Fréttablaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.08.2012, Blaðsíða 4
10. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR4 DANMÖRK Ríkissaksóknari í Dan- mörku hefur látið mál gegn dönsk- um lögregluþjónum niður falla vegna þess hversu erfitt reyndist að bera kennsl á þá. Lögreglumennirnir fóru manna- villt í handtöku þegar loftslagsráð- stefnan í Kaupmannahöfn stóð yfir árið 2009. Maðurinn sem tekinn var hönd- um var klæddur í hvítan búning, hendur hans bundnar fyrir aftan bak og honum haldið í nokkrar klukkustundir í lögreglubifreið. Ekki hefur reynst unnt að bera kennsl á lögreglumennina sem um ræðir og í þokkabót virðast starfsmenn lögreglunnar tregir til að segja hver til annars. Þetta kemur fram á vef danska Ríkis- útvarpsins. Stjórnmálamenn í Danmörku deila nú um hvort merkja eigi lögregluþjóna með númeri. Danski einingarflokkurinn hefur gefið út þá yfirlýsingu að flokkurinn vilji láta hvern lög- reglumann bera ákveðna tölu- stafi, svo almenningur geti borið kennsl á þá. Danski þjóðarflokk- urinn er þessu hins vegar algjör- lega andsnúinn og Íhaldsflokk- urinn vill láta málið í hendur lögreglunnar. - ktg Danskir stjórnmálamenn deila um hvort merkja eigi lögregluþjóna með númeri: Lögregluþjónar óþekkjanlegir ÓÞEKKJANLEGIR Lögregluþjónarnir eru allir eins klæddir og því er almenningi nær ógerlegt að bera kennsl á þá. Steikjandi hiti austanlands Hitastig mældist 28 gráður á Eskifirði í gær, í Neskaupstað mældist hann 27,9 gráður og 27,8 gráður á Fáskrúðsfirði. Þetta er ekki langt frá hitameti ágústmánaðar sem náðist árið 2004 þegar hiti á Egilsstöðum fór í 29,2 gráður. Búist er við fyrirtaks- veðri fyrir austan í dag. NÁTTÚRA GENGIÐ 09.08.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 206,57 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 119,35 119,91 186,68 187,58 146,88 147,70 19,733 19,849 20,185 20,303 17,782 17,886 1,523 1,532 179,97 181,05 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is FÉLAGSMÁL Dæmi eru um að börn fá ekki inni á frístundaheimilum Reykjavíkurborgar ef foreldrar þeirra skulda þjónustugjöld til langs tíma. Um undantekningar- tilfelli er að ræða en borgin gefur skuldugum foreldrum rúm tæki- færi til að semja um greiðslur. Mannréttindaskrifstofa borgar- innar hefur fengið málið inn á sitt borð. Oddný Sturludóttir, formaður skóla- og frístundaráðs, segir að þær upplýsingar sem hafa verið birtar um málið taki ekki tillit til þess hversu fátítt þetta er, og ekki hins að lengi sé hægt að komast hjá því að lenda í þeirri stöðu að börn fái ekki þjónustuna sem um ræðir. „Ég tek undir það að hvert til- felli sem þetta er alvarlegt og sorg- legt. Það sem gerist hins vegar eftir hrun er að allir greiðslufrest- ir hafa verið lengdir. Eins erum við að niðurgreiða þessa þjónustu meira en í öðrum sveitarfélögum sem kemur öllum fjölskyldum vel. Það er of mikið sagt að börn for- eldra sem skulda fái ekki inni og við hvetjum til þess að fólk semji um sín mál. Um leið og það er gert er engum vísað frá. Samningur getur þýtt að fólk greiði skuldina á löngum tíma og ég vil meina að samningar náist í nær öllum til- fellum,“ segir Oddný. „Þegar vanskil þjónustugjalda eru skoðuð kemur í ljós að þau eru minni nú en var mánuðina fyrir hrun, en mun fleiri nýta þjónustu eins og skólamáltíðir og veru á frí- stundaheimilum. Um þrjú prósent allra foreldra sem greiða þjón- ustugjöld skulda meira en sem nemur greiðslum í sex mánuði og brotabrot af þeim hópi hefur lent í þeirri stöðu að vera neitað um þjónustu. Þær tölur liggja þó ekki nákvæmlega fyrir en ljóst er að þau eru undantekningartilfelli. Við vinnum þessi mál náið með vel- ferðarsviði og þjónustumiðstöðv- um í hverju hverfi.“ Mannréttindaskrifstofa Reykja- víkurborgar hefur fengið eitt mál inn á sitt borð en það er Margrét Sverrisdóttir sem veitir skrif- stofunni forstöðu. Hún segist hafa fengið þær upplýsingar í gær að ef vilji er til sátta þá hafi mál sem þessi verið leyst innan borgarinnar. „Þetta er einangrað mál og ástæðan fyrir því að því var vísað til okkar er að vekja athygli á því að svona erfið tilfelli geta komið upp og hvað beri þá að gera. Í því samhengi hefur verið vísað í Barnasáttmálann sem á sér ekki lagastoð hér á landi,“ segir Margrét. svavar@frettabladid.is Börnum vísað frá ef foreldrar semja ekki Brögð eru að því að börn foreldra sem skulda borginni þjónustugjöld fái ekki inni á frístundaheimilum. Um undantekningartilfelli er að ræða. Vanskil á þjónustugjöldum borgarinnar eru minni núna en mánuðina fyrir hrun. FRÍ STUND Foreldrar geta í nær öllum tilfellum komið í veg fyrir að börnum sé vísað frá frístundaheimilum ef þeir semja um skuldir sínar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN UTANRÍKISMÁL Kristín A. Árna- dóttir, sendiherra Íslands í Kína, er stödd í Taílandi og miðlar málum milli taílenskra stjórnvalda og Brynjars Mett- inissonar sem setið hefur í fangelsi þar í landi í fjórtán mánuði. Máli Brynjars var vísað frá á fyrsta dómstigi þann 31. júlí en hann situr inni þar til ákvörðun um áfrýjun málsins hefur verið tekin af saksóknara. „Töluverður hluti okkar vinnu fer í að sinna hagsmunum íslenskra ríkisborgara,“ segir Kristín sem tímasetti embætt- isferð sína til Bangkok núna þegar hugsanlega er hægt að hafa áhrif á framvindu máls- ins. Markmiðið sé að ná honum úr fangelsi. „Enda hefur málinu verið vísað frá og því eru áhöld um það hvort taílensk yfir- völd haldi honum í fangelsi með réttu,“ segir Kristín. - bþh Sendiherra Íslands í Taílandi: Brynjar sleppi úr fangelsi NOREGUR Norska lögreglan hefur nú birt myndir úr eftirlitsmynda- vélum af Sigrid Giskegjerde Schjetne. Með myndbirtingunni vonast lögreglan til að fólk geri sér betri mynd af Schjetne. Schjetne sem er sextán ára, hefur verið saknað frá aðfaranótt sunnudags. Norska lögreglan lýsir enn eftir bílstjóra á silfurlituðum Golf. Bíllinn sást á sama stað og síðustu spor Schjetne fundust, en bílstjórans er nú leitað. Mikil áhersla hefur einnig verið lögð á að komast inn á Facebook-aðgang stúlkunnar í von um að þar leynist frekari vís- bendingar um afdrif hennar. Enn er stúlkan ófundin. - ktg Mannshvarfið í Noregi: Lögreglan opin- berar myndir MANNSHVARF Myndin er tekin úr eftir- litsmyndavél í strætisvagni, nokkrum klukkustundum fyrir hvarf Schjetne. MYND/NORSKA LÖGREGLAN VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 35° 25° 20° 20° 23° 19° 20° 20° 30° 25° 34° 27° 34° 18° 27° 27° 20°Á MORGUN 8-20 m/s Hægast austan til. SUNNUDAGUR Strekkingur með S- ströndinni annars frem- ur hægur vindur. 14 14 18 17 22 15 14 2318 15 14 13 15 15 22 19 20 19 16 15 12 7 9 8 8 6 4 3 7 3 8 7 13 RYKMISTUR Áframhald verður á hlýindum á Norð- austurlandi næstu daga en rykmistur getur dregið úr birtu enda mjög þurrt og þarf því ekki mikinn vind til að þyrla upp ryki. Ekki er hætta á þessu um landið vestanvert enda er þar rigningartíð fram undan. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður BRYNJAR METTINISON LANDBÚNAÐUR Tveir sláturleyfis- hafar, Norðlenska og SS, hafa hækkað verðskrá sína fyrir kom- andi sláturtíð. Norðlenska mun hækka verðið um 6,3 prósent á dilkakjöti og SS hækkar grunn- verðskrá sína um þrjú prósent. Hvorugt fyrirtækið mun hækka verð fyrir kjöt á fullorðnu fé. Skessuhorn greinir frá. - kóp Sláturleyfishafar hækka verð: Hærra verð fyrir dilkakjöt MENNING Danski rithöfundurinn Erik Valeur hlaut Glerlykilinn, norrænu glæpasagnaverðlaun- in, árið 2012 fyrir bók sína Det syvende barn. Þetta er í 21. skipti sem verðlaunin eru veitt. Af Íslands hálfu var Yrsa Sig- urðardóttir tilnefnd fyrir bók sína Ég man þig. Finnar tilnefndu bókina Paranaja, eða Helaren á sænsku, eftir Antti Puoamainen, Svíar Viskleken eftir Arne Dahl, sem er dulnefni Jans Arland og Norðmenn bókina Ildmannen eftir Torkil Draumhaug. - kóp Verðlaun veitt í 21. skipti: Valeur hlaut Glerlykilinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.