Fréttablaðið - 17.08.2012, Blaðsíða 32
6 • LÍFIÐ 17. ÁGÚST 2012
07.00
Vakna og borða léttan
morgunmat.
08.00
Morgunæfing.
10.00
Eftir æfingu er oft meðferð
hjá sjúkraþjálfara, nuddara
eða kírópraktor.
12.00
Næst tekur við hádegismatur
og að sinna hinum og þess-
um smá erindum áður en ég
fer heim og slaka aðeins á.
16.00
Kvöldæfing.
19.00
Sturta, kvöldmatur og svo
reyni ég að nýta kvöldið með
vinum eða fjölskyldu. Eftir
erfiðar æfingar þegar mikið
álag er fer ég oft í sund eða
baðstofuna í Laugum til að
gefa líkamanum færi á að
jafna sig betur.
23.00 Farin að sofa.
Dagur í lífi Ásdísar
Hver er konan? Ég er alveg ekta
borgarbarn, uppalin í Fossvoginum
þar sem ég bjó þangað til ég byrj-
aði í menntaskóla en svo hef ég
verið á ferðinni um allt síðan. Ég
gekk í Breiðagerðisskóla, Réttar-
holtsskóla og svo MH áður en ég
byrjaði í Háskóla Íslands.
Hvenær byrjaðir þú að stunda
íþróttir? Ég byrjaði fyrst í badmin-
toni þegar ég var að verða tíu ára
og þá varð ekki aftur snúið. Eftir að
hafa prófað fullt af öðrum íþrótt-
um með fram badmintoninu bætt-
ust svo frjálsar íþróttir við þegar ég
var tólf ára. Lengi var ég í frjálsum
á sumrin og badmintoni á veturna
en ég sneri mér alfarið að frjáls-
um þegar ég byrjaði í menntaskóla.
Fannstu strax að þetta átti vel
við þig? Já, það er ekki hægt að
segja annað. Það kviknaði strax
einhver blossi og keppnisskapið
fór á fullt þegar ég byrjaði að æfa.
Upplifðirðu einhvern tíma að
þú værir að fórna félagslífi og
öðru fyrir íþróttaiðkunina? Það
má alveg segja það að ég hafi
þurft að færa fullt af fórnum fyrir
íþróttaiðkunina en ég lít ekki þann-
ig á það. Mér finnst ég ekki vera
að fórna neinu heldur einfaldlega
velja að gera það sem mér þykir
skemmtilegast. Í staðinn fæ ég þau
forréttindi að fá að lifa drauminn
minn.
Stefndirðu alltaf á Ólympíu-
leikana? Ég var strax staðráðin
í því þegar ég byrjaði að æfa tíu
ára gömul að ég ætlaði að fara á
Ólympíuleika.
Hversu stór partur af árangri
þínum er að hafa hugann á rétt-
um stað? Það skiptir öllu máli! Þú
kemst bara takmarkað langt á lík-
amlegum hæfileikum einum saman.
Það er nauðsynlegt að hafa metn-
aðinn og agann til að geta lagt allt
á sig sem þarf til að ná langt. Þetta
er gífurleg vinna og ég get ímynd-
að mér að það væri ofboðslega
erfitt að þurfa að gera þetta allt ef
ég væri ekki að þessu fyrir sjálfa
mig og vegna þess að þetta er það
skemmtilegasta sem ég geri. Þess
SKRÝTIÐ AÐ FÁ SVONA MIKLA ATHYGLI
Afreksíþróttarkonan Ásdís Hjálmsdóttir stimplaði sig heldur betur inn í hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar er hún sló Íslandsmet í fyrsta kasti á
Ólympíuleikunum í London sem lauk á dögunum. Lífið kynntist þessari duglegu konu sem hefur vægast sagt mörg járn í eldinum.
Ásdís Hjálmsdóttir fyrir utan Bessastaði í gær þar sem haldin var móttaka fyrir ólympíufarana.
Hér er nokkuð dæmigerður dagur á veturna þegar undirbún-
ingstímabilið er í fullum gangi og allt í rútínu.
Mind Xtra
fyrir konur eins og þig
Verð
1000 - 5000
Verslunin lokar
1. september
Allt á að seljast