Fréttablaðið - 17.08.2012, Blaðsíða 36
10 • LÍFIÐ 17. ÁGÚST 2012
Lífið leitaði til Lukku Páls-
dóttur, eiganda heilsu-
staðarins Happs, til að
vita hvernig hægt er að
ná jafnvægi eftir nautnir
sumarsins með því að
taka nokkra daga í að
taka mataræðið í gegn.
„Allir hafa gott af að bæta grænum
dúndurdrykkjum í daglegt matar-
æði sitt. Stundum þarf þó að gera
ærlega hreingerningu í meltingar-
veginum og grænu drykkirnir henta
vel til þess. Trefjarnar eru eins og
her hreingerningarfólks sem sópar
óhreinindum burt og út. Ef þú vilt
komast í frábært form,
losna við sykurlöngun
og auka orku og kraft er
gott að hreinsa til með
viku af góðum grænum
hristingum eða safa kúr,“
segir Lukka og heldur
áfram:
„Hjá Happi mælum við
með að þeir sem eru heilbrigð-
ir noti græna hristinga (smoothies)
til að hreinsa líkamann. Kostur-
inn við hristingana er að allar trefj-
ar haldast í drykkjunum og hjálpa
til við hausthreingerningu í melt-
ingarveginum. Ef þú átt kraftmik-
inn blandara eins og Vitamix þá
geturðu sett hvaða grænmeti og
ávexti sem er beint í blandarann.
Við mælum með að grænmeti og
þá sérstaklega grænt laufgræn-
meti sé uppistaðan í drykkj-
unum og ávextir séu notað-
ir í litlu magni til að bragð-
bæta. Á þann hátt færðu
súpernæringu í fáum hita-
einingun og losnar fyrr við
sykurþörfina.
Drykkirnir eru næringar-
ríkir og saðsamir og þú munt
upplifa aukna orku, léttleika, minni
þreytu og slen auk þess sem þú
sérð fljótt breytingar á húð þinni og
á vigtinni. Ef þú ert að æfa og vilt
auka orkuna enn þá meira er frá-
bært að bæta chia-fræjum í drykk-
ina, þau eru eins og lítil orkukorn.
Drekktu 6 x 0,5 lítra af græn-
um dúndurdrykk á dag í tíu daga
og finndu muninn! Bættu einum til
tveimur slíkum í mataræði þitt dag-
lega fyrir aukna orku og vellíðan.“
HREINSAÐU LÍKAMANN EFTIR NAUTNIR SUMARSINS
ELÍNRÓS LÍNDAL
framkvæmdastjóri Ellu
Á morgnana tek ég Omega 3-6-9 fyrir heilann sem og magnesíum,
sink og D-vítamín sem mér finnst skerpa á orku, einbeitingu og vellíð-
an. Ég hef mikla trú á inntöku D-vítamíns fyrir Íslendinga, til að vinna
gegn skorti á nauðsynlegri birtu yfir vetrartímann. Ég tek einnig endr-
um og sinnum E-vítamín sem ég trúi að vinni gegn krabbameini. Ég er
lág í B12 og járni svo ég er á dágóðum B-vítamín skammti. En ég reyni
að vera dugleg að fá járn úr grænmeti og kjöti. Ég tek einnig 1.000 mg
af C-vítamíni daglega. Best finnst mér að leysa það upp í
vatni og drekka hægt og rólega yfir daginn. Á kvöldin tek
ég svo ýmist Náttúrulega slökun, sem inniheldur magn-
esíum, eða kalktöflur í bland við magnesíum. Magnesíum
hjálpar mér í gegnum streitu-tíma og hjálpar til með upp-
töku kalks í líkamanum. Ég er með ákveðið prinsipp sem
er að láta athuga heilsufar mitt helmingi oftar en ástand
bílsins míns. Því miður hef ég ekki náð að bæta gild-
in með mataræðinu einu saman, en góður sundsprettur á
morgnana í Sundlaug Seltjarnarness gerir kraftaverk fyrir
geðheilsuna, beinin og kólesterólið.
SIGRÚN ÓSK
KRISTJÁNSDÓTTIR
sjónvarpskona
Ég tek engin vítamín en passa mig
að borða næringarríkan mat. Tek
reyndar oft lýsi þótt mér finnist
það hræðilega vont.
ATLI ÞÓR ALBERTSSON
leikari
Ég tek lýsi, B- og C-vítamín og
svo er ég duglegur í GSE dropun-
um líka. Þeir eru ógðeslega bragð-
vondir en víst jafn hollir og þeir
eru vondir.
INGIBJÖRG GRÉTA
GÍSLADÓTTIR
framkvæmdastjóri
Ég tek lýsi númer eitt, tvö og þrjú.
Einnig tek ég acidophilus, Bio-Kult
og B12. Síðan er það vænn grænn
lífrænn safi inn á milli. Vatn og
góður svefn er líka þarfaþing.
HEIÐRÚN LIND
MARTEINSDÓTTIR
héraðsdómslögmaður
Ég fæ mér lýsi, fiskiolíu, fjölvíta-
mín, C-vítamín og D-vítamín á
hverjum morgni. Stundum tek ég
líka skorpur í hörfræolíu.
HVAÐA VÍTAMÍN TAKA ÞAU?
TEKUR OMEGA 3-6-9 Á MORGNANA
■ Klettasalat um 2 hnefafyllir
■ Grænkál um 2 hnefafyllir
■ Kóríander ½ hnefafyllir
■ Steinselja ½ hnefafyllir
■ ½ - 1 rauð paprika
■ Kókosvatn eða vatn
■ Klaki
■ Spínat – um 2 hnefafyllir
■ Grænkál – um 2 hnefafyllir
■ Romaine – 1-2 hnefafyllir
■ ½ lárpera
■ Klaki
■ Um þumalstærð af engifer
■ ½ -1 grænt epli
■ Kókosvatn eða vatn
Allt blandað saman í Vitamix eða
öðrum öflugum blandara.
SIRRÝ ARNARDÓTTIR
fjölmiðlakona
Lýsi á hverjum morgni alla daga
ársins. Svo dett ég inn í kúra af
og til og tek C-vítamín, D-vítamín,
járn og kalk. Það er misjafnt og fer
eftir líðan og árstíðum.
#1 #2
HEILSUSAFAR
Styrking • Jafnvægi • Fegurð
CC Flax
Frábært gegn fyrirtíðarspennu fyrir konur á öllum aldri
og einkennum breytingaskeiðs
Heilbrigðari og grennri konur
Rannsókn sýna að konur sem hafa mikið lignans i blóðinu eru
að meðaltali með 8,5 kg minni fitumassa en þær konur
sem skortir eða hafa lítið af Lignans.**
* Howel AB Journal of the American Medical Associaton june 2002 287:3082
** British Journal of Nutrition(2009), 102: 195-200 Cambridge University.
1 kúfuð teskeið á dag - 40 daga skammtur
Fæst í Lyfju, Hagkaup og Nettó
www.celsus.is
Slegið í gegn í vinsældum,
frábær árangur !
Mulin hörfræ – Lignans – Trönuberjafræ
Kalk úr hafþörungum