Fréttablaðið - 17.08.2012, Blaðsíða 6
17. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR6
LÖGREGLUMÁL Tveir farþegar í flug-
vélinni sem lenti óvænt á Íslandi
vegna sprengjuhótunar í gær voru
handteknir í tengslum við málið.
Þeir verða látnir lausir að loknum
yfirheyrslum.
Sprengjuleit er lokið í flugvél-
inni en engin sprengja fannst í vél-
inni. Vélin var á leið frá New York
til Rússlands. Í hótuninni kom fram
að fimm ferðatöskur í vélinni inni-
héldu sprengiefni og myndu springa
við lendingu í Moskvu.
Önnur flugvél kom og sótti far-
þegana og fóru þeir í loftið um hálf
sjö. Farþegarnir fengu ekki að fara
inn í Leifsstöð, en þeir voru í góðu
yfirlæti í flugskýli við Keflavíkur-
flugvöll þar sem þeir fengu aðstoð
frá Rauða krossinum.
Það er lögreglustjórinn á Suður-
nesjum sem stýrir rannsókn á mál-
inu í samstarfi við greiningardeild
Ríkislögreglustjóra, en bandarískir
aðilar munu einnig koma að þeirri
rannsókn.
„Hótunin er gerð erlendis þann-
ig að bandarísk stjórnvöld verða
væntanlega með í því,“ segir
Víðir Reynis son, deildarstjóri hjá
almannavarnadeild Ríkislögreglu-
stjóra.
Flugvél á leið frá New York til Rússlands neyddist til að lenda í Keflavík:
Tveir handteknir vegna sprengjuhótunar
Í LEIFSSTÖÐ Um 20 fjöldahjálparstjórar og sjálfboðaliðar Rauða krossins á Suður-
nesjum og höfuðborgarsvæðinu hlúðu að 238 farþegum og 17 manna áhöfn flug-
vélar frá Aeroflot í flugskýli á öryggissvæði á Keflavíkurflugvelli. MYND/TEITUR ÞORKELSSON
VIÐSKIPTI „Þetta er nokkuð borð-
leggjandi, að meta tjónið sem Ice-
land Express varð fyrir, svo að ég
geri ráð fyrir að fljótlega verði
hægt að setjast niður og semja um
skaðabæturnar,“ segir Páll Rúnar
Mikael Kristjánsson, lögmaður Ice-
land Express. Kærunefnd útboðs-
mála komst að þeirri niðurstöðu
að Ríkis kaup væru skaðabótaskyld
gagnvart fyrirtækinu þar sem það
tók tilboði Icelandair í útboði um
flugsæti fyrir ríkisstarfsmenn til
og frá Íslandi. Iceland Express átti
lægsta tilboð en þrátt fyrir það tóku
Ríkiskaup tilboði Icelandair sem
var töluvert óhagstæðara.
„Í viðlíka málum hefur það stund-
um reynst erfitt að sanna tjónið en
svo er ekki í þessu máli,“ segir Páll.
„Ég hef nú þegar óskað eftir upp-
lýsingum frá Ríkiskaupum sem
nauðsynlegar eru til að staðreyna
umfang tjónsins. Þegar þær ber-
ast förum við að reikna en svo er
íslenska ríkinu veitt tækifæri til
að gera upp við tjónþola. Og ég á
nú ekki von á öðru en þeir geri það
bara; tjónið er borðleggjandi og hér
liggur fyrir skýr úrskurður stjórn-
valdsins og það er ekki við öðru að
búast en þeir uni honum.“
Ríkiskaup hafa sjö daga til að
svara kröfunni um upplýsingarn-
ar en hún var send þeim síðasta
þriðjudag. - jse
Lögmaður Iceland Express telur auðvelt að meta tjón sem Ríkiskaup olli fyrirtækinu:
Nú er bara að reikna og semja
ICELAND EXPRESS Lögmenn fyrirtækis-
ins bíða nú upplýsinga frá Ríkiskaupun
en svo verður farið að reikna og semja.
KJÖRKASSINN
Hefur þú áhyggjur af mögu-
leikanum á eldgosi í byggð á
Íslandi?
JÁ 39,6%
NEI 60,4%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Ætlar þú að fylgjast með ensku
deildinni í knattspyrnu í vetur?
Segðu þína skoðun á Vísir.is
FÓLK „Maður fær með móður-
mjólkinni hvernig það er að búa
við rætur eldfjalls,“ segir Elín
Einars dóttir, oddviti sveitarstjórn-
ar í Mýrdalshreppi og deildarstjóri
í grunnskólanum í Vík í Mýrdal.
„Þetta er svo sem ekkert öðruvísi
en annars staðar. Að minnsta kosti
ekki fyrir þá sem eru fæddir og
uppaldir á svæðinu.“
Samkvæmt forgangsröðun
Veður stofu Íslands yfir hættuleg
eldfjallakerfi á landinu er Katla
meðal þeirra fjalla sem eru í hæsta
hættustigi. Hún gaus síðast 1918 og
hefur gosið að jafnaði á um átta-
tíu ára fresti. Eldstöðin sjálf er um
áttatíu ferkílómetrar að flatarmáli.
„Allir þekkja Kötlu og maður
heyrir sögur af henni. Afi minn
upplifði gosið árið 1918 og maður
ólst upp við þessar aðstæður,“
segir Elín. „En við upplifum okkur
örugg því við eigum mjög góðar
viðbragðsáætlanir og það eru allir
viðbragðsaðilar hér heima í hér-
aði.“
Elín segir þó gagnrýnivert að
engin lögregla sé lengur til staðar
í Vík. Sveitarstjórnin hefur barist
fyrir því síðustu misseri að fá lög-
reglu í umdæmið. „Það er mikið
öryggisatriði að hafa lögreglu því
hún hefur formlegt vald,“ segir
hún. „Björgunarsveitar maður
hefur til dæmis ekki formlegt
vald. Við upplifðum þetta sjónrænt
þegar brúin yfir Múlakvísl fór og
það var engin lögregla á staðnum.
Þá lentu björgunarsveitarmenn í
vandræðum með borgarana því
þeir neituðu að stöðva fyrir þeim.“
Börn á svæðinu eru með allt á
hreinu hvað varðar viðbragðsáætl-
anir ef ske kynni að Katla færi að
gjósa. Að sögn Elínar finnst þeim
það miklu meira spennandi heldur
en að þau séu óttaslegin við fjallið.
Annað eldstöðvakerfi í efsta
hættuflokki er Svartsengi á
Reykjanesi, við Grindavík. Róbert
Ragnarsson, bæjarstjóri í Grinda-
vík, segir menn í bænum vel með-
vitaða um náttúruna í kring, bæði
það sem kemur inn af sjónum og
hvað hraunið geymir undir sér.
„Það eru rýmingaráætlanir í
skólum og svo erum við í miklu
samstarfi við lögreglustjórann
á Suðurnesjum, sem er ein besta
almannavarnamanneskja á svæð-
inu,“ segir hann.
sunna@frettabladid.is
Ekkert öðruvísi að
búa á eldfjallasvæði
Íbúar í Vík í Mýrdal eru vanir því að búa í sátt og samlyndi við eitt virkasta eld-
fjall á landinu, segir oddviti sveitarstjórnar. Gagnrýnivert að engin lögregla sé
lengur á svæðinu. Bæjarstjóri Grindavíkur segir fólk meðvitað um náttúruna.
FÉKK KÖTLU MEÐ MÓÐURMJÓLKINNI Elín Einars-
dóttir segir íbúa í Vík í Mýrdal ekki óttast Kötlu,
heldur búa með henni í sátt og samlyndi.