Fréttablaðið - 17.08.2012, Blaðsíða 42
17. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR26
timamot@frettabladid.is
Afmæli
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
ELÍSABET JÓHANNA
SVAVARSDÓTTIR
Hjallabrekku 29, Kópavogi,
er látin. Þeim sem vildu minnast hennar
er bent á Karitas, heimahjúkrun. Læknum
og öllu hjúkrunarfólki er þakkað fyrir góða
umönnun. Þökkum auðsýnda samúð. Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Ólafur Guðmundsson
Sif Ólafsdóttir Bjarni Ólason
Hlín Ólafsdóttir Halldór Birgir Halldórsson
Freyr Ólafsson
og barnabörn.
Okkar ástkæra,
ÞORBJÖRG THEODÓRSDÓTTIR
frá Bjarmalandi,
Skálabrekku 1, Húsavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga
mánudaginn 13. ágúst. Útför hennar
fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn
18. ágúst kl. 14.00.
Sólveig Sigurðardóttir Rúnar Eiríksson
Theodór Gunnar Sigurðsson Guðrún Lárusdóttir Blöndal
Guðrún Ásta Sigurðardóttir Rúnar Bjarnason
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför
GUNNARS J. KRISTJÁNSSONAR
húsasmíðameistara og matsmanns,
Kársnesbraut 139, Kópavogi.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk
Hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar.
Birna Ólafsdóttir
Guðrún Halla Gunnarsdóttir
Gunnar Ólafur Gunnarsson
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts ástkærrar
móður, tengdamóður, ömmu og langömmu,
HALLDÓRU GUÐBJARGAR
JÓNSDÓTTUR
Köldukinn 16, Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
bráðamóttöku, gjörgæslu og hjartadeildar
Landspítalans fyrir hlýhug og góða umönnun.
Jón Kristinn Marteinsson María Sólveig Hjartardóttir
Ólöf Marteinsdóttir Vilhjálmur Viðar Ragnarsson
Þorlákur Marteinsson Unnur Sigrún Bjarnþórsdóttir
barnabörn og langömmubörn.
Þökkum ykkur öllum sem sýnt hafa hlýhug
og virðingu við andlát og útför
FJÓLU ÞORSTEINSDÓTTUR
frá Laufási í Vestmannaeyjum,
áður til heimilis í Karfavogi 23.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki
á hjúkrunardeild Hrafnistu í Reykjavík fyrir
frábæra umönnun.
Gísli Baldvin Björnsson Lena Margrét Rist
Martha Clara Björnsson Gunnar Már Hauksson
Ásta Kristín Björnsson Sverrir Guðmundsson
barnabörn, langömmubörn og langalangömmubarn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
dóttir, systir, mágkona og amma,
BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR
Suðurbraut 24, Hafnarfirði,
lést á kvennadeild Landspítalans,
mánudaginn 13. ágúst. Útför hennar fer
fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum
laugardaginn 25. ágúst kl. 11.00.
Óskar Óskarsson
Jóna Dóra Óskarsdóttir Óskar Rúnar Harðarson
Sigþór Óskarsson Jariya Tuanjit
Maren Óskarsdóttir Valdimar Kristjánsson
Halldóra Hallbergsdóttir
Þuríður Jónsdóttir Jóel Andersen
Hallbjörg Jónsdóttir Róbert Gíslason
Berglind Jónsdóttir Steinar Jónsson
og barnabörn.
Eiginkona mín og móðursystir okkar,
GERÐUR HULDA JÓHANNSDÓTTIR
Barðastöðum 7, Reykjavík,
lést á Hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn
13. ágúst. Útförin fer fram frá Grafarvogs-
kirkju miðvikudaginn 22. ágúst kl. 15.00.
Egill Sigurðsson
Guðrún Sigurðardóttir og Lilja Sigurðardóttir
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts og
útfarar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
GUÐNÝJAR MARGRÉTAR
MAGNÚSDÓTTUR
hjúkrunarkonu,
Einilundi 8F, Akureyri,
sem lést þann 1. ágúst. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks
lyflækningadeildar FSA. Jarðsett var í kyrrþey 14. ágúst.
Ólöf Vala Valgarðsdóttir
Jónína Valgarðsdóttir Sigurður P. Sigfússon
Margrét Ýr Valgarðsdóttir Magnús Bragi Gunnlaugsson
ömmubörn og langömmubörn.
Elskuleg amma okkar og langamma,
GUNNHILDUR I. GESTSDÓTTIR
hjúkrunarfæðingur,
Laugarnesvegi 56,
verður jarðsungin frá Kapellunni í
Hafnarfjarðarkirkjugarði mánudaginn
20. ágúst kl. 13.00.
Gunnhildur Arndís O´Callaghan
Inga Jóna Pálsdóttir
María Rán Pálsdóttir
Sólrún Edda Pálsdóttir
og barnabarnabörn.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
VIGDÍS PÉTURSDÓTTIR
Sléttuvegi 19, Reykjavík,
lést á hjartadeild Landspítalans við
Hringbraut þann 9. ágúst sl. Útför Vigdísar
fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn
20. ágúst kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Barnaheill.
Kristín Jónsdóttir Sveinbjörn F. Strandberg
Pétur Ingi Sveinbjörnsson Kristín Elísabet Alansdóttir
Jóhann Örn Sveinbjörnsson Dana Rún Heimisdóttir
Björn Þór Sveinbjörnsson
Innilegar þakkir færum við öllum þeim
sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna
andláts elskulegrar eiginkonu, móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
HÖNNU GABRIELSSON
Kirkjulundi 8, Garðabæ,
sem jarðsungin var frá Garðakirkju
fimmtudaginn 9. ágúst sl.
Ingólfur Helgason
Jóhanna Ingólfsdóttir
Helgi Ingólfsson Kristín Gísladóttir
Þuríður Ingólfsdóttir Pálmi Kristmannsson
Ingólfur Agnar Ingólfsson
barnabörn og barnabarnabarn.
Það verður mikið um að vera á vegum
Norræna félagsins um helgina en
félagið fagnar 90 ára afmæli um þess-
ar mundir. Í tilefni af því var sýning í
Ráðhúsi Reykjavíkur opnuð í gær, rætt
verður um stöðu norrænna tungumála
á málþingi í Norræna húsinu í dag,
haldin verður minningarathöfn í Vatns-
mýri um fórnarlömbin í Ósló og Útey
og efnt verður til hátíðarhalda á Óðins-
götu á menningarnótt.
„Við erum úti um allt þessa dag-
ana, eða þannig líður mér að minnsta
kosti,“ segir Ásdís Eva Hannesdóttir,
framkvæmdastjóri Norræna félagsins,
sem stóð í ströngu við að undirbúa dag-
skrána í gær og taka á móti fulltrúum
frá öðrum Norðurlöndum sem hingað
eru komnir í tilefni tímamótanna.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar
síðan Norræna félagið var stofnað en
Ásdís Eva segir tengsl Norðurlandanna
jafn sterk og áður, ekki síst vegna
þess að þau hafi tekið mið af breyttum
heimi í samstarfi sínu.
„Við erum ekki eins og nírætt gam-
almenni heldur eins og níutíu ára
unglingur og erum mjög opin fyrir
breyttum heimi. Eystrasaltslöndin
eru til dæmis orðin dálítið virk í starfi
okkar og eins erum við farin að horfa
aðeins vestur, til Skotlands, Kanada
og Bandaríkjanna. Við útilokum ekk-
ert og fyrir vikið standa Norðurlöndin
sterkari.“
Aukið vægi enskunnar á kostnað
Norðurlandamála verður til umfjöll-
unar á málþinginu í Norræna húsinu
í dag, en þar ræða nokkrir af fremstu
málvísindandamönnum Norðurlanda
hvort hætta sé á að samstarf þjóðanna
eigi eftir að verða á ensku í framtíðinni.
„Þetta er aðkallandi spurning en
þótt enskan hafi margt til síns ágætis
teljum við afar mikilvægt að Norður-
landabúar haldi áfram að tala áfram
á sameiginlegu máli, því það að kunna
annað norðurlandamál almennilega
veitir aðgang að svo miklum menning-
arlegum verðmætum.“ Málþingið hefst
klukkan tíu og er öllum opið.
Klukkan 14 í dag verður fórnar-
lamba hryðjuverkanna í Ósló og Útey
22. júlí 2011 minnst við lund í Vatns-
mýrinni þar sem plantað verður átta
íslenskum reynitrjám og 77 birkitrjám.
Katrín Jakobsdóttir, samstarfsráð-
herra Norðurlanda, flytur ávarp við
minningarstundina.
Þá verður þátttaka félagsins í menn-
ingarnótt hluti af afmælisdagskránni
en félagsmenn standa fyrir hátíðahöld-
um frá klukkan 14 til 19 á laugardag.
Nánari upplýsingar um afmælisdag-
skrána má finna á heimasíðu félags-
ins, Norden.is. bergsteinn@frettabladid.is
TÍMAMÓT: NORRÆNA FÉLAGIÐ HELDUR UPP Á 90 ÁRA AFMÆLI
Eins og níræður unglingur
ÁSDÍS EVA Segir félagið ekki eins og nírætt gamalmenni heldur ungmenni sem tekur breyt-
ingum opnum örmum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
THIERRY HENRY fótboltamaður er 35 ára í dag.
„Hver sem þú ert eða hversu góður sem þú kannt að vera þá ertu
alltaf dæmdur út frá síðasta leik. Hann er sá eini sem skiptir máli.“
35
Methúsalem Þór-
isson friðarsinni
er 66 ára.
Ellert A. Ingi-
mundarson leik-
ari er 55 ára.
Björn Ingi Hilm-
arsson leikari
er 50 ára.