Fréttablaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 50
10. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR34 UTAN VALLAR Eiríkur Stefán Ásgeirsson á ÓL Í London segir sína skoðun FÓTBOLTI FH-ingurinn Atli Guðnason hefur verið á skotskónum í Pepsi-deild karla í sumar og er nú með tveggja marka forskot á listanum yfir markahæstu leikmenn deildarinnar. Atli skoraði sína aðra þrennu í sumar í 5-2 sigri á Selfossi í Kaplakrika í fyrrakvöld og varð þar með sá fyrsti í sjö ár sem nær að skora tvær þrennur á sama tímabili. Atli er alls búinn að skora 9 mörk í 13 leikjum með FH-liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. Atli skoraði einnig þrennu í 7-2 stórsigri á ÍA upp á Akranesi í 9. umferð og er með tvær af fjórum þrennum sumarsins. Kjartan Henry Finnbogason í KR og Christian Steen Olsen hjá ÍBV hafa einnig skorað þrennu í fyrstu fjórtán umferðunum. Síðastir til að ná þessu á undan Atla voru FH-ingarnir Tryggvi Guðmundsson og Allan Borgvardt sumarið 2005. Þrennur Tryggva komu í upphafi og lok sumars en báðar þrennur Allans komu með stuttu millibili um mitt sumar. - óój Atli með tvær þrennur: Ekki gerst síðan sumarið 2005 ATLI GUÐNASON Skoraði sínar fyrstu þrennur í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL ÓL 2012 Þó svo að vonbrigðin eftir tap Íslands fyrir Ungverjalandi í fyrra- dag hafi verið ólýsanlega mikil er ekki annað hægt en að læra af mis- tökunum og horfa fram á veginn. Það segir Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta. Tap Íslands þýddi að liðið féll úr leik á Ólympíuleikunum. Sérlega grimm örlög, sérstaklega miðað við að strákarnir unnu alla leiki sína í riðlinum. Það var þó allt undir í leiknum gegn Ungverjalandi í körfuboltahöllinni á miðvikudaginn og það sem hafði gerst fram að því skipti engu máli. „Mér hefur liðið betur,“ sagði Björgvin þegar Fréttablaðið settist niður með honum í Ólympíugarð- inum í gær, rétt rúmum sólarhring eftir leikinn umtalaða. Margir af félögum hans í landsliðinu voru þá þegar farnir úr Ólympíuþorpinu eða á leið í burtu. „En það þýðir ekkert annað en að taka þessu með jafnaðargeði og horfa fram á veginn. Þetta voru mikil vonbrigði en það er ekki hægt að dvelja við þetta endalaust,“ segir hann. Gerði sextán mistök í leiknum Hann segist hafa eytt kvöldinu eftir leik í að fara yfir atburði dagsins, bæði með félögum sínum og í ein- rúmi. „Við ræddum þetta í gegn. Maður verður að reyna að koma þessu frá sér svo maður sé ekki að dvelja við þetta alla nóttina,“ segir Björgvin Páll sem spilaði fyrri hálf- leikinn og varði fjögur skot í honum. „Ég fékk sextán mörk á mig og ég fór yfir þau öll kvöldið eftir leik. Maður gerir mörg mistök í sportinu og ég gerði sextán mistök í þessum leik,“ segir hann. „Það þýðir samt ekki að dvelja of lengi við það. Maður lærir af þessu og hendir því svo frá sér. En þetta var svo mikilvægur leikur að hver mistök telja tvöfalt og er erfitt að kyngja því.“ Lögðum hjartað að veði Eins og gefur að skilja voru hand- boltaunnendur og stuðningsmenn íslenska landsliðsins í sárum í gær. Leikmenn skilja það vel en Björg- vin segir að enginn hafi tekið þessu verr en leikmennirnir sjálfir. „Við lögðum hjartað að veði fyrir mótið og ætluðum okkur stærri hluti. En við klikkuðum í stærsta leiknum þó svo að við höfum náð að spila frábærlega á mótinu fram að því. Þetta var líklega besta mót okkar til þessa. Við unnum bæði Frakka og Svía í riðlinum sem eru nú komin í undanúrslit – sem hjálpar ekki til. Það er afar svekkjandi.“ Og hann segir að viðbrögð Íslendinga á Facebook, Twitter og öðrum netmiðlum hafi ekki farið fram hjá sér. „Menn stjórna því sjálfir hvað þeir vilja sjá og ekki. Persónulega finnst mér gaman að fá viðbrögð frá þjóðinni enda er maður voðalega fljótur að stökkva á netið eftir sigurleiki. Maður verð- ur því líka að geta tekið gagnrýn- inni þegar hún kemur. Auðvitað er líka stutt í neikvæðnina en maður má ekki taka það inn á sig. Mótlæt- ið gerir mann bara sterkari.“ Á Guðmundi margt að þakka Guðmundur Guðmundsson er nú hættur sem landsliðsþjálfari og líkur eru á að Ólafur Stefánsson hafi leikið sinn síðasta landsleik, þó svo að hann hafi ekkert gefið út um sína framtíð. „Ég á Guðmundi margt að þakka. Hann gaf mér mitt fyrsta tækifæri í landsliðinu árið 2003 og valdi mig til að spila á tveimur Ólympíuleik- um. Þess fyrir utan er gríðarlegur missir að manninum,“ segir hann. „Guðmundur er búinn að byggja upp lið í fjögur og hálft ár sem hefur náð langt. Hans handbragð er á liðinu, bæði í vörn og sókn, og þó svo að við höfum allir lagt okkar í púkkið er hann arkitektinn að öllu saman.“ Björgvin Páll segir að leikmönn- um annarra liða finnist leiðinlegt að fara á svokallaða „vídeófundi“ þar sem andstæðingurinn er greindur. Guðmundur hefur haldið marga slíka í gegnum tíðina. „Hver fundur með Gumma hefur verið skemmti- legur. Hann er mikill handbolta- nörd og tekst að gera þetta mjög skemmtilega.“ Enginn heimsendir Björgvin neitar því ekki að landslið- ið standi nú á tímamótum en að þó svo að einhverjir séu á útleið verði íslenska landsliðið áfram sterkt. „Auðvitað eru það tímamót þegar landsliðsþjálfarinn, og jafnvel fyrir- liðinn líka, fer úr liðinu. En það þarf ekki endilega að vera verra – nú koma nýir menn inn og vonandi verður hægt að gera gott enn betra. Ég hef ekki áhyggjur enda þýðir ekki að búa til heimsendi þó svo að tveir menn hætti. Það er fullt af færum þjálfurum og leikmönnum á okkar litla klaka.“ MÓTLÆTIÐ GERIR MANN STERKARI Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson segir að örlög íslenska liðsins á Ólympíuleikunum hafi verið grimm en að það sé stundum eðli íþróttanna. Frammistaðan á mótinu sé þó ein sú besta frá upphafi. BJÖRGVIN PÁLL Hér fyrir framan körfuboltahöllina í Ólympíugarðinum í London þar sem Ísland tapaði fyrir Ungverjalandi í fyrradag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Valgarður Gíslason fjalla um ÓL 2012 eirikur@frettabladid.is - valli@frettabladid.is HANDBOLTI Þórir Hergeirsson heldur áfram að gera frábæra hluti með norska kvennalands- liðið í handbolta en í gær stýrði hann norska kvennaliðinu inn í úrslitaleikinn um gullið á Ólymp- íuleikunum í London. Norsku stelpurnar unnu þá sex marka sigur á Suður-Kóreu, 31-25, og eru komnar á mikið flug eftir tap í fyrsta leik og erfiða byrjun á mótinu. Sigurinn í gær var öruggur og sannfærandi og leikgleðin skein úr hverju andliti. Þórir er þegar búinn að gera norska liðið að Heims- og Evrópumeisturum sem aðalþjálfari og er nú aðeins einum sigri frá því að ná þrennunni fyrstur íslenskra þjálfara. Noregur vann Ólympíugull á leikunum í Peking 2008 en þá var Þórir aðstoðarþjálfari Marit Breivik. - óoj Þórir Hergeirsson: Einum sigri frá gull-þrennunni ÞÓRIR HERGEIRSSON Fagnar hér sigri norska kvennalandsliðsins í London. NORDICPHOTOS/AFP Nokkrum mínútum eftir leik Íslands og Ungverjalands stóð ég andspænis Ólafi Stefánssyni, einni mestu íþrótta- hetju þjóðarinnar frá upphafi, og reyndi að orða hálfviturlega spurn- ingu svo viðtalið gæti hafist. Við slíkar aðstæður verða allar spurningar heimskulegar. Ólafur hefur í vel á annan áratug farið fyrir hópi manna, strákanna okkar, sem hverju sinni hafa skipað íslenska handboltalandsliðið. Þetta er hópur sem hefur fært þjóðinni svo margar góðar stundir. Um það þarf ekki að fjölyrða. Og nú var svo komið að þessi ótrúlegi íþróttamaður, mögulega við enda síns ferils, fékk að upplifa eitt sárgrætilegasta tap landsliðsins frá upphafi. Verðlaunapallurinn var innan seilingar og í þetta sinn átti að fara í efsta þrep. En það átti ekki að verða. Ólafur gerði sitt besta til að svara spurningum mínum. Hann reyndi að koma tilfinningum sínum í orð en stóð eftir með tárin í augunum, klappaði mér á öxlina eins og að hann væri að biðjast afsökunar á að geta ekki gefið mér skýrari svör, sem var auðvitað fásinna. Svo gekk hann í burtu. Það var margt við leik íslenska liðsins í fyrradag sem betur hefði mátt fara. En þannig er það alltaf og það er alltaf hægt að vera vitur eftir á. Íþróttir geta verið grimmar og í þetta sinn var það hlutskipti strákanna að tapa. „Það verður líka að kunna að tapa,“ sagði Guðmundur Guð- mundsson eftir að hafa stýrt sínum síðasta landsleik og komst ég ekki hjá því að leiða hugann að badmintonkonunum átta sem var vikið úr keppni fyrr á Ólympíuleik- unum. Þær kunnu ekki að tapa. Þegar fram líða stundir verður leikurinn gegn Ungverjum minn- ingin ein. Hún verður að vísu slæm en við eigum sem betur fer margar góðar. Margar tengjast Ólafi Stefáns- syni með beinum hætti og fyrir það er ég þakklátur. Ólafur hefur í seinni tíð sagt að vegferðin skipti meira máli en áfangastaðurinn. Og vegferðin með honum hefur verið frábær, hvort sem henni lýkur nú eða ekki. Takk fyrir allt. Takk fyrir allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.