkisrekstrinum í horf. Fjármálakreppa ársins 2008 hefur þróast í alvarlega skulda- kreppu, sem gerir ósjálfbæran hallarekstur ómögulegan. Keynes myndi varla ráðleggja nokkru ríki í hættu vegna ofskuldsetningar að auka á hana, væri hann á lífi í dag. Við núverandi aðstæður er óhjákvæmilegt að taka á skulda- stöðu fyrirtækja og heimila. Ef ríkið getur ekki stutt við kaup- getu fólks eða umsvif í hag- kerfinu með hallarekstri, liggur beinast við að þvinga fjármála- kerfið til að horfast í augu við að kröfur þess á fyrirtæki og heimili eru óraunsæjar og þurfa lækkunar við. Um alla Evrópu blasir við að allur kraftur verði að óbreyttu soginn úr efnahagslíf- inu, því fyrirtæki og heimili eru læst í skulda viðjum. Hin íslenska leið er sérstök að því leyti að skuldaúrvinnsla var lykilþáttur í hinni íslensku efnahagsáætlun og skuldastaða heimila og fyrirtækja er færð að greiðslugetu og raun- virði rekstrar og eigna. Við fórum þessa blönduðu leið, enda er kreppan núna ekki sú sama og sú sem Keynes glímdi við á fjórða áratugnum og ekki heldur nein venjuleg fjármála- kreppa, sem kenningar Hayeks geta leyst. Við nýttum okkur leið halla- rekstursins í upphafi efnahags- áætlunar okkar. Ríkissjóðs hallinn var á þriðja hundrað milljarða árið 2008, en stærstur hluti niður- skurðar ríkisútgjalda kom ekki til fyrr en á fjárlögum ársins 2011. Þannig gátum við – með aðstoð og lánafyrirgreiðslu AGS – haldið ríkisútgjöldum háum lengur en ella. Það olli því að kreppan varð ekki eins djúp hér og hún hefði ella verið og atvinnuleysið komst aldrei í þær hæðir sem spáð var í upphafi. Millifærslukerfið – greiðslur til atvinnulausra, lífeyr- isþega og barnafólks – hélst lítt skert og gegndi þannig hlutverki til sjálfvirkrar sveiflujöfnunar. Fólk hafði meira milli handanna fyrst eftir hrun en ef strax hefði verið ráðist í niðurskurð. Fyrir vikið dróst hagkerfið ekki eins mikið saman og ella hefði verið. Við tókum líka á í ríkisrekstr- inum. Velferðarþjónustunni var hlíft við niðurskurði. Verkefnið var alltaf það að freista þess að veita jafn góða þjónustu með minni tilkostnaði. Þessi forgangs- röðun sást meðal annars í því að á árunum 2009 og 2010 var algengt að uppsafnaður sparn- aður í almennri stjórnsýslu væri 17-19%, en á sama tíma drógust framlög til þjónustu við fatlaða saman um 2,6%. Óhjákvæmi- legt var að draga úr útgjöldum til almannatrygginga. Þar var líka forgangsraðað og sparnaði náð með því að lækka greiðslur til þeirra sem mest höfðu milli handanna en grunnfjárhæð bóta ekki snert. Með sama hætti voru hámarksgreiðslur til foreldra í fæðingarorlofi lækkaðar, en ekki snert að neinu leyti við tímalengd fæðingarorlofs eða greiðslum til tekjulægri foreldra. Þessi for- gangsröðun var auðvitað erfið, en hún er skýr vitnisburður um að það skiptir máli hverjir stjórna. Við hækkuðum svo skatta, því það var óhjákvæmilegt. Í efna- hagsóstjórninni á árunum 2003- 2007 hafði verið gengið svo langt í skattalækkunum að ríkissjóður þoldi ekki eitt einasta venjulegt ár. Stöðug uppsveifla var for- senda þess að skattaumhverfi Sjálfstæðisflokksins gengi upp. Það var engin leið að reka nor- rænt velferðarkerfi með þeim skatttekjum sem til ráðstöfunar voru. Þess vegna var óhjákvæmi- legt að hækka skatta, en þeir voru hækkaðir meira á þá sem voru betur í færum til að borga þá. Þessi blandaða leið skilaði miklum árangri. En verkefninu er ekki lokið. Við þurfum að treysta í sessi þann efnahagslega árangur sem þegar hefur náðst, þótt við búum við erfið ytri skilyrði – mikla skuldsetningu, versnandi lánskjör og gjaldeyrishöft. Um það verkefni fjalla ég í næstu grein. Íslenska leiðin Efnahagsmál Árni Páll Árnason alþingismaður Heimþrá þarf maður vart að hafa á Ítalíu, hér er allt svo eðlilegt: ■ Góðir í skandölum – komast upp með þá. ■ Peningar gufa upp á milli staða sem enginn veit hvar eru – upp- haf og endalok óskilgreind – ekki sakar að hafa heilaga jómfrú með í för – svo sem meistari Megas hefur reynt að kenna okkur. ■ Gæðingar fá gefins alls kyns dótarí – jarðir og uppsprettur, sveitarfélög og jafnvel sorpið sem hægt er að græða á – með því að gera ekkert við það. Þetta er allt einhvern veginn mjög heimilislegt. ■ Ítalir gætu jafnvel fengið lánaða forsetaræðuna góðu frá fundi í Sagnfræðingafélaginu í janúar 2006. Þar flutti forseti lýð veldisins lofgjörð um einstaka eðlisþætti Íslendingsins – eðlisþætti sem gera Íslendinginn að frumafli hins viti borna manns og útskýrir hvers vegna íslenskir athafnamenn bera sigurorð af öðrum. Ætti eiginlega að vera skyldulesning í skólum til varnar þeim hroka, siðblindu og sérgæsku sem einkennir ræðuna. En, aftur að efninu, er fellur sem flís við rass Rómverja, kæmi ekki til söguleg sérviska. Við mér blasir miðborg Rómar – besta byggingarsvæði borgar- innar – því vissulega væri hægt að byggja hér – en hvað sér auga mitt? Þið haldið mig skrökva þegar ég lýsi útsýninu – þannig að – fáið ykkur sæti ágætu lesendur svo þið komist heilir frá þessu – en sann- leikurinn er sagna bestur. Það sem við blasir hér í þessari gömlu og að mörgu leyti virðulegu borg eru rústir – segi og skrifa RÚSTIR – sumt jafnvel svo gamalt dót að óvíst er um upprunann! Og ekki nóg með að þessum ósköpum sé haldið til haga heldur er þetta sýnt – jafnvel erlendum gestum! Hér væri nær að nota hinn íslenska drifkraft – moka yfir dótið eins og gekk svo blessunar- lega vel með gamla Víkurkirkju- garðinn og á nú að halda áfram með Ingólfstorg/Hallærisplan. Þannig mætti í Róm moka yfir Largo d´Argentina – þar sem Júlíus Cesar var drepinn um árið, henda Colosseum á haugana – eða alla vega draga það upp í Árbæ þeirra Rómverja og endurreisa þar rústirnar. Hér í Róm skortir greinilega alla framtíðarsýn. Tillaga mín er einfaldlega sú, að íslenska þjóðin sýni nú loksins hvað í henni býr, fordæmið höfum við gefið jafnt og þétt með því að ryðja miðborg Reykjavíkur burt. Eðli málsins samkvæmt er embætti forseta Íslands hið eina sem væri þessum vanda vaxið – alvant þjóðarsefjun og aðstoð við íslenska ofurhuga. Nú verði kýlt á alvöru útrás: Íslenskir hótelhugsjónamenn sam- einist um það – undir leiðsögn for- seta lýðveldisins – að drífa þetta af stað. Samhliða því að miðborg Reykjavíkur verði hótelvædd frá Aðalstræti 6 og upp úr hefjist endur reisn Rómaborgar!! Sýnum djörfung og dug Skipulagsmál Birna Þórðardóttir ferðaskipuleggjandi Velferðarþjónustunni var hlíft við niður- skurði. Verkefnið var alltaf það að freista þess að veita jafn góða þjónustu með minni tilkostnaði. HALLDÓR BALDURSSON FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag LOKSINS FÁANLEG Á NÝ!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.