Fréttablaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 34
HELGARMATURINN Anna Rósa grasalæknir bætti á dögunum við fjórum nýjum vörutegundum í línuna sína og mun einmitt kynna þær á handverkshátíðinni á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit um helgina. „Nýju vörurnar mínar eru burni- rót í tinktúru (sem er algjör nýj- ung á Íslandi) en hún er sér- staklega góð til að styrkja taugakerfið, við kvíða, dep- urð, álagi, einbeitingarskorti og orkuleysi og svo má ekki gleyma að hún er líka talin góð við getuleysi. Svo er ég líka með vöðva- og gigtarolíu sem ég hef verið að þróa í samstarfi við gigtarsjúklinga og svo líka bóluhreinsi fyrir unglingana og slakandi nudd- og húðolíu.“ Te við magabólgum og brjóstsviða Anna Rósa deilir hér með okkur uppskrift af heimalöguðu tei gegn magabólgum og brjóst- sviða en enn þá er hægt að tína bæði vallhumal, mjaðjurt og fjallagrös í það. 2 msk. mjaðjurt 1 msk. vallhumall 1 msk. blóðberg eða fjallagrös Jurtirnar eru settar í 750 ml hitabrúsa og sjóðandi vatni hellt yfir. Síið jurtirnar frá þegar hellt er í bolla en setjið þær svo aftur í hitabrúsann og látið liggja í allan daginn. Drekkið einn hitabrúsa á dag. FLOTTUSTU TÍSKUBLOGGARAR LANDSINS UNDIR SAMA HATTI Tískuáhugakonurnar Elísabet Gunnarsdóttir og Álfrún Pálsdóttir hafa nú tekið sig saman og stofn- að glæsilega heimasíðu undir nafninu www.trendnet.is. Síðan var opnuð formlega í gær. Á síðunni hafa helstu tísku- og lífsstílsbloggarar landsins verið sameinaðir undir einum hatti eða alls sjö bloggarar, fimm sem hafa haldið úti flottu bloggi og tveir einstaklingar sem eru að þreyta frumraun sína í bloggheiminum. Meðal þeirra eru til dæmis Pattra sem hefur bloggað undir Pattra´s Closet – Hildur Ragnars hjá Hilrag. com og Svana Lovísa hjá Svörtu á hvítu. Síðan, sem auðveldar lesandan- um að flakka á milli blogga, stefn- ir einnig á að vera lifandi og aktíf á helstu samskiptamiðlum á borð við Instagram, Facebook og Twitter. www.trendnet.is Frá vinstri: Andrea Röfn, Hildur Ragnars, Helgi Ómars, Pattra Sriyanonge, Elísabet Gunnars, Erna Hrund, Svana Lovísa. MIÐASALA Í MIÐASÖLU HÖRPU, Á HARPA.IS, MIÐI.IS OG Í SÍMA 528 5050. S HELGASON steinsmíði síðan 1953 SKEMMUVEGI 48 200 KÓPAVOGUR SÍMI:557 6677 WWW.SHELGASON.IS TONY BENNETT Í ELDBORGARSAL HÖRPU N Ú S T Y T T I S T Í T Ó N L E I K A Á R S I N S ÖRFÁIR MIÐAR LAUSIR! Í KVÖLD HVAR VERÐUR ÞÚ Í KVÖLD?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.