Fréttablaðið - 17.08.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 17.08.2012, Blaðsíða 10
17. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR10 FISLÉTT ÚR FARSÍMA EÐA SPJALDTÖLVU MEÐ EINFALDRI STROKU BEINT Á SJÓNVARPSSKJÁINN ideas for life WWW.SM.IS MENNTUN Comenius-háskólinn í Bratislava í Slóvakíu mun í lok mánaðarins bjóða íslenskum stúd- entum upp á inntökupróf í læknis- fræði við læknisfræðideild skól- ans í bænum Martin í norðurhluta landsins. Inntökuprófin verða haldin í Sló- vakíu en ef fleiri en sex sækja um hefur skólinn lofað að halda þau á Íslandi. Forsvarsmenn skólans eru að sögn mjög spenntir fyrir að taka inn íslenska nemendur. Nám við þennan háskóla hefur ekki boðist íslenskum stúdentum áður. „Þessi læknaskóli er í Martin í Slóvakíu, 200 kílómetrum fyrir norðan höfuðborgina Brati slava,“ segir Runólfur Oddsson, ræðis- maður Slóvakíu á Íslandi. „Árið 1991 fékk prófessor þarna þá hug- mynd að bjóða upp á nám fyrir útlendinga í Slóvakíu. Þetta er eini læknaskólinn þar í landi sem kennir á ensku.“ Læknaskólinn heitir Jessen- ius School of Medicine og er deild innan Comenius-háskólans í Brat- islava. Runólfur segir að kennt sé í litlum hópum og aðeins útlending- ar eða Slóvakar búsettir erlendis fái inngöngu í þetta nám. „Þeir hafa verið að taka 140 manns inn á ári. Nú eru yfir 300 nemendanna Norðmenn. Þarna eru einnig Þjóðverjar, Danir og Svíar. Ameríkanar hafa svo verið að snúa aftur. Skólinn er viður- kenndur um alla Evrópu og í Bandaríkjunum,“ bendir Runólfur á. Í ár þreyttu 299 stúdentar inn- tökupróf í læknadeild Háskóla Íslands en aðeins 48 stóðust próf- ið. Þeir sem sem ekki komust inn geta leitað í annað nám innan háskólans hér en margir reyna við inntökupróf í læknisfræði erlendis. Inntökuprófið í slóvakíska skólann samanstendur af prófi í líffræði og öðru í efnafræði. Inntökuprófin í læknisfræði í Háskóla Íslands samanstanda af prófi í raunvísindum og hugvís- indum auk prófs í almennri þekk- ingu. Runólfur segir að eftir því sem honum skiljist séu skólagjöld í sambærilegan skóla í Ungverja- landi um 15.200 Bandaríkjadalir (um það bil 1,8 milljónir króna). „Skólagjöld í Slóvakíu eru 8.950 evrur á ári [um það bil 1,3 millj- ónir króna] og það er fast gjald.“ birgirh@frettabladid.is Vilja fá Íslend- inga í lækna- nám í Slóvakíu Einn besti háskóli í Austur-Evrópu býður íslenskum stúdentum að þreyta inntökupróf fyrir læknanám í Slóvakíu. Ræðismaður Slóvakíu heldur inntökupróf- in hér á landi taki sex áhugasamir nemendur þau. VILJA ÍSLENDINGA Háskólinn í Bratislava vill bjóða íslenskum stúdentum að þreyta inn- tökupróf. Vonast skólinn til að geta tekið um tíu nemendur inn í haust. MYND/ÚR SAFNI Heimir & Kolla vakna með þér í bítið Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00 Þráinn á tökkunum og Gissur með fréttirnar SÝRLAND, AP Í staðinn fyrir friðar- gæslu Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins í Sýrlandi, sem hættir um helgina, verður opnuð þar skrifstofa til að sjá um sam- skiptin við stjórnvöld. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna féllst á þetta fyrirkomulag, sam- kvæmt tillögu frá Ban Ki-moon framkvæmdastjóra. Ekkert lát er hins vegar á borg- arastyrjöldinni í landinu. Nú síðast skýrðu alþjóðlegu mannréttindasamtökin Human Rights Watch að loftárásir stjórnar hersins á íbúðahverfi í bænum Azaz á miðvikudag hafi kostað meira en fjörutíu manns lífið. Meira en hundrað særðust. Í loftárásunum var hverfið að mestu jafnað við jörðu. „Enn á ný hefur stjórnarherinn sýnt algert skeytingarleysi gagn- vart lífi almennra borgara í árás- um sínum,“ segir Anna Neistat hjá Human Rights Watch. Sjúkrahúsið í bænum réði ekki við þann fjölda af særðu fólki sem leitaði þar lækninga og ráð- lagði fólki að fara með særða yfir landamærin til Tyrklands, sem eru skammt frá Azaz. - gb Sameinuðu þjóðirnar og Arababandalagið hyggjast opna skrifstofu í Sýrlandi: Umboð friðargæslu rennur út JAFNAÐ VIÐ JÖRÐU Heilt hverfi í bænum Azaz var að mestu jafnað við jörðu á miðvikudag. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI Greiningardeild Íslands- banka spáir því að peninga- stefnunefnd Seðlabankans ákveði að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum á næsta vaxtaákvörð- unardegi bankans sem er 22. ágúst næstkomandi. Verða daglánavextir bankans þá áfram 6,75 prósent, vextir af lánum gegn veði til sjö daga 5,75 prósent, hámarksvextir á 28 daga innistæðubréfum 5,5 prósent og innlánsvextir 4,75 prósent. Þetta kemur fram í Morgun- korni greiningardeildarinnar. - kh Greiningardeild Íslandsbanka: Spáir óbreyttum stýrivöxtum FÍLL Í DÝRAGARÐI Í dýragarði í Berlín er þennan fíl að finna. Að hætti fíla eys hann yfir sig sandi. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.