Fréttablaðið - 17.08.2012, Blaðsíða 10
17. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR10
FISLÉTT ÚR FARSÍMA
EÐA SPJALDTÖLVU
MEÐ EINFALDRI
STROKU BEINT Á
SJÓNVARPSSKJÁINN
ideas for life
WWW.SM.IS MENNTUN Comenius-háskólinn í
Bratislava í Slóvakíu mun í lok
mánaðarins bjóða íslenskum stúd-
entum upp á inntökupróf í læknis-
fræði við læknisfræðideild skól-
ans í bænum Martin í norðurhluta
landsins.
Inntökuprófin verða haldin í Sló-
vakíu en ef fleiri en sex sækja um
hefur skólinn lofað að halda þau
á Íslandi. Forsvarsmenn skólans
eru að sögn mjög spenntir fyrir að
taka inn íslenska nemendur. Nám
við þennan háskóla hefur ekki
boðist íslenskum stúdentum áður.
„Þessi læknaskóli er í Martin
í Slóvakíu, 200 kílómetrum fyrir
norðan höfuðborgina Brati slava,“
segir Runólfur Oddsson, ræðis-
maður Slóvakíu á Íslandi. „Árið
1991 fékk prófessor þarna þá hug-
mynd að bjóða upp á nám fyrir
útlendinga í Slóvakíu. Þetta er
eini læknaskólinn þar í landi sem
kennir á ensku.“
Læknaskólinn heitir Jessen-
ius School of Medicine og er deild
innan Comenius-háskólans í Brat-
islava. Runólfur segir að kennt sé í
litlum hópum og aðeins útlending-
ar eða Slóvakar búsettir erlendis
fái inngöngu í þetta nám.
„Þeir hafa verið að taka 140
manns inn á ári. Nú eru yfir 300
nemendanna Norðmenn. Þarna
eru einnig Þjóðverjar, Danir og
Svíar. Ameríkanar hafa svo verið
að snúa aftur. Skólinn er viður-
kenndur um alla Evrópu og í
Bandaríkjunum,“ bendir Runólfur
á.
Í ár þreyttu 299 stúdentar inn-
tökupróf í læknadeild Háskóla
Íslands en aðeins 48 stóðust próf-
ið. Þeir sem sem ekki komust inn
geta leitað í annað nám innan
háskólans hér en margir reyna
við inntökupróf í læknisfræði
erlendis.
Inntökuprófið í slóvakíska
skólann samanstendur af prófi
í líffræði og öðru í efnafræði.
Inntökuprófin í læknisfræði í
Háskóla Íslands samanstanda af
prófi í raunvísindum og hugvís-
indum auk prófs í almennri þekk-
ingu.
Runólfur segir að eftir því sem
honum skiljist séu skólagjöld í
sambærilegan skóla í Ungverja-
landi um 15.200 Bandaríkjadalir
(um það bil 1,8 milljónir króna).
„Skólagjöld í Slóvakíu eru 8.950
evrur á ári [um það bil 1,3 millj-
ónir króna] og það er fast gjald.“
birgirh@frettabladid.is
Vilja fá Íslend-
inga í lækna-
nám í Slóvakíu
Einn besti háskóli í Austur-Evrópu býður íslenskum
stúdentum að þreyta inntökupróf fyrir læknanám í
Slóvakíu. Ræðismaður Slóvakíu heldur inntökupróf-
in hér á landi taki sex áhugasamir nemendur þau.
VILJA ÍSLENDINGA Háskólinn í Bratislava vill bjóða íslenskum stúdentum að þreyta inn-
tökupróf. Vonast skólinn til að geta tekið um tíu nemendur inn í haust. MYND/ÚR SAFNI
Heimir & Kolla
vakna með þér í bítið
Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist
alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00
Þráinn á tökkunum og
Gissur með fréttirnar
SÝRLAND, AP Í staðinn fyrir friðar-
gæslu Sameinuðu þjóðanna og
Arababandalagsins í Sýrlandi, sem
hættir um helgina, verður opnuð
þar skrifstofa til að sjá um sam-
skiptin við stjórnvöld.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
féllst á þetta fyrirkomulag, sam-
kvæmt tillögu frá Ban Ki-moon
framkvæmdastjóra.
Ekkert lát er hins vegar á borg-
arastyrjöldinni í landinu.
Nú síðast skýrðu alþjóðlegu
mannréttindasamtökin Human
Rights Watch að loftárásir
stjórnar hersins á íbúðahverfi í
bænum Azaz á miðvikudag hafi
kostað meira en fjörutíu manns
lífið. Meira en hundrað særðust.
Í loftárásunum var hverfið að
mestu jafnað við jörðu.
„Enn á ný hefur stjórnarherinn
sýnt algert skeytingarleysi gagn-
vart lífi almennra borgara í árás-
um sínum,“ segir Anna Neistat hjá
Human Rights Watch.
Sjúkrahúsið í bænum réði ekki
við þann fjölda af særðu fólki
sem leitaði þar lækninga og ráð-
lagði fólki að fara með særða yfir
landamærin til Tyrklands, sem
eru skammt frá Azaz. - gb
Sameinuðu þjóðirnar og Arababandalagið hyggjast opna skrifstofu í Sýrlandi:
Umboð friðargæslu rennur út
JAFNAÐ VIÐ JÖRÐU Heilt hverfi í bænum
Azaz var að mestu jafnað við jörðu á
miðvikudag. NORDICPHOTOS/AFP
VIÐSKIPTI Greiningardeild Íslands-
banka spáir því að peninga-
stefnunefnd Seðlabankans ákveði
að halda stýrivöxtum bankans
óbreyttum á næsta vaxtaákvörð-
unardegi bankans sem er 22.
ágúst næstkomandi.
Verða daglánavextir bankans
þá áfram 6,75 prósent, vextir af
lánum gegn veði til sjö daga 5,75
prósent, hámarksvextir á 28 daga
innistæðubréfum 5,5 prósent og
innlánsvextir 4,75 prósent.
Þetta kemur fram í Morgun-
korni greiningardeildarinnar. - kh
Greiningardeild Íslandsbanka:
Spáir óbreyttum
stýrivöxtum
FÍLL Í DÝRAGARÐI Í dýragarði í Berlín
er þennan fíl að finna. Að hætti fíla
eys hann yfir sig sandi. NORDICPHOTOS/AFP