Fréttablaðið - 17.08.2012, Blaðsíða 20
20 17. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR
Árviss fylgifiskur útihátíða sumarsins er umræða um
nauðganir. Það kemur ekki til
af góðu, því nauðganir virðast
vera fylgifiskur slíkra hátíða,
hvort sem þær eru haldnar um
verslunarmannahelgina eða á
öðrum tíma. Umræðan einkenn-
ist í heildina – sem betur fer –
af mikilli andúð á kynferðisof-
beldi. Algengt er að heyra að það
sé sannarlega óþolandi að fáir
„veikir“/„truflaðir“/ „vondir“
menn, eða jafnvel „illmenni“ eða
„skrímsli“ skuli geta „skemmt
hátíðirnar“ fyrir þeim sem haga
sér sómasamlega.
Það er jákvætt að fólk líti á
kynferðisofbeldi sem alvar-
legt og forkastanlegt brot gegn
öðrum manneskjum. Um leið má
efast um að nokkrum sé greiði
gerður með orðræðu sem gefur
til kynna að allir sem beita kyn-
ferðislegu ofbeldi séu sjúk ill-
menni, ógæfumenn og siðleys-
ingjar. Staðreyndin er nefnilega
sú að nauðgarar eru börn, systk-
in, foreldrar, vinir og makar
einhverra annarra. Þeir eru oft
vænir við menn og málleysingja,
styrkja jafnvel SOS barnaþorp,
aka ekki utan vega, kaupa líf-
rænt, taka þátt í félagsstarfi
hvers konar og eru kurteisir við
afgreiðslufólk. Kannski. Þeir eru
misjafnir, eins og aðrir meðlimir
samfélagsins.
Tilhneiging okkar til að leggja
áherslu á afbrigðileika og illsku
nauðgara mætti kalla „skrímsla-
væðingu“. Við freistumst til að
líta á gerendur sem skrímsli
vegna alvarleika glæpsins, og
þess vegna verður það óskilj-
anleg tilhugsun að þeir séu
venjulegir menn; vinir okkar,
samstarfsmenn og ættingjar.
Í sumar hafa sögur fólks sem
hefur orðið fyrir kynferðisof-
beldi verið fyrirferðarmiklar,
sér í lagi í kringum „meinta
Druslugöngu“ fyrr í sumar. Í
framhaldi vorum við hvött til að
spyrja okkur spurningarinnar
„hversu marga þekkir þú sem
hefur verið nauðgað?“ Sorglega
staðreyndin er sú að langflest
þekkjum við þolendur kynferðis-
ofbeldis, og oft fleiri en einn. En
bent hefur verið á að við þurfum
líka að spyrja okkur spurningar-
innar „hversu marga þekkir þú
sem hafa nauðgað?“ Því á bak
við hverja nauðgun er a.m.k.
einn gerandi.
Mörg hundruð manns tilkynna
kynferðisbrot til lögreglunnar
og leita stuðnings hjá samtökum
á borð við Stígamót á hverju ári.
Þá eru ótalin þau sem hvorki
kæra né sjá sér fært að leita
sér hjálpar vegna ofbeldisins.
Samfélagið okkar er ekki fullt
af skrímslum. En það er augljós-
lega fullt af fólki sem nauðgar.
Sem misnotar. Sem fer yfir mörk
annarra og brýtur á þeim. Það er
óásættanlegt.
En hvers vegna erum við að
troða þessum óþægilega sann-
leika upp á ykkur þegar það væri
miklu þægilegra (og maklegra að
margra mati) að líta á nauðgara
sem skrímsli?
Við erum að því vegna þess
að ef við trúum því að það séu
bara skrímsli sem nauðga þá
munum við aldrei trúa því upp á
fólk sem við þekkjum eða jafnvel
kunnum vel við, að það nauðgi.
Okkur mun jafnvel finnast það
falleinkunn fyrir okkur sjálf, og
við munum freistast til að trúa
ekki þolendum. Því vinir okkar
eru ekki skrímsli, þar af leiðandi
finnst okkur óhugsandi að þeir
hafi nauðgað.
Vandinn er bara að jú, þeir
gera það. Sumir. Það þýðir ekki
að við eigum að fyllast vænisýki
og líta á alla sem hugsanlega
nauðgara. Það þýðir hins vegar
að við þurfum að virða upplif-
un þolenda og trúa þeim, ekki
afskrifa þau vegna þess að við
þekkjum engin skrímsli.
Það þarf heldur ekki að
afskrifa þá sem nauðga. Sá
möguleiki er fyrir hendi að
nauðgari geti áttað sig á því að
hann fór yfir mörk og braut á
annarri manneskju. Til að mönn-
um sem fara yfir mörk annarra
sé gert kleift að viðurkenna
gjörðir sínar og bæta fyrir þær
eins vel og þeim er unnt þannig
að þær endurtaki sig ekki, verð-
ur að vera andrúmsloft til staðar
sem gerir þeim það kleift. Menn
geta ekki gert slíkt ef þeir eru
þá sjálfkrafa orðnir skrímsli.
Og þá erum við föst á sama stað,
með eintóm nauðgara-skrímsli
sem enginn vill kannast við að
þekkja, og þolendur vænda um
lygar. Það er til mikils að vinna
að komast af þeim stað.
Skrímslavæðingin
Jafnréttismál
Steinunn
Rögnvaldsdóttir
talskona
Femínistafélags Íslands
Oddur
Sigurjónsson
talsmaður NEI-
hreyfingarinnar
ESB aðild
og öryggismál
Á fyrstu árunum eftir kalda stríðið við upplausn Sovét-
ríkjanna var öll fyrri þýð-
ing norðurskautssvæðisins
og Íslands fyrir Bandaríkin
afskrifuð. Þessu til staðfest-
ingar tekur Donald Rumsfeld,
misvitur varnarmálaráðherra,
þá ákvörðun að allt herlið
þeirra í Keflavík hyrfi á brott.
En mótsögnin er, að einmitt
þá er fullljóst að landfræði-
leg staða Íslands hefur orðið
nýja, varanlega lykilþýðingu
vegna bráðnunar íshellunnar á
norðurpólnum. Frá lokun her-
stöðvarinnar í Keflavík árið
2006, hafa stjórnvöld í Wash-
ington dregið að marka stefnu
um að sinna norðurskautinu
eða samvinnu við Íslendinga.
En Kínverjar sváfu ekki á verð-
inum. Þegar siglingaleiðin til
Evrópuhafna styttist um 5000
km, er umskipunar- eða birgða-
höfn á Norðaustur-Íslandi þeim
augljóst hagsmunamál svo sem
teikningar fyrir þeirri fram-
kvæmd í Finnafirði sýna. Allt
er þetta nú prýðilega útlistað af
Agli Þór Níelssyni, frá Heim-
skautastofnun Kína í Sjanghæ,
sem hingað er kominn með
hinum mikla ísbrjót Snjódrek-
anum, norðausturleiðina um
norðurpólsvæðið.
Stefna Bandaríkjanna varð-
andi öryggismál á Norður-
Atlantshafi ræður miklu um
framtíð NATO og meiru að því
er varnir Íslands varðar. Þau
mál eru óbeinlínis á dagskrá
bæði vegna mikils niðurskurð-
ar í varnarmálaútgjöldum og
breyttrar varnarstefnu þegar
engin hætta er lengur á ferð-
inni frá Austur-Evrópu. Eftir-
mál verða mikil út af töpuðum
stríðsrekstri í Austurlönd-
um fjær, hrakandi fjárhags-
stöðu Bandaríkjanna og mikilli
aukningu opinberra skulda.
Einangrunarstefnan á sér líka
gamla hefð vestra. En stefnu-
mörkun bíður kjörs nýs forseta.
Ekki verður betur séð en að
athygli beggja, demókrata og
repúblikana, beinist að ógn
vegna útþenslu Kína, sem býr
við áður óþekktan hagvöxt og
framfarir. Stefna Kína er talin
fela í sér hættur á aðgerðum til
yfirráða í löndum Suðaustur-
Asíu. Þau lönd eiga öryggis- og
varnarsamstarf við Banda-
ríkin, sem hafa þá þegar tekið
ákvörðun um að flytja veru-
legan hluta flotastyrks síns til
þessa hluta Kyrrahafsins. Beint
samhengi er milli þeirrar þró-
unar og öryggis Íslands. Ekki
er heimurinn stærri en það.
Áhrif á Íslandi vegna
nálægðar við olíulindir er
annað óráðið stórmál. Nærtæk-
ust er vinnsla á Drekasvæðinu
sem áhugi virðist á að þjónust-
uð sé af kínverskri olíuhöfn í
Finnafirði. Kínverjar eiga ekki
erindi til samvinnu við Íslend-
inga á þessu sviði því þar horf-
um við til félagsríkja okkar í
Norðurskautsráðinu, þ.e. þeirra
fimm sem eiga land að pólnum,
Bandaríkjanna, Kanada, Dan-
merkur-Grænlands, Noregs og
Rússlands og að auki Svíþjóðar
og Finnlands. Þau hafa ákveðið
að engin þörf sé á að semja um
nýtt alþjóðaskipulag fyrir norð-
urskautið enda gildi þar ákvæði
Hafréttarsáttmála Sameinuðu
þjóðanna.
Staða Kína sem herveldis
og stefnan varðandi vígbún-
að er ekki viðfangsefni hér.
Nægja verður að benda á, að
þeir hafa undir höndum lang-
stærsta landher heims, afar
öflugan, nýtískulegan flug-
her, kjarnavopn með lang-
drægum eldflaugum og sífellt
öflugri, hreyfanlegri sjóher
með fyrstu flugvélamóður-
skipunum. Í framtíðinni yrði
eignar- eða leiguhald þessa ört
vaxandi heimsveldis á norð-
austur Íslandi ákjósanlegt til
notkunar sem herskipalægi og
ísbrjótahöfn. Kína myndi með
slíkri samningsgerð, sem það
hefur kynnt sem saklaust átak
í ferðamálum, hafa snúið við
blaðinu varðandi geostrateg-
íska stöðu gagnvart Evrópu og
Bandaríkjunum.
Ráðstafanir sem æskileg-
ar eru til um að efla öryggi
Íslands í náinni bráð eru:
• aukin loftrýmisgæsla á
vegum NATO. Mikill ávinning-
ur væri að Norðurlöndin fjögur
yrðu þar þátttakendur, þ.e.
einnig Svíþjóð og Finnland sem
enn eru ekki í NATO.
• að á vettvangi Norður-
skautsráðsins yrði stofnað til
varanlegrar, öflugrar flug-
björgunarsveitar, einnig til eft-
irlits gegn mengunarhættu og
þar myndi þátttaka Bandaríkj-
anna hafa afgerandi þýðingu.
Landhelgisgæslan og Lands-
björg yrðu öflugir samstarfsað-
ilar.
Það skal fullyrt að aðild og
virk þátttaka í Evrópusam-
bandinu yrði það sem mestu
máli skiptir um öryggi Íslands
um alla framtíð. Aðildarvið-
ræðurnar hafa endurspegl-
að hve mikla samleið Ísland
á í raun nú þegar með aðild-
arríkjum ESB í utanríkis-,
öryggis- og varnarmálum.
Þar skiptir miklu máli aðild
Íslands að Atlantshafsbanda-
laginu en 21 af 27 ríkjum ESB
er einnig bandamaður á vett-
vangi NATO. Þótt ESB sé ekki
varnarbandalag tóku Bret-
ar og Frakkar fyrstu skrefin
með St. Malo-samningnum
1998 að koma á sameiginlegri
stefnu í varnarmálum. Lík-
legt verður að telja að Evrópu-
löndin í NATO verði að sinna
eigin vörnum vegna minnk-
andi hernaðarlegrar viðveru
Bandaríkjanna í álfunni. En í
samstarfi Evrópulanda innan
NATO ber Íslandi að vera
og skilyrði þess er aðild að
Evrópusambandinu. Þar með
yrðum við innan landamæra
Evrópu sem frekari trygging
fyrir því að fá að lifa óáreittir
í eigin landi. Sú stefna hvílir á
vilja og samheldni Íslendinga
til heillavænlegs lokaskrefs í
Evrópumálum, sem einnig nær
til öryggis og varna landsins.
Evrópumál
Einar
Benediktsson
fyrrverandi sendiherra
Það skal fullyrt að aðild og virk þátt-
taka í Evrópusambandinu yrði það sem
mestu máli skiptir um öryggi Íslands
um alla framtíð. Aðildarviðræðurnar hafa endur-
speglað hve mikla samleið Ísland á í raun nú þegar
með aðildarríkjum ESB í utanríkis-, öryggis- og
varnarmálum.