Fréttablaðið - 17.08.2012, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 17.08.2012, Blaðsíða 48
17. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR32 Myndlist ★★★★ ★ Collaboration 5/Samstarf 5 Samsýning átta listamanna Salur Myndlistarfélagsins/Gall- erí BOX og Verksmiðjan Hjalteyri Átta listamenn frá München í Þýskalandi hafa lagt tvö mjög ólík sýningarrými í nágrannabæjunum Akureyri og Hjalteyri undir sýn- inguna Collaboration 5 eða Sam- starf 5. Annars vegar er það salur Myndlistarfélagsins í Listagilinu á Akureyri, öðru nafni Gallerí BOX, og hins vegar Verksmiðjan á Hjalt- eyri, en eins og nafnið gefur til kynna er sá sýningarstaður stað- settur í gamalli en tignarlegri og „vel lyktandi“ síldarverksmiðju sem reist var á fyrri hluta síðustu aldar af Thor Jensen, en er löngu hætt starfsemi sem slík. Sýningarstjórn sér Hlynur Hallsson um ásamt þremur af listamönnunum átta, þeim Beate Engl, Thomas Thiede og Alex- ander Steig. Hinir listamennirn- ir fimm eru Leonie Felle, Sandra Filic, Anton Bosnjak, Elias Hassos og Maximilian Geuter. Sýningin er þannig til komin að hópurinn, undir stjórn Thomasar Thiede, ákvað árið 2008 að fara í víking og kynna listamenn frá München á alþjóðlegum vettvangi. Eins og nafn sýningarinnar ber með sér er þetta fimmta sýning hópsins. Í texta á heimasíðu hóps- ins er verkefnið útskýrt nánar; í fyrsta lagi sé þetta eins og þegar rokkhljómsveit fer í tónleikaferð, og í öðru lagi hitti hópurinn aðra hópa í mismunandi löndum, vinni með þeim að sýningu og byggi upp og noti tengslanet sitt til áfram- haldandi sýningarhalds. Listamennirnir nota að mestu efnivið sem þeir útvega sér á þeim stað sem þeir sýna á, því dýrt er að flytja listaverk og efni á milli landa, nema þá helst DVD og ljós- myndir. Í BOXI er athyglisvert að sjá þýskan listamann, Beate Engl, ÞJÓÐVERJAR Í VÍKING verða á undan Íslendingum að gera ásláttarverk um búsáhalda- byltinguna, með því einfaldlega að hengja upp potta og pönnur í ramma. Allir geta þarna gerst byltingarmenn, með tilheyrandi hávaða. Alexander Steig á fallegt verk, Eyjafjörð, í Verksmiðjunni og notar sér beina útsendingu. Hann er með vídeóvél úti í glugga sem beint er út á Eyjafjörðinn, og myndin kemur svo í sjónvarpsskjá þar fyrir aftan. Á gluggann hefur hann límt litla teikningu af eyju með einhvers konar kjarnorku- versstrompi að því er virðist, og þannig skáldar hann inn í raun- tímann með skemmtilegum hætti. Það er mikil friðsæld í vídeóinu en samt undirliggjandi spenna. Sandra Filic hefur hljóðritað vínilplötubrak á vínil, og spilar plötuna á sýningunni! Verkið heit- ir Loop eða Hringrás. Skemmti- legt. Thomas Thiede nýtir sér húðflúr í verkum sínum og býður Akur- eyringum upp á ókeypis flúrun á Húðflúrstofu Norðurlands. Sá böggull fylgir skammrifi að ein- ungis má velja úr ofur hversdags- legum tattúmyndum Thiedes, svo sem mynd af handfræsara, manni að koma upp úr ræsi og skíðaskó. Tveir sýningargestir höfðu þó þegar pantað slík myndlistarflúr á opnunardegi sýningarinnar. Anton Bosnjak er með einfalt og þrælpólitískt vídeó í Verkmiðj- unni. Eldspýtustokkum, sem heita Europe, er raðað upp í röð og ein eldspýta stendur út úr hverjum þeirra, þannig að þegar kveikt er í fyrsta stokknum fylgir sá næsti á eftir og svo koll af kolli. Evrópa brennur, land fyrir land, enda er allt á suðupunkti um þessar mynd- ir í hagkerfi Evrópu. Elias Hassos hefur búið til gott rýmisverk með fjöldanum öllum af bréfbátum og raðað á gólfið í verkinu Landnáma og Leonie Felle sýnir fallegt vídeó á gólfinu í þröngu miðrými verksmiðjunn- ar, sem heitir It´s sink or swim, af manneskju að svamla í vatni. Vídeóverk Söndru Filic, Models of Reality V, líður fyrir of mikla umhverfisbirtu, en það sem mér tókst að greina var áhugavert. Fólk í hversdagslegum athöfnum og þulur talar yfir. Þóroddur Bjarnason Niðurstaða: Styrkur sýningarinnar liggur í samtímis notkun tveggja mjög ólíkra sýningarrýma og góðu hlutfalli af áhugaverðum verkum, þar sem hversdagsleg viðfangsefni eru sett fram á látlausan hátt. SAMSTARF 5 Þetta er í fimmta sinn sem listamennirnir átta frá München sýna saman en þeir nota að mestu efnivið sem þeir verða sér úti um á hverjum sýningarstað fyrir sig. MYND/ÞÓRODDUR BJARNASON HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 17. ágúst 2012 ➜ Tónleikar 20.00 Söngkonan Jussanam da Silva heldur tónleika með Agnari Má Magn- ússyni á Hjálmakletti í Borgarnesi. ➜ Leikrit 21.00 Ferðaleikhúsið að Baldursgötu 37 sýnir nýja uppfærslu á Light Nights. Þjóðsögur og margvíslegt íslenskt efni er á dagskrá en leikritið er flutt á ensku. Aðgangseyrir er frá kr. 1.500 til 2.500. ➜ Tónlist 22.00 Hljómsveitin Sykur spilar á Ellefunni. Aðgangur er ókeypis. 22.00 Ljótu hálfvitarnir halda tónleika á Café Rosenberg. Aðgangseyrir er kr. 2.500 22.00 Hljómsveitirnar Tilbury og Moses Hightower spila á Græna hatt- inum Akureyri. Miðaverð er kr. 2.200. 23.00 Ingvar Valgeirsson skemmtir á Ob-La-Dí-Ob-La-Da Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. Í BEINNI Á STÖÐ 2 SPORT LAUGARDAG KL. 16.00 STJARNAN KR UPPHITUN HEFST KL. 15.00 ÚRSLITALEIKURINN Í BORGUNARBIKARNUM VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR Finnski tónlistarmaðurinn Jimi Tenor stendur fyrir tveimur mis- munandi viðburðum í Norræna húsinu um helgina. Tenor heldur tónleika í Nor- ræna húsinu í kvöld en hann er meðal þekktustu tónlistar- manna Finna og frægur fyrir óhefðbundna og litríka tónleika. Skemmst er að minnast þátt- töku hans í sjónvarpsþættinum Hljómskálanum sem tekinn var upp í Eldborgarsalnum í tilefni af Listahátíð í Reykjavík þar sem Tenor vakti nokkra lukku. Tón- leikarnir í kvöld hefjast klukkan 21. Finnannum er þó fleira til lista lagt en tónlist og kvað einnig vera liðtækur ljósmyndari. Á laugardag opnar ljósmyndasýningin Auto- bahn í kjallara Norræna hússins. Á sýningunni eru myndir sem Tenor hefur tekið um heiminn af dýrahræjum sem hafa orðið fyrir bílum og er útkoman einna líkust abstrakt-málverkum. Tenor lóðsar gesti um sýninguna klukkan 15 og aftur klukkan 16 á laugardag en hún stendur til 27. ágúst. Jimi Tenor í Norræna húsinu JIMI TENOR Heldur tónleika í kvöld og ljósmyndasýningu á morgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.