Fréttablaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 10. ágúst 2012 17 Þegar ég heyri orðið „Ólympíu-andi“ sé ég ósjálfrátt fyrir mér sárþjáðan, haltrandi íþrótta- mann að reyna að klára hlaup undir dynjandi lófataki áhorf- enda. Með aukinni þátttöku almennings í íþróttum er reyndar vonandi kominn meiri skilningur á því að það er ekkert sérlega skynsamlegt að menn reyni að staulast í mark í 800 metra hlaupinu með tognað læri. Enginn íþróttamaður á Ólympíuleikunum ætti að þurfa að sanna að hann geti að hlaupið tvo hringi í kring- um hlaupabrautina. Lengst framan af Ólympíu- leikum nútímans var gerð krafa um að þeir íþróttamenn sem tækju þátt væru áhuga- menn, þ.e.a.s. að þeir þæðu ekki greiðslur fyrir íþróttaiðkun sína. Bandarískur fjölþrautarkóngur af indíánaættum, Jim Thorpe að nafni, var þannig sviptur öllum verðlaunum eftir leikana 1912 þegar upp komst að hann hefði nokkrum árum áður fengið greitt smáræði fyrir að spila hafnabolta. Þeirri skammarlegu ákvörðun var snúið við árið 1983, þremur áratugum eftir andlát hans. Göfugi viðvaningurinn Kröfur um áhugamennsku í íþróttum eiga rætur sínar að rekja til tískubylgju meðal evrópskra efri stétta á 19. öldinni. „Heilbrigð sál í hraustum líkama“ hugsuðu menn og létu hefðardrengi í einka- skólum róa árabátum, hreystinnar einnar vegna. Upp úr þessu varð síðan einhver hugmyndafræði um að það væri göfugra að stunda íþróttir, eða aðra iðju, án þess að fá borgað fyrir það. Svona þankagangur getur virkað heillandi en í raun var þetta ein leið til að útiloka fátækt fólk frá íþróttakeppnum. Ef menn geta ekki fengið borgað fyrir að kasta bolta og hlaupa þá er ólík- legra að fátækt fólk geti gert mikið af því. Jim Thorpe afsakaði sig á sínum tíma með þeim orðum að hann hefði einfaldlega verið ungur indíánaskólastrákur sem vissi ekki margt um heiminn og áttaði sig ekki á því að rangt væri að spila hafnabolta fyrir pening. Lái honum hver sem vill. Smám saman lenti íþróttahreyf- ingin í æ meiri vandræðum með áhugamannahugtakið. Kommún- istaríkin sendu inn gnótt „náms- manna“, „hermanna“ og „verka- manna“ sem í reynd voru ekkert annað en ríkisstyrktir atvinnu- menn í íþróttum. Það fjaraði undan reglunum og þær voru loks afnumdar að mestu eftir Ólympíu- leikana í Seúl 1988. Nú fá allir að keppa um Ólympíugull, óháð því hvernig þeir fjármagna þjálfun sína. Það er ekkert að áhugamönnum. Öll erum við áhugamenn í ein- hverju. En það er engin ástæða til að dásama það umfram annað að einhver sé að gera eitthvað án þess að fá borgað fyrir það. Í raun er hitt merkilegra: að verða það góður í einhverju að einhver vilji gefa manni pening fyrir að gera það. Fólk lætur peninga ekki svo auðveldlega af hendi. Á Íslandi fá of fáir borgað fyrir það sem þeir gera vel. Hve oft spyrjum við ekki spurninga sem byrja á orðunum „þekkirðu ein- hvern sem … “? Þekkirðu ein- hvern sem kann að mála … getur passað fyrir mig … getur hjálpað mér að flytja … er með geymslu … er góður í stafsetningu … kann að gera við hjól? Ég held að það væri betra ef við myndum fá fleiri atvinnumenn í hinu og þessu og venja okkur á að nota þá. Sérhæf- ing er ekki vond. Það er ekkert að því ef einhver vill borga ein- hverjum fyrir að þrífa heima hjá sér. Það þurfa ekki allir að vera áhugamenn i þrifum. Ólympíuleikar í hverri borg Áhugamennskan er horfin úr Ólympíuleikunum. Flesta íþrótta- menn sem taka þátt í leikunum dreymir líklegast um aðeins meira en bara það að „vera með“. Það er hið besta mál. Ólympíu- leikarnir standa fyrir sínu sem íþróttaveisla þar sem þjóðir keppa sín á milli í sleggjukasti og baksundi í stað þess að keppa í átökum og hernaði. Þau skila- boð halda og veislan sjálf hefur aldrei verið glæsilegri. Langi einhvern hins vegar að upplifa þann hluta Ólympíuhug- sjónarinnar sem snýst um það að íþróttir séu fyrir alla, áhuga- menn jafnt sem atvinnumenn, og að það skipti ekki höfuðmáli að vinna heldur að vera með, þá þurfum við ekki að örvænta. Almenningshlaup eins og Reykja- víkurmaraþonið ná nefnilega ágætlega að ná utan um þá pælingu. Ólympíuandinn svokallaði Pawel Bartoszek Stærðfræðingur Í DAG Samstaða kynslóða Æskan er dýrmæt. Þá er grunnurinn lagður að því sem koma skal í lífi hvers og eins okkar. Eitt af mikilvægustu verkefnum kjörinna fulltrúa í lýðræðis samfélagi, hvort sem er hjá ríki eða sveitarfé- lögum, er að sjá börn- um fyrir öruggum aðstæðum og nægum tækifærum ti l að þroska hæfileika sína. Á Íslandi hefur nán- ast ríkt þverpólitísk sátt um þetta grund- vallarverkefni. Mikil- vægt er að svo verði áfram, svo mennta- kerfið geti tryggt jöfnuð á milli barna, óháð efnahag foreldra þeirra. Aukinn jöfnuður er ein besta leiðin til að auka velsæld og hamingju í samfélaginu, en allt þetta hljótum við að vilja sem veganesti fyrir afkomendur okkar. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst 12. ágúst alþjóðlegan dag æsk- unnar og þetta árið er sjónum beint að samstöðu ólíkra kynslóða um betri heim. Samtalið þeirra á milli er mikilvægt og er ástæða til að brýna okkur til að hlusta á raddir komandi kynslóða – að vinna með æskunni, fyrir æsk- una. Mörg stærstu vandamál samtímans eru þess eðlis að þau munu lenda með auknum þunga á komandi kynslóðum. Loftslagsbreytingar af manna völdum, aukinn ágangur á auð- lindir jarðar, ósjálfbær neysla og lifnaðar hættir – allt eru þetta dæmi þess að þær kynslóðir sem halda um stjórnartaumana taka ótæpilega að láni frá komandi kynslóðum. Það er mikilvægt að horfast í augu við þessar skuldir og sporna við óhófi. Nýjum námskrám er meðal annars ætlað að gera komandi kynslóðir betur í stakk búnar til að takast á við þær miklu áskoran- ir sem fram undan eru. Aukin áhersla á gagn- rýna hugsun og lýð- ræði í öllu skólastarfi mun skila virkum og hæfum þátttakendum í jafnréttis- og lýðræð- issamfélagi. Mennt- un til sjálfbærni mun rækta með einstakling- um getuna til að hugsa um samspil umhverfis, efnahags, samfélags og velferðar – þætti sem þurfa að vera í jafn- vægi við ákvörðunartöku. Okkur er mikilvægt að hugsa um þær kynslóðir sem erfa munu landið þegar við tökum ákvarð- anir, svo við getum verið stolt af því samfélagi sem við skilum í hendur þeirra. Umfram allt verðum við að gefa okkur tóm til að hlusta á æskuna. Samfélagsmál Katrín Jakobsdóttir mennta- og menn- ingar málaráðherra Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra … þetta árið er sjónum beint að sam- stöðu ólíkra kynslóða um betri heim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.