Fréttablaðið - 17.08.2012, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 17.08.2012, Blaðsíða 59
FÖSTUDAGUR 17. ágúst 2012 43 GOLF Fjórða og næstsíðasta mótið á Eimskipsmótaröðinni í golfi á þessu keppnistímabili hefst á Kiðjabergsvelli í dag. Íslands- meistararnir í höggleik karla og kvenna eru fjarverandi á Sec- uritas-mótinu vegna verkefna erlendis en keppni um stigameist- aratitilinn er gríðarlega spenn- andi. Haraldur Franklín Magnús úr GR, sem er tvöfaldur Íslands- meistari á þessu tímabili, í holu- keppni og höggleik, mun ekki leika á fleiri mótum á þessu tíma- bili hér á landi vegna háskóla- náms í Bandaríkjunum. Valdís Þóra Jónsdóttir, Íslandsmeistari í höggleik kvenna, er að keppa með íslenska landsliðinu í Finnlandi líkt og Arnór Ingi Finnbjörnsson úr GR, Bjarki Pétursson úr GB og Rúnar Arnórsson úr GK. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er að keppa á Áskorendamótaröðinni í Danmörku og stór hópur ungra afrekskylfinga er að keppa með sínum sveitum á Íslandsmóti ung- linga sem fram fer á Akureyri. Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að leiknar verða 54 holur samtals, 18 holur á dag í þrjá daga og ættu úrslitin að ráð- ast síðdegis á sunnudag. Keppni um efstu sætin á stiga- lista Eimskipsmótaraðarinnar er hörð og spennandi. Haraldur Franklín er þar efstur með 5.266 stig en þar á eftir kemur Hlyn- ur Geir Hjartarson úr GOS, með 4.205 stig. Hann verður á meðal keppenda líkt og Þórður Rafn Gissurarson úr GR sem er í þriðja sæti með 3.997 stig. GR-ingarnir Andri Þór Björns- son og Guðmundur Ágúst Krist- jánsson mæta einnig til leiks í Kiðjabergið en þeir eru í 6. og 7. sæti stigalistans. Þrátt fyrir að það vanti marga góða kylfinga á þetta mót eru tólf af alls tuttugu efstu á stigalistanum skráðir til leiks. Signý Arnórsdóttir, GK, Íslandsmeistari í holukeppni kvenna, er efst á stigalistanum (4.692 stig) og hún verður með í Kiðjaberginu. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR (4.502 stig) og Guðrún Brá Björgvinsdóttir (84.232 stig) úr GK eru í öðru og þriðja sæti og þær verða báðar með á þessu móti. - seth Næstsíðasta mótið á Eimskipsmótaröðinni í golfi á þessu keppnistímabili hefst í dag á Kiðjabergsvelli: Íslandsmeistarinn er farinn til Bandaríkjanna SIGNÝ ARNÓRSDÓTTIR Er efst á stigalist- anum hjá konum og verður með á mótinu í Kiðjabergi. FRÉTTABLAÐIÐ/SETH FÓTBOLTI Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir komu Robin van Persie á Old Trafford þýða að hann sé kominn með framherjahóp eins og þegar Uni- ted vann þrefalt tímabilið 1998- 1999. United borgaði Arsenal 24 milljónir punda fyrir hinn 29 ára gamla Van Persie, sem kom til Manchester í gær. „Árið 1999 var ég með Dwight Yorke, Andy Cole, Teddy Sher- ingham og Ole Gunnar Solskjaer, fjóra bestu framherjana í Evr- ópu,“ sagði Sir Alex Ferguson. Hann getur nú valið á milli Van Persie, Wayne Rooney, Javier Hernandez, Danny Welbeck og Shinji Kagawa. „Rooney og Van Persie eru tveir frábærir leik- menn og það verður meiri háttar að hafa þá báða. Það gefur okkur meiri möguleika frammi. Ég er með frábæran leikmannahóp og vonandi finn ég réttu blönduna,“ sagði Ferguson. - óój Sir Alex um komu Van Persie: Sóknarlína eins og 1998-1999 ROBIN VAN PERSIE Skoraði 44 mörk í 57 leikjum með Arsenal og Hollandi á síðustu leiktíð. NORDICPHOTOS/GETTY NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF – HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS ÍS LE N SK A SI A .I S U TI 6 06 91 0 9/ 12 KLÁR Í MARAÞONIÐ ÞÚ FÆRÐ ALLAR HLAUPAVÖRUR Í ÚTILÍF 25% AFSLÁTTUR AF ELDRI GERÐUM AF ASICS HLAUPASKÓMKÖRFUBOLTI Logi Gunnarsson verður ekki með íslenska körfu- boltalandsliðinu þegar liðið mætir Slóvakíu á laugardaginn. Landsliðið kom til Slóvakíu í gær eftir langt ferðalag en báðar þjóðir töpuðu sínum fyrsta leik í Evrópukeppninni, Ísland á heima- velli á móti Serbíu en Slóvakía á útivelli í Eistlandi. Logi, leikjahæsti leikmaður landsliðsins, veiktist eftir Serbíu- leikinn og eftir skoðun í fyrra- kvöld var ekki talið skynsam- legt að hann myndi ferðast með liðinu. Það var enn möguleiki að hann kæmi til móts við strákana í gær en að lokum var tekin sú sameiginlega ákvörðun að Logi myndi hvílast og ná sér góðum fyrir heimaleikinn á móti Ísrael á þriðjudaginn. - óój Landsliðið mætt til Slóvakíu: Logi er veikur LOGI GUNNARSSON Er leikja- og stigahæsti leikmaður landsliðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.