Fréttablaðið - 17.08.2012, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 17. ágúst 2012 19
Sumt af því sem við gerum, gerum við bara út af því að
við erum vön að gera það. Eitt-
hvað af því er skaðlaust og ekki
verra en hvað annað, en margt
er algjör della. Ef við viljum
ákveða hvort einhver gefin
venja sé þess virði að halda í
hana getum við spurt okkur ein-
faldrar spurningar: „Ef þetta
væri hinsegin, myndum við þá
vilja breyta til baka?“
„Klukk! Þú ert forseti“
Prófum nokkur dæmi. Ímynd-
um okkur að forseti Íslands fari
alltaf út á flugvöll og til útlanda
án þess að forseti Hæstarétt-
ar, forsætisráðherra eða for-
seti Alþingis fylgi honum. For-
setinn keyri einfaldlega með
eigin flokki aðstoðarmanna og
öryggisvarða, láti vita af ferðum
sínum og einhver úr stjórnsýsl-
unni komi því til skila þegar
hann yfirgefur landið. Myndi
einhver nú staldra við og segja:
„Nei, bíðum nú hæg! Þetta geng-
ur ekki! Við verðum að senda
einhvern handhafa forsetavalds
með honum út á flugvöll! For-
setavaldið verður að geta flust
yfir með snertingu. Það er ekki
hægt að klukka forsetavaldinu
frá einum manni til annars ef
mennirnir snertast ekki. Það
gefur augaleið!“
Myndum við álykta að tíma
forseta Hæstaréttar væri vel
varið í þessar nýju ferðir? Mynd-
um við fjölga hæstaréttardóm-
urum til að greiða fyrir þessum
nýju verkum forseta dómsins?
Myndum við telja að þetta væri
skynsamlegt öryggisins vegna
að setja tvo lykilmenn í stjórn-
sýslunni reglulega saman í bíl að
óþörfu? Ég leyfi mér að fullyrða
að við myndum ekki gera það.
Ódýrari gisting
Ímyndum okkur að sami virðis-
aukaskattur sé á hótelgistingu
og á öðru.
Myndi einhver nú leggja til
að lækka ætti virðisaukaskatt á
hótelgistingu en ekki á annað?
Ja, hugsanlega myndi einhver
(þ.e. hóteleigendur og viðskipta-
vinir þeirra) leggja það til, en
ég veit ekki hvers vegna einhver
annar ætti að gera það. Virðis-
aukaskattur á að vera sá sami
fyrir alla en hann mætti auðvi-
tað vera talsvert lægri en hann
er.
Almennt er of mikið af ein-
hverjum delluundanþágum í
vask-kerfinu. Matur á ekki að
bera lægri virðisaukaskatt en
aðrar vörur. Það eiga bækur og
geisladiskar ekki að gera held-
ur. Miðar á íþróttaleiki eiga að
bera sama vask og miðar í bíó.
Þá er fullt af þjónustu algjör-
lega undanþegin þessum skatti,
pistlaskrif eins og þessi hér þar
með talin sem og aðrar göfugar
athafnir eins og „kennsla“.
Það breytir því auðvitað ekki
að ef fjármálaráðherra ætlar
að hækka alla þessa skatta, þá
getur hún ekki falið sig bak við
það að hún sé „bara að sam-
ræma“. Ef hún ætlar „bara að
samræma“, sem er fín hugmynd,
þá þarf hún að lækka almenna
virðisaukaskattsþrepið, svo
tekjur af vaski haldist óbreyttar.
Lífeyrissjóðir, þjóðkirkja
og fríverslun
Hugsum okkur nú að allir búi
við svipað lífeyriskerfi. Myndi
einhver nú leggja til að það væri
sniðugt að opinberir starfsmenn
myndu greiða í annað lífeyris-
kerfi og fá betri lífeyriskjör en
aðrir? Myndi einhverjum þykja
réttlátt að þeir gætu skyndilega
farið fyrr á eftirlaun? Aftur: Það
gæti kannski verið að einhverj-
ir opinberir starfsmenn myndu
biðja um slíkt en það væri ekk-
ert sjálfsagt eða sanngjarnt við
þá beiðni.
Svo mætti lengi telja. Ef prest-
ar eins trúfélags væru ekki rík-
isstarfsmenn myndu væntanlega
fáir leggja til það yrði þannig.
Ef ekkert trúfélag nyti sérstakr-
ar stjórnarskrárverndar væri
hæpið að margir myndu tala
fyrir því að veita einu trúfélagi
slíka vernd. Ef við hefðum alltaf
getað keypt erlendar mjólkur-
vörur, eða ferskar kjötvörur, í
matvöruverslunum væri erfitt
að banna innflutning þeirra.
Vitanlega væri kannski þrýst-
ingur frá innlendum framleið-
endum á að banna samkeppni
frá útlöndum en slíkt væri erfitt
ef neytendur vissu hverju þeir
væru að missa af. Ef Íslending-
ar hefðu alltaf getað keypt tón-
list í gegnum erlendar vefsíður,
myndum við setja lög sem bönn-
uðu þeim það til að koma í veg
fyrir þann „þjófnað“?
Sumt sem við gerum af vana
er ágætt, annað er algjört rugl.
Stundum er hollt að spyrja sig:
Myndum við leggja til að hlut-
irnir yrðu eins og þeir eru í
dag? Ef svarið er neitandi þá er
líklegast takmarkað vit í fyrir-
komulagi sem verið er að verja.
AF NETINU
Þrýstnar konur og volæði
kynsystranna
[...] Afneitun á kynferðisofbeldi,
lítið gert úr fræðilegum
upplýsingum, afneitun á því að
ofbeldi geti verið kynbundið, krafa
um að heimilisofbeldi tilheyri hinu
persónulega rými, sök sett á þau
sem verða fyrir ofbeldinu, þörfin á
úrræðunum töluð niður. Kannast
einhver við slíka orðræðu um
kynferðislegt ofbeldi?
Samtök um kvennaathvarf gerðu
athugasemdir við skrif Herberts í
sama blaði 6. ágúst s.á., þar sem
bent var á tölur Borgarspítalans
um heimilisofbeldi gegn konum.
Svargreinina má nálgast hér. [Sjá
tengla á vefnum.]
Þrjátíu ár eru liðin og fáir andæfa
nú veruleika heimilisofbeldis
opinberlega. Það gengur hins vegar
hægt að uppræta það og þörfin á
kvennaathvarfi er rík nú sem fyrr.
[...]
sigridur.org
Sigríður Guðmarsdóttir
Þrjár spurningar um plan B
Árni Páll átti kollgátuna spurður
um Evrópusambands-sinueldinn í
pólitíkinni: Þeir ættu ekki að henda
plani A sem ekki hafa plan B.
Er hvenær sem er til í umræðu
um kosti og galla ESB-aðildar,
almennt og sérstaklega – þótt mér
finnist eðlilegast að við hinkrum
með djúp-umræðuna þangað til
komin eru samningsdrög.
Á móti verða ESB-andstæðingar,
Evróvafrar, biðstöðusinnar og
viðræðuhlésáhugamenn að sýna
okkur plan B – hvað eigi að gera
þegar viðræðunum er hætt / frestað
/ látnar bíða.
blog.pressan.is/mordur/
Mörður Árnason
Nei, bíðum nú hæg! Þetta gengur ekki!
Við verðum að senda einhvern handhafa
forsetavalds með honum út á flugvöll!
Forsetavaldið verður að geta flust yfir með snertingu.
Það er ekki hægt að klukka forsetavaldinu frá einum
manni til annars ef mennirnir snertast ekki. Það
gefur augaleið!
Pawel Bartoszek
Stærðfræðingur
Í DAG
24. – 28. 8. 2012
Time for business –
Nútíma innanhússhönnun, tíska heimilisvara, góðar
gjafahugmyndir og skartgripir – allt fyrir haust-,
vetrar- og jólainnkaupin sem leggja línurnar fyrir
strauma og stefnur komandi vors.
Tendence – hápunktur vörusýninga seinni helming
ársins sem spannar heimilið og gjafavöru:
Fleiri en 2.000 sýningaraðilar frá öllum heimshornum,
nýjungar á hönnunarsviði og sérsýningar sem veita
innblástur.
tendence.messefrankfurt.com
dimex@dimex.dk
Sími: +45 39 40 11 22
Myndum við breyta til baka?
Með jöfnu millibili birtast frétt-ir og greinar um lífeyriskjör
opinberra starfsmanna. Þessar
fréttir eru þó oftar en ekki mjög
ónákvæmar og gefa villandi upp-
lýsingar um stöðu lífeyrismála og
þá sér í lagi um stöðu lífeyrissjóðs
ríkisstarfsmanna (LSR). Reglulega
er þó reynt að leiðrétta helstu vill-
ur í umræðunni, hér er það gert
enn og aftur.
Síðustu fréttir af lífeyrismál-
um opinberra starfsmanna birt-
ust m.a. í Fréttablaðinu. Þar var
farið yfir stöðu LSR, bæði A- og
B-deildarinnar. Sú yfirferð var að
mörgu leyti ágæt, en umfjöllunin
var sett þannig fram að ætli mátti
að lífeyriskjör opinberra ríkis-
starfsmanna væru forréttindi en
ekki hluti af starfskjörum þeirra.
Í umfjölluninni var sáð fræi tor-
tryggni og óvildar í garð ríkis-
starfsmanna með ósanngjörnum
hætti. Málinu var stillt þannig
upp að til þess að ríkið gæti staðið
við launagreiðslur til sinna starfs-
manna, þá yrði að hækka skatta,
eða að skattgreiðendur þyrftu hver
og einn að fara ofan í eigin vasa til
að borga í lífeyriskerfi ríkisstarfs-
manna. Þetta er auðvitað fráleit
framsetning. Ríkið er atvinnurek-
andi og fær sínar tekjur að mestu
leyti af skattgreiðslum frá almenn-
ingi, sem sumir hverjir eru vel að
merkja einnig ríkisstarfsmenn.
Ríkið notar síðan þessar tekjur
til að greiða ýmsa þjónustu fyrir
landsmenn, s.s. skóla- og heilbrigð-
iskerfi. Hluti þessara greiðslna
eru laun þeirra sem starfa við
almannaþjónustuna – starfsmenn
ríkisins.
Í stuttu máli lítur málið út svona:
1. Lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna
(LSR) er skipt í A-deild og B-deild.
B-deildin er „gamla fyrirkomulag-
ið“ en það var lokað fyrir nýjum
starfsmönnum 1997.
2. B-deild lífeyrissjóðs opinberra
starfsmanna var bæði uppsöfn-
unar- og gegnumstreymissjóður.
Ríki og sveitarfélög greiddu lög-
bundinn lífeyri til sjóðanna, annað
hvort fyrirfram eða í síðasta lagi
þegar sjóðsfélagi hóf töku lífeyr-
is. Í tilfelli LSR þá hefur ríkið sem
atvinnurekandi ekki greitt sinn
hluta lífeyrisins til sjóðsins eins
og það átti að gera. Þess vegna
hafa hlaðist upp skuldir ríkisins
við sjóðinn.
3. A-deildin er uppbyggð eins
og lífeyrissjóðir á hinum almenna
markaði. Það sem er frábrugðið er
hins vegar að réttindi starfsmanna
í LSR eru tryggð, þannig að ef sjóð-
urinn stendur ekki undir þeim rétt-
indum sem eru óaðskiljanlegur
hluti launakjaranna, þá ber stjórn
sjóðsins að hækka iðgjaldið sam-
kvæmt lögum. Skuldir ríkisins við
A-deildina eru tilkomnar vegna
þess að stjórnvöld hafa neitað að
hækka iðgjald til sjóðsins eins og
lögbundið er. Iðgjaldið hefur ekki
staðið undir réttindum í nokkurn
tíma vegna þess að atvinnurek-
andinn neitar að standa við skuld-
bindingar sínar. Það átti að hækka
iðgjaldið árið 2009, en ríkið hefur
komist undan því með bráðabirgða-
ákvæðum í lögum sem heimila því
að draga það á langinn. Á meðan
hækkar skuldin.
Niðurstaðan er því sú að ríkið
sem atvinnurekandi skuldar sínum
starfsmönnum, bæði núverandi og
þeim sem komnir eru á lífeyri.
Ímyndum okkur atvinnurekanda
á almennum markaði sem ekki
greiðir lögbundin gjöld af launum
starfsmanna sinna. Hvað er gert?
Gjöldin eru sótt, ekki satt? Um
þetta snýst málið. Krafa opinberra
starfsmanna er einföld og auðskil-
in. Við viljum að ríkið borgi skuldir
sínar eins og aðrir atvinnurekend-
ur í þessu landi.
Krafan er einföld
og auðskilin
Lífeyrissjóðir
Árni Stefán
Jónsson
formaður SFR
stéttarfélags í
almannaþágu