Fréttablaðið - 17.08.2012, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 17.08.2012, Blaðsíða 50
34 17. ágúst 2012 FÖSTUDAGUR lifsstill@frettabladid.is ? Sæl og takk fyrir þína frábæru pistla í Fréttablaðinu. Ég er í svolítið skrítinni aðstöðu og lang- aði að leita ráða hjá þér. Ég er búin að vera í sambúð í tólf ár og það gengur vel fyrir utan eitt atriði; mér finnst maðurinn minn sætur, skemmtilegur og flottur og hef lít- inn áhuga á öðrum mönnum, en mér finnst hann ekki lengur „sexí“ og finn ekki fyrir löngun til að sofa hjá honum. Hann vinnur mikið og hreyfir sig lítið og það er líklega ástæðan. Hvað ráðleggur þú mér í þessari aðstöðu? KYNLÍF Ég vil byrja á því að þakka þér fyrir hólið. Það er engin lygi að sambönd eru stöðug vinna en þó það sé vinna þarf hún ekki að vera leiðinleg. Það eru margir þættir sem hafa áhrif á hamingju innan sambands og á kynlífið. Ég ætla að fá að draga þá ályktun að ef mað- urinn vinnur mikið þá hafi hann minni tíma til að sinna sér og sam- bandinu. Samkvæmt rannsóknum hafa gæði sambands mikil áhrif á kynlöngun kvenna svo ef hann gefur sér ekki tíma til að sinna sambandinu þá er ekki ósennilegt að þú sért ekki í stuði. Það þarf að nostra við rómantíkina svo erótíkin geti dafnað. Þú minnist samt ekki á það hvort hann langi til að sofa hjá þér? Stundum festast sambönd í því að annar aðili eigi alltaf frum- kvæði að kynlífi og þegar viðkom- andi hættir því þá gerist ekki neitt. Ég velti því einnig fyrir mér hvort hann hafi bætt á sig og er lík- amlega og andlega útkeyrður eftir mikla vinnu. Líkamsímynd getur haft áhrif á kynlöngun beggja og því er spurning hvort hann þurfi að minnka við sig vinnu til þess að geta fengið útrás fyrir uppsafnaðri streitu og sinnt sér, og þér, betur. Kynlöngun og aðlöðun geta verið eins og rússíbani sem fer upp og niður og stundum ertu í stuði og stundum ekki. Oftar en ekki spila margvíslegir þættir inn í, líkt og þreyta, streita, tími og ánægja innan sambands. Við getum ekki breytt öðru fólki en við getum breytt okkur sjálfum. Þú ættir því kannski að spyrja sjálfa þig að því hvort þér finnist þú vera sexí og hvort þig langi til að stunda kynlíf. Prófaðu að brjóta upp hversdaginn og fara á stefnumót með makanum, helst í nýju umhverfi, og athugaðu hvort þið getið talað saman og kynt undir ástareldinum. Kynt undir ástareldinum KYNLÍF: TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is TÆKNI Þýsk stofnun sem fylg- ist með því að friðhelgi einkalífs- ins sé ekki brotin á netinu er með Facebook undir smásjánni. Vefsíð- an hefur notað hugbúnaðinn Photo Tag Suggest til að safna upplýsing- um um andlit notenda sinna til að geta komið með uppástungur um að merkja fólk á myndum. Johannes Caspar, sem starfar hjá stofnuninni, segir í samtali við vef BBC að upplýsingarnar hafi verið notaðar án leyfis notenda Face- book. Forsvarsmenn síðunnar segjast á hinn bóginn hafa farið eftir lögum Evrópusambandsins um netið og friðhelgi einkalífsins. Sams konar stofnun og hin þýska á Írlandi hefur einnig gert athugasemdir við merkingarnar á Facebook. Hún komst að þeirri niðurstöðu að Facebook verði að standa sig betur í að upplýsa not- endur sína um Photo Tag Suggest. „Frá og með 1. júlí 2012 hefur Facebook hætt að nota hugbún- aðinn hjá öllum nýjum notendum síðunnar í Evrópu. Á sama tíma höldum við áfram viðræðum um noktun búnaðarins við yfirvöld,“ sagði í yfirlýsingu frá Facebook um þetta deilumál. Facebook undir smásjánni FACEBOOK Vefsíðan hefur verið gagnrýnd fyrir hugbúnaðinn Photo Tag Suggest. TÍSKA Hönnuðir og tískuhús glíma í auknum mæli við að hönnun þeirra sé stolið og ódýr- ar eftirlíkingar seldar í verslunum. Frægt er orðið þegar sumarlína verslunarinnar Zöru kom út og þótti hún ískyggilega lík vor- og sumarlínu Prada. „Eftirhermur væru í lagi ef uppruna- legi hönnuðurinn fengi hlut af ágóðan- um. Það væri það siðferðislega rétta í stöðunni,“ sagði Shirley Cook, forstjóri Proenza Schouler, um málið. Eftirhermur verða fleiri LÍNAN FRÆGA Sumarlína Prada varð inn- blástur fyrir sumarlínu Zöru í fyrra. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram á morgun í 29. sinn. Alls hafa 10.387 þátttakendur þegar skráð sig til leiks og þátt- tökumet hefur verið slegið í mörgum vegalengdum. Ólympíufarinn Kári Steinn Karlsson kemur hér með tíu hollráð fyrir þá sem stefna á þátttöku. 1. Borðið létta máltíð tímanlega. Kolvetnarík og létt máltíð er klár- lega málið fyrir hlaup. Almennt er ekki sniðugt að borða innan við tveimur tímum fyrir hlaup og sér- staklega ekki þunga máltíð eins og kjötmeti eða mikið af mjólkur- vörum. 2. Prófið skófatnaðinn. Það eru algeng mistök að fjárfesta í flottum skóm rétt fyrir hlaup og keppa í tiltölulega ónotuðum skóm. Hlaupið nokkrum sinnum í skón- um fyrir keppni og verið viss um að þeir henti ykkur vel og meiði ykkur ekki. 3. Hitið vel upp. Það kemur bæði í veg fyrir meiðsli og bætir árangur í hlaupinu. Eins getur verið gott að skokka sig niður eftir hlaupið til að hjálpa líkamanum að vinna fyrr úr þreytunni. 4. Klæðið ykkur eftir veðri. Það er mikilvægt að verða ekki of kalt og hlaupa með kalda og stífa vöðva. 5. Smyrjið staði sem gætu nudd- ast. Í lengri hlaupum myndast núningur í langan tíma á ýmsum stöðum. Það er hægt að koma í veg fyrir mikil óþægindi með því að smyrja þessa staði með vaselíni eða álíka efnum. Hugið að stöðum eins og innanverðum lærum, undir handar krikanum og strákar, pass- ið að smyrja geirvörturnar, sér- staklega ef kalt er í veðri. 6. Drekkið nóg af vökva. Þeir sem eru að hlaupa maraþon þurfa að drekka vel allt hlaupið, ekki bara þegar þeir eru orðnir þyrstir. Ekki gleyma að drekka vel eftir hlaupið líka. 7. Hlaupið af stað á skynsömum hraða. Það er auðvelt að æsast upp í hamaganginum og fara alltof hratt af stað en það er ekki gaman að vera eins og sprungin blaðra allt hlaupið. Það er nægur tími til að taka vel á því þegar líður á hlaupið. 8. Mætið tímanlega á staðinn. Ekki eyða orku í óþarfa stress fyrir hlaup. Upphitun, klósettferðir og fleira tekur allt sinn tíma svo mætið tímanlega á staðinn og takið því rólega. 9. Takið vel á því. Það tapar eng- inn á því, árangurinn verður betri og vellíðan eftir hlaup enn meiri. Gleymið samt ekki að hlusta á lík- amann, það er í lagi að sýna hörku í gegnum þreytu en ekki harka af ykkur í gegnum meiðsli eða mikla og óeðlilega verki. 10. Njótið og skemmtið ykkur vel. Njótið þess að geta hlaupið og það í fallegu umhverfi í stórum hópi af frábæru fólki. Góða skemmtun og gangi ykkur vel. tinnaros@frettabladid.is Smyrjið geirvörturnar vel RÁÐLEGGINGAR ÓLYMPÍUFARA Kári Steinn segir algeng mistök að fólk fjárfesti í flottum skóm rétt fyrir hlaup og keppi í tiltölulega ónotuðum skóm. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VATNSGLÖS á dag hefur minnkandi áhrif á höfuðverk og mígreni heldur rannsóknarteymi við háskólann í Maastricht í Hollandi fram, en höfuðverkur er ein helsta vísbending um að líkamann vanti vökva. 7 Frá aðeins kr. 69.900 í 7 nætur 7 nátta ferð - ótrúleg kjör! Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á allra síðustu sætunum 21. ágúst í 7 nætur til eins allra vinsælasta sólaráfangastaðar Íslendinga, Costa del Sol.. Þú bókar flugsæti og gistingu og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Fjölbreytt önnur sértilboð jafnframt í boði. Ath. takmarkaður fjöldi sæta og gistingar í boði - verð getur hækkað án fyrirvara. Kr. 69.900 - 7 nátta ferð Verð m.v. 2 - 4 í herbergi / stúdíó / íbúð. Sértilboð 21. ágúst. Roc Flamingo Frá kr. 79.900 í 7 nætur með allt innifalið Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í fjölskylduherbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 99.800 á mann. 28. ágúst í viku. Ótrúle g kjör ! Stökktu til Costa del Sol 21. ágúst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.