Fréttablaðið - 17.08.2012, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 17.08.2012, Blaðsíða 33
LÍFIÐ 17. ÁGÚST 2012 • 7 utan skiptir öllu máli að hafa stjórn á hugsunum sínum þegar farið er í keppni. Til að ná árangri þarftu að hafa fulla trú á sjálfri þér. Hvernig er tilfinningin að taka þátt í leikunum, komast áfram og fá alla þá athygli sem leikunum fylgdu? Það var magnað að labba inn á leikvanginn en alveg ólýsan- leg tilfinning að setja Íslandsmet í fyrsta kasti á Ólympíuleikvanginum fyrir framan um 80 þúsund áhorf- endur. Þetta er augnablik sem ég mun aldrei nokkurn tímann gleyma og er bara olía á eldinn sem dríf- ur mig áfram. Hvað athyglina varð- ar þá er ég frekar feimin að eðl- isfari svo það er frekar skrýtið að fá svona aukna athygli allt í einu. Þetta var að aukast jafnt og þétt fram að leikum en svo varð al- gjör sprenging eftir undankeppn- ina. En þetta er bara eitthvað sem maður reynir að nýta til að hvetja sig áfram eins og allt annað. Ertu byrjuð að æfa fyrir næstu Ólympíuleika? Já, í rauninni er hver einasta æfing eitt skref á leið- inni. Ég er búin að fá boð á tvö Demantamót núna í ágúst svo tímabilið mitt er ekki alveg búið enn þá. Eftir það mun ég svo taka mér góða hvíld áður en uppbygg- ingartímabilið byrjar aftur af full- um krafti. Áttu góða vini og vandamenn sem styðja við bakið á þér? Já, ég er mjög heppin með hvað ég á góða að í þjálfara, fjölskyldu, vinum, kunningjum, æfingafélög- um og vinnufélögum. Allir eru mjög áhugasamir um allt sem ég er að gera og styðja mig heils hugar í því. Það er nú nærtækast að nefna að mamma, bróðir minn og kær- astinn komu til London að horfa á mig keppa og fagna með mér. Þau voru með risastóra veifu með sér með íslenska fánanum sem stend- ur á „Áfram Ásdís“. Fjölskyldan mín gerði hana í Gautaborg 2006 þegar þau komu að horfa á mig keppa á EM. Þau fengu hugmyndina kvöld- ið áður en ég keppti og voru alla nóttina að hanna, sníða og sauma stafina í lak. Á sama tíma á Íslandi kom stórfjölskyldan saman og vin- irnir líka til að fylgjast með í sjón- varpinu svo það er ekki hægt að segja að mig skorti stuðninginn. Hefur þetta ekki verið kostn- aðarsamt fyrir þig persónulega eða ertu með góða styrktar- aðila? Sem betur fer hef ég verið með góða styrktaraðila sem hafa gert mér kleift að sinna íþróttinni að fullu. Þetta er gífurlega kostn- aðarsamt og ég gæti engan veg- inn staðið undir þessu án alls þess stuðnings sem ég fæ. Svo fólk geri sér aðeins grein fyrir kostnaðinum þá er ég búin að fara í þrjár æf- ingabúðir á þessu ári í 10-20 daga þar sem ég þarf að bera allan kostnað fyrir bæði mig og þjálf- ara. Fyrir utan svo keppnisferðir og allan annan kostnað en ég er að fara í um 10-15 utanlandsferðir á ári. Ég hef verið á A-styrk hjá ÍSÍ og svo voru Ólympíusamhjálpin, Val- itor og Saffran að styrkja mig pen- ingalega fram að leikunum. Það er hins vegar alltaf erfitt strax eftir Ól- ympíuleika þar sem allir styrktar- samningar klárast þá. Núna þarf ég því að fara í að ná mér í styrktar- aðila fyrir næstu ár. Hvað dreymir þig um að gera annað en að kasta spjótinu? Ég hef alveg ofboðslega gaman af því að ferðast og langar mikið til að skoða heiminn enn betur en ég hef fengið að gera í gegnum íþróttirn- ar. Auk þess var ég að klára mast- er í lyfjafræði og hef mikinn áhuga á því sviði. Það heillar mig mikið að fara út í rannsóknarvinnu eða jafn- Sjónvarpsþáttur? How I met your mother. Heimasíða? Úff, ætli það sé ekki Facebook því miður. Tímarit? Ég geri mjög lítið af því að lesa þau nema á biðstofum. Veitingastaður? Sushi Samba finnst mér alveg æðislegur. Dekur? Góð afslöppun í baðstofunni í Laugum eftir gott nudd. FRAMHALD Á SÍÐU 8 „All-in-One BB CREAM“ frá THE BODY SHOP er einstaklega léttur andlitsfarði, hvítur í upphafi en dökknar og líkir eftir eðlilegum húðlit þínum þegar hann er borinn á. Er jafnframt góður og nærandi fyrir húðina því hann inniheldur náttúrulegt E-vítamín og rakagefandi marúlaolíu. Verslanir THE BODY SHOP eru í Kringlunni, Smáralind og á Glerártorgi. www.facebook.com/pages/The-Body-Shop-á-Íslandi BODY SHOP KYNNIR:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.