Fréttablaðið - 17.08.2012, Page 59
FÖSTUDAGUR 17. ágúst 2012 43
GOLF Fjórða og næstsíðasta mótið
á Eimskipsmótaröðinni í golfi
á þessu keppnistímabili hefst á
Kiðjabergsvelli í dag. Íslands-
meistararnir í höggleik karla og
kvenna eru fjarverandi á Sec-
uritas-mótinu vegna verkefna
erlendis en keppni um stigameist-
aratitilinn er gríðarlega spenn-
andi.
Haraldur Franklín Magnús úr
GR, sem er tvöfaldur Íslands-
meistari á þessu tímabili, í holu-
keppni og höggleik, mun ekki
leika á fleiri mótum á þessu tíma-
bili hér á landi vegna háskóla-
náms í Bandaríkjunum. Valdís
Þóra Jónsdóttir, Íslandsmeistari í
höggleik kvenna, er að keppa með
íslenska landsliðinu í Finnlandi
líkt og Arnór Ingi Finnbjörnsson
úr GR, Bjarki Pétursson úr GB og
Rúnar Arnórsson úr GK. Birgir
Leifur Hafþórsson úr GKG er að
keppa á Áskorendamótaröðinni í
Danmörku og stór hópur ungra
afrekskylfinga er að keppa með
sínum sveitum á Íslandsmóti ung-
linga sem fram fer á Akureyri.
Keppnisfyrirkomulagið er með
þeim hætti að leiknar verða 54
holur samtals, 18 holur á dag í
þrjá daga og ættu úrslitin að ráð-
ast síðdegis á sunnudag.
Keppni um efstu sætin á stiga-
lista Eimskipsmótaraðarinnar
er hörð og spennandi. Haraldur
Franklín er þar efstur með 5.266
stig en þar á eftir kemur Hlyn-
ur Geir Hjartarson úr GOS, með
4.205 stig. Hann verður á meðal
keppenda líkt og Þórður Rafn
Gissurarson úr GR sem er í þriðja
sæti með 3.997 stig.
GR-ingarnir Andri Þór Björns-
son og Guðmundur Ágúst Krist-
jánsson mæta einnig til leiks í
Kiðjabergið en þeir eru í 6. og 7.
sæti stigalistans. Þrátt fyrir að
það vanti marga góða kylfinga á
þetta mót eru tólf af alls tuttugu
efstu á stigalistanum skráðir til
leiks.
Signý Arnórsdóttir, GK,
Íslandsmeistari í holukeppni
kvenna, er efst á stigalistanum
(4.692 stig) og hún verður með
í Kiðjaberginu. Ólafía Þórunn
Kristinsdóttir úr GR (4.502 stig)
og Guðrún Brá Björgvinsdóttir
(84.232 stig) úr GK eru í öðru og
þriðja sæti og þær verða báðar
með á þessu móti. - seth
Næstsíðasta mótið á Eimskipsmótaröðinni í golfi á þessu keppnistímabili hefst í dag á Kiðjabergsvelli:
Íslandsmeistarinn er farinn til Bandaríkjanna
SIGNÝ ARNÓRSDÓTTIR Er efst á stigalist-
anum hjá konum og verður með á
mótinu í Kiðjabergi. FRÉTTABLAÐIÐ/SETH
FÓTBOLTI Sir Alex Ferguson, stjóri
Manchester United, segir komu
Robin van Persie á Old Trafford
þýða að hann sé kominn með
framherjahóp eins og þegar Uni-
ted vann þrefalt tímabilið 1998-
1999. United borgaði Arsenal 24
milljónir punda fyrir hinn 29 ára
gamla Van Persie, sem kom til
Manchester í gær.
„Árið 1999 var ég með Dwight
Yorke, Andy Cole, Teddy Sher-
ingham og Ole Gunnar Solskjaer,
fjóra bestu framherjana í Evr-
ópu,“ sagði Sir Alex Ferguson.
Hann getur nú valið á milli Van
Persie, Wayne Rooney, Javier
Hernandez, Danny Welbeck og
Shinji Kagawa. „Rooney og Van
Persie eru tveir frábærir leik-
menn og það verður meiri háttar
að hafa þá báða. Það gefur okkur
meiri möguleika frammi. Ég er
með frábæran leikmannahóp og
vonandi finn ég réttu blönduna,“
sagði Ferguson. - óój
Sir Alex um komu Van Persie:
Sóknarlína eins
og 1998-1999
ROBIN VAN PERSIE Skoraði 44 mörk í
57 leikjum með Arsenal og Hollandi á
síðustu leiktíð. NORDICPHOTOS/GETTY
NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF – HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS
ÍS
LE
N
SK
A
SI
A
.I
S
U
TI
6
06
91
0
9/
12
KLÁR Í MARAÞONIÐ
ÞÚ FÆRÐ ALLAR HLAUPAVÖRUR Í ÚTILÍF
25% AFSLÁTTUR
AF ELDRI GERÐUM AF ASICS HLAUPASKÓMKÖRFUBOLTI Logi Gunnarsson
verður ekki með íslenska körfu-
boltalandsliðinu þegar liðið
mætir Slóvakíu á laugardaginn.
Landsliðið kom til Slóvakíu í
gær eftir langt ferðalag en báðar
þjóðir töpuðu sínum fyrsta leik í
Evrópukeppninni, Ísland á heima-
velli á móti Serbíu en Slóvakía á
útivelli í Eistlandi.
Logi, leikjahæsti leikmaður
landsliðsins, veiktist eftir Serbíu-
leikinn og eftir skoðun í fyrra-
kvöld var ekki talið skynsam-
legt að hann myndi ferðast með
liðinu. Það var enn möguleiki að
hann kæmi til móts við strákana
í gær en að lokum var tekin sú
sameiginlega ákvörðun að Logi
myndi hvílast og ná sér góðum
fyrir heimaleikinn á móti Ísrael á
þriðjudaginn. - óój
Landsliðið mætt til Slóvakíu:
Logi er veikur
LOGI GUNNARSSON Er leikja- og
stigahæsti leikmaður landsliðsins.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON