Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.08.2012, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 10.08.2012, Qupperneq 34
HELGARMATURINN Anna Rósa grasalæknir bætti á dögunum við fjórum nýjum vörutegundum í línuna sína og mun einmitt kynna þær á handverkshátíðinni á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit um helgina. „Nýju vörurnar mínar eru burni- rót í tinktúru (sem er algjör nýj- ung á Íslandi) en hún er sér- staklega góð til að styrkja taugakerfið, við kvíða, dep- urð, álagi, einbeitingarskorti og orkuleysi og svo má ekki gleyma að hún er líka talin góð við getuleysi. Svo er ég líka með vöðva- og gigtarolíu sem ég hef verið að þróa í samstarfi við gigtarsjúklinga og svo líka bóluhreinsi fyrir unglingana og slakandi nudd- og húðolíu.“ Te við magabólgum og brjóstsviða Anna Rósa deilir hér með okkur uppskrift af heimalöguðu tei gegn magabólgum og brjóst- sviða en enn þá er hægt að tína bæði vallhumal, mjaðjurt og fjallagrös í það. 2 msk. mjaðjurt 1 msk. vallhumall 1 msk. blóðberg eða fjallagrös Jurtirnar eru settar í 750 ml hitabrúsa og sjóðandi vatni hellt yfir. Síið jurtirnar frá þegar hellt er í bolla en setjið þær svo aftur í hitabrúsann og látið liggja í allan daginn. Drekkið einn hitabrúsa á dag. FLOTTUSTU TÍSKUBLOGGARAR LANDSINS UNDIR SAMA HATTI Tískuáhugakonurnar Elísabet Gunnarsdóttir og Álfrún Pálsdóttir hafa nú tekið sig saman og stofn- að glæsilega heimasíðu undir nafninu www.trendnet.is. Síðan var opnuð formlega í gær. Á síðunni hafa helstu tísku- og lífsstílsbloggarar landsins verið sameinaðir undir einum hatti eða alls sjö bloggarar, fimm sem hafa haldið úti flottu bloggi og tveir einstaklingar sem eru að þreyta frumraun sína í bloggheiminum. Meðal þeirra eru til dæmis Pattra sem hefur bloggað undir Pattra´s Closet – Hildur Ragnars hjá Hilrag. com og Svana Lovísa hjá Svörtu á hvítu. Síðan, sem auðveldar lesandan- um að flakka á milli blogga, stefn- ir einnig á að vera lifandi og aktíf á helstu samskiptamiðlum á borð við Instagram, Facebook og Twitter. www.trendnet.is Frá vinstri: Andrea Röfn, Hildur Ragnars, Helgi Ómars, Pattra Sriyanonge, Elísabet Gunnars, Erna Hrund, Svana Lovísa. MIÐASALA Í MIÐASÖLU HÖRPU, Á HARPA.IS, MIÐI.IS OG Í SÍMA 528 5050. S HELGASON steinsmíði síðan 1953 SKEMMUVEGI 48 200 KÓPAVOGUR SÍMI:557 6677 WWW.SHELGASON.IS TONY BENNETT Í ELDBORGARSAL HÖRPU N Ú S T Y T T I S T Í T Ó N L E I K A Á R S I N S ÖRFÁIR MIÐAR LAUSIR! Í KVÖLD HVAR VERÐUR ÞÚ Í KVÖLD?

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.