Fréttablaðið - 17.08.2012, Blaðsíða 4
17. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR4
Á blaðsíðu 13 í Fréttablaðinu í gær var
sagt að til þess að vita hvort egg væri
fúlt ætti að setja það í vatn. Ef það flyti
væri í lagi með það en ef það legðist
á botninn væri það skemmt. Þetta er
rangt því þessu er öfugt farið. Ef egg
sekkur er það í lagi en ef það flýtur er
það fúlt. Beðist er velvirðingar á þessu.
LEIÐRÉTT
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
32°
30°
24°
24°
27°
28°
21°
21°
26°
26°
35°
31°
32°
22°
30°
21°
21°Á MORGUN
víða 5-12 m/s,
hvassast NV- og SA-til.
SUNNUDAGUR
Stíf S-átt
vestanlands.
14
14 17
11
14
13
13
14
17
11
15
3
5 3
8
4
5
3
7
2
4
5
14
14
16 15
10
15
17
14
9
11
FÖSTUDAGUR Enn
ein helgin, þessi
menningarlegri
en margar. Bjart
með köfl um V-til á
morgun en líkur á
stöku síðdegisskúr.
Skýjað að mestu
og dálítil súld A-til
og einna svalast
þar. Strekkingur
með SA-strönd-
inni um helgina.
Hiti 10-20 stig en
heldur svalara á
sunnudag.
Snjólaug
Ólafsdóttir
veður-
fréttamaður
Ráðinn til Malaví
Guðmundur Rúnar Árnason, forseti
bæjarstjórnar í Hafnarfirði og fyrr-
verandi bæjarstjóri þar, hefur verið
ráðinn verkefnastjóri hjá Þróunar-
samvinnustorfnun Íslands. Hann mun
starfa í Malaví þar sem unnið er með
héraðsstjórn Mangochi-héraðs.
HJÁLPARSTARF
GENGIÐ 16.08.2012
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
206,8567
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
119,81 120,39
187,99 188,91
146,99 147,81
19,743 19,859
20,058 20,176
17,853 17,957
1,5116 1,5204
180,34 181,42
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR
SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
STJÓRNMÁL Ásmundur Einar Daða-
son og Sigurgeir Sindri Sigurgeirs-
son ætla sér báðir í annað sæti í
prófkjöri Framsóknarflokksins í
NV-kjördæmi.
Eins og kunnugt er gekk
Ásmundur úr þingflokki VG á síð-
asta ári og er þetta í fyrsta sinn
sem hann tekur þátt í prófkjöri
Framsóknar.
Sigurgeir Sindri er fyrrverandi
formaður Landssambands sauð-
fjárbænda. Hann sóttist einnig
eftir öðru sæti í síðasta prófkjöri
flokksins, en þá var það Guð-
mundur Steingrímsson, formaður
Bjartrar framtíðar, sem hreppti
sætið. - sv
Listi Framsóknar að skýrast:
Ásmundur vill
fá annað sætið
ÁSMUNDUR EINAR DAÐASON Þingmað-
urinn birti yfirlýsingu sína um annað
sætið í Skessuhorni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FERÐAÞJÓNUSTA Forsvarsmenn í
ferðaþjónustu telja mun líklegra
að fyrirhuguð hækkun virðisauka-
skatts á gistingu muni leiða til
tekjutaps fyrir ríkissjóð en að hún
skili meiru í kassann. Tilgangur-
inn með breytingunni er þó sagð-
ur að auka tekjur um tvo og hálfan
milljarð.
Árni Gunnarsson, formaður
Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF),
segir einnig að áformin um að koma
Hörpu á kortið sem ráðstefnuhúsi
verði hæpnari verði þessi leið farin.
„Hvergi er meiri samkeppni en um
ráðstefnugesti sem eru meðal verð-
mætustu gesta. 17,3% verðhækkun
til þeirra mun ekki fjölga gestum í
Hörpu, sá markaður mun hrynja,“
segir í fréttatilkynningu sem SAF
hefur sent frá sér.
Árni segir að í 29 Evrópuríkj-
um af 32 sé gisting í neðra þrepi
virðisaukaskatts. „Þá hefur oft
verið talað um að í Danmörku sé
25 prósenta virðisaukaskattur en
þá gleymist að geta þess að þar er
aðeins eitt skattþrep,“ segir hann.
„Hins vegar má geta þess að Þjóð-
verjar hafa nýlega farið þá leið að
lækka skatt á gistingu úr nítján
prósentum í sjö.“
„Það virðist ekki hafa verið
horft til heildarmyndarinnar,“
segir hann enn fremur. „Ég tel að
óneitanlega hafi þetta í för með sér
minni eftirspurn og ef ferðaþjón-
ustan dregst saman, þó ekki væri
nema um nokkur prósentubrot, þá
eru þessir tveir og hálfur milljarð-
ar farnir.“
Björk Kristjánsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Reykjavík Backpack-
ers, er þegar farin að spá í áhrif-
Hækkun kemur sér illa
fyrir ráðstefnuhús Hörpu
Fyrirhugaðar hækkanir á virðisaukaskatti á gistingu eiga að auka tekjur um tvo og hálfan milljarð. Ferða-
þjónustufólk telur það varla standast. Áform um að koma Hörpu á kortið sem ráðstefnuhúsi myndu hrynja.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í borgarráði mót-
mæltu fyrirhuguðum hækkunum á borgarráðs-
fundi í gær. Lögðu þeir fram tillögu þess efnis
en meirihlutinn samþykkti hana ekki. Í henni er
hvatt til samráðs við Samtök ferðaþjónustunnar
og sagt að skort hafi á upplýsingaöflun við for-
vinnu þessa máls.
Ferðamálasamtök Suðurnesja hafa jafnframt
sent frá sér ályktun en þar segir meðal annars að
forsendur bak við þessa hækkun séu ekki til því
rannsóknir á þessari atvinnugrein séu varla neinar.
Mótmæla hækkun
Miðað við breytingarnar yrði verðhækkunin
17,3 prósent. Ein nótt á háannatíma í fjögurra
manna herbergi hjá Reykjavík Backpackers
kostar nú 6.490 íslenskar krónur. Með
breytingunni verða það 7.613 krónur. Önnur
áhrif af breytingunni gætu svo valdið því að
verðið hækkaði enn þá meira. Miðað við að 147
krónur fáist fyrir evruna eru þetta um 52 evrur
sem setur Reykjavík í flokk með dýrustu ferða-
mannaborgum heims.
Árni Gunnarsson bendir á að krónan hefur
styrkst um átta prósent gagnvart evrunni á
undanförnum mánuðum. „Ef sú þróun heldur
áfram erum við að tala um verðhækkun á
gistingu fyrir evrópska ferðamenn sem nær hátt
upp í 30 prósent.“
Verðdæmi um áhrif
hækkunarinnar
BJÖRK KRISTJÁNSDÓTTIR Framkvæmdastjóri Reykjavík Backpackers
segir fyrirhugaðar hækkanir verulega misráðnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
in sem þessar breytingar hefðu í
för með sér. „Ef gistingin hækk-
ar um 17,3 prósent þá er verð á
gistingu hjá fyrirtækjum eins og
okkar sambærilegt dýrustu ferða-
mannaborgum heims eins og New
York, Kaupmannahöfn, Stokk-
hólmi og Helsinki,“ segir hún. „Við
megum ekki gleyma því að ferða-
maðurinn er með ákveðnar ráð-
stöfunartekjur og hann ákveð-
ur ferðir sínar að miklu leyti út
frá þeim. Það er því miður ekki
svo að menn ákveði bara sisvona
að fara til Íslands og spyrji svo
um reikninginn að dvöl lokinni.
Og þetta hefur líka þau áhrif að
þegar fólk þarf að eyða meira af
ráðstöfunarfé sínu í gistingu þá
eyðir það minna í aðra þjónustu
og vörur.“ jse@frettabladid.is
VEÐUR Hitastigið í Reykjavík náði
20,9 stigum á hitamæli Veðurstof-
unnar. Það er í fyrsta sinn í sumar
sem hitinn fer yfir tuttugu gráð-
ur. Veðurblíðan lék við borgar-
búa í gær eins og flesta aðra daga
í sumar og útlit er fyrir það sama
næstu daga.
Hæsti hiti sem mældur hefur
verið í Reykjavík er 24,8 stig 11.
ágúst 2004. Hitinn fór einmitt
hæst í 24,8 stig á Þingvöllum í gær
þó hitametið þar sé öllu hærra.
Veðurfræðingur á Veðurstofu
Íslands segir ástæðu veðurblíð-
unnar vera norðaustanáttina, sem
er mjög hagstæð íbúum á suðvest-
urhorninu. Hann segir framhald-
ið verða svipað þótt hitinn verði
ekki eins hár. Um helgina verði
til dæmis áfram milt veður og hit-
inn slær hátt í tuttugu gráðurnar
þegar best lætur.
Á Akureyri verður veðrið einn-
ig gott áfram, aðeins svalara en á
suðvesturhorninu. Rigningarbakk-
ar liggja svo úti fyrir suðaustur-
ströndinni en munu að öllum lík-
indum ekki koma til með að spilla
blíðunni mikið. - bþh
Hiti náði nærri 21 stigi í borginni í gær og útlit er fyrir svipað veður næstu daga:
Aldrei heitara í sumar en í gær
VEÐURBLÍÐAN Eftir nokkra velkomna
rigningardaga lék veðurblíðan við
Reykvíkinga í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
REYKJAVÍK Jón Gnarr borgarstjóri
veitti fegrunarviðurkenningar
Reykjavíkurborgar í Höfða í gær.
Fimm lóðir og fjögur hús hlutu
viðurkenningu í ár fyrir endurbæt-
ur á húsum og fallegar stofnana-,
fyrirtækja- og fjölbýlishúsalóðir.
Viðurkenningar fyrir lóðir hlutu
Norræna húsið, Icelandair Mar-
ina Hótel, Efla og íbúðarhús við
Suðurhlíðar 38 og Rauðavað. Fyrir
endurbætur á húsum hlutu Haga-
melur 38-40, Skólavörðustígur 13,
Tjarnargata 34 og Þingholtsstræti
12 viðurkenningu. - bþh
Hátíðleg athöfn í Höfða:
Falleg hús og
lóðir verðlaunuð