Fréttablaðið - 03.09.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.09.2012, Blaðsíða 4
3. september 2012 MÁNUDAGUR4 GENGIÐ 31.08.2012 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 213,5922 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 121,63 122,21 192,64 193,58 153,05 153,91 20,539 20,659 20,997 21,121 18,325 18,433 1,5465 1,5555 185,04 186,14 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR F ÍT O N / S ÍA F I0 4 3 2 5 9 Leikli st 303 og 30 4 í Borg arhol tsskó la 4 sýn ingar að eig in val i Áskri ftar- kortið okka r 568 8000 | borgarleikhus.is ÞJÓÐKIRKJAN Kirkjuþing krefst tafar laus rar leið rétt ing ar sóknar gjalda frá ríkinu og lýs ir yfir þung um áhygg jum af alvar legri fjár hags- stöðu sókna lands ins. „Sóknir landsins hafa tekið á sig skerðingu eins og allir aðrir í þjóðfélaginu en sú skerðing hefur verið 25 prósent umfram stofnanir innanríkisráðuneytisins,“ seg ir í álykt un sem sam þykkt var á auka fundi Kirkjuþings á laugardag. Þingið var boðað til að ræða ráð gef andi þjóðar atkvæða greiðslu um endur skoðun stjórnar skrár inn ar að því er varð ar ákvæði hennar um þjóð kirkjuna sem og þings- ályktunar til lögu um leið rétt ingu sóknar- gjalda. Þingið hvetur til þess að áfram verði ákvæði um þjóð kirkju í stjórnar skrá og að réttindi ann arra trú- og lífsskoðunar félaga verði tryggð. Stöð 2 greindi frá því um helg ina að Bisk- ups stofa opni síð ar í þess um mánuði sér- stak an upp lýs inga vef vegna þjóðar atkvæða- greiðsl unn ar. Á vefnum á almenningur að geta tekið til þess afstöðu hvort ákvæði um þjóð kirkju eigi að vera í stjórn ar skrá Íslands. Agnes M. Sigurðar dótt ir, biskup Íslands, sagði að ekki væri um áróður að ræða heldur upplýsingavef. „Við viljum eiga samtal við þjóðina. Við ætlum ekki að tala yfir þjóðina, við ætlum að eiga samtal,“ sagði hún. - sv Aukakirkjuþing haldið um helgina til að ræða sóknargjöld og breytingar sem lagðar eru til á stjórnarskrá: Kirkjuþing krefst hækkunar sóknargjalda KIRKJUÞING Magnús E. Kristjánsson var kjörinn forseti kirkjuþings á laugardag, en Pétur Kr. Hafstein lét af störfum sem forseti fyrr á þessu ári. MYND/ÞJÓÐKIRKJAN JÓHANNESARBORG, AP Saksóknari í Suður-Afríku hefur dregið til baka morðákærur gegn 270 námuverkamönnum. Þeir voru sakaðir um að hafa átt þátt í dauða 34 samstarfsmanna sinna sem voru skotnir af lögreglunni í miðju verkfalli. Verkamennirnir höfðu krafist launahækkunar og vildu einnig stofna nýtt stéttar- félag. Morðákærunum hafði verið mótmælt harð lega víða í Suður- Afríku, þar á meðal af stjórn- mála flokkum og verka lýðs- félögum. Ákærurnar byggðu á gömlum laga bókstaf frá tímum að skilnaðar stefnunnar. Þau kveða á um að ekki megi ögra lög reglu á neinn hátt sem geti leitt til þess að hún hefji skot hríð. - fb Saksóknari í Suður-Afríku: Fallið var frá morðákærum AÐSTANDENDUR Fjölskylda eins námu- verkamannanna sem voru skotnir til bana af lögreglunni. MYND/AP LONDON, AP Suður-afríski Nóbelsverðlaunahafinn og erkibiskupinn Desmond Tutu vill að Tony Blair og George W. Bush verði leiddir fyrir stríðs glæpa- dómstólinn í Haag fyrir aðild sína að Íraksstríðinu árið 2003. Tutu skrifaði í enska blaðið The Observer að þessir fyrr verandi leiðtogar Bretlands og Bandaríkjanna yrðu að svara til saka fyrir athæfi sitt. „Íraksstríðið hefur komið ójafnvægi á í heiminum sem hefur valdið meiri usla en nokkur önnur deila í sögunni,“ skrifaði hann. Tony Blair hefur vísað þessu á bug og segir Tutu styðjast við rangar upplýsingarnar um að ástæðurnar notaðar voru til að réttlæta innrás hafi verið upplognar. - fb Desmund Tutu erkibiskup: Blair og Bush fyrir dómstól DESMOND TUTU VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 26° 25° 22° 20° 24° 19° 19° 19° 27° 24° 27° 24° 31° 20° 23° 21° 21°Á MORGUN 10-15 m/s NA-til í fyrstu, annars hægari MIÐVIKUDAGUR 8-13 m/s V-til, annars hægari 8 9 11 12 10 12 13 11 13 12 11 8 10 7 7 6 4 12 3 3 8 11 9 7 7 9 10 11 12 12 13 11 HAUST Haustlægðir með tilheyrandi úrkomu og vindi ráðandi næstu daga. Rigning um allt land í dag. Bætir í vind í kvöld og má gera ráð fyrir allhvössum vindi um mest allt land í nótt og N- og A-til fyrripart dags á morgun. Hiti 4-14 stig á morgun. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður STJÓRNSÝSLA Aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið hefur ekki verið hætt. Þetta segir Árni Þór Sigurðsson, formaður utan ríkis mála nefndar Alþingis og þing maður Vinstri grænna. Þorsteinn Pálsson, fyrr- verandi for- sætis ráðherra, skrifaði pistil í Frétta blaðið á laugardag þar sem hann vísaði í skrif Ögmundar Jónassonar, innanríkis ráð- herra, í blaðinu á miðvikudag. Ögmundur sagði að á ríkis- stjórnarfundum í júlí og í ágúst hefðu verið settir þrír fyrir- varar við sam n ings mark miðin í peninga málum. Sá fyrsti væri að hér yrðu gjaldeyrishöft af numin, annar væri að Ísland hefði að lögunar ferli að upptöku evru og þriðji væri upp taka evru. Þorsteinn fjallar um skýrslu Seðla bankans um varúðarreglur eftir fjármagns höft sem vísi til þess að ekki verði fallið frá gjald eyris höftunum í bráð. „Það merkir að VG hefur í raun og veru stöðvað aðildar viðræðurnar í júlí,“ skrifar Þorsteinn og kallar eftir því að bókanir af fundum ríkisstjórnarinnar um málið verði opin beraðar til þess að eyða óvissu um fram tíð aðildarviðræðnanna. „Það er mikilvægt að menn átti sig á því að samnings afstaða Íslands í einstökum köflum tekur mið af sam þykkt Alþingis,“ segir Árni Þór og bendir á að ríkis- stjórnin getur ekki tekið ein- hliða ákvörðun um aðildar við- ræðurnar. „Það væri ekki hægt nema með að komu þingsins. Ríkisstjórnin er bundin af samþykkt Alþingis.“ Spurður hvort hann viti til þess að fyrirvararnir sem Ögmundur kynnti í grein sinni hafi verið bókaðir í ríkisstjórn, segir Árni Þór: „Mér er ekki kunnugt um að það hafi verið bókaðir neinir fyrir varar í ríkisstjórn í júlí þegar afstaða til efnahags- og peninga mála var afgreidd úr ríkisstjórn. Utan ríkis málanefnd eða okkar þing flokki hefur ekki verið gerð grein fyrir því.“ Árni Þór bendir á að það megi vel vera að einstaka ráð herrar hafi reifað við horf sín almennt til málsins en fyrir varar Vinstri grænna við inn göngu Íslands í ESB birtist í stjórnar sátt- málanum sjálfum. Alþingi kemur saman á ný 15. september og Árni Þór segir að Evrópu málin verði enn á dag- skrá. „Við teljum að það sé margt sem mæli með því að farið verði yfir stöðu málsins og rætt um fram gang þess á næstu mán- uðum. Ég vona að við getum farið í þá umræðu.“ birgirh@frettabladid.is Ríkisstjórnin bundin af samþykkt Alþingis Aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið verður ekki hætt. Ríkis stjórnin er bundin samþykkt Alþingis um aðildarviðræður. Formaður utan ríkis mála- nefndar vonast til að geta hafið umræður um samningsferlið á nýju þingi. STEFNA RÍKISSTJÓRNARINNAR Þorsteinn Pálsson (til hægri) heldur því fram að með bókun í ríkisstjórn sem Ögmundur Jónasson (til vinstri) fjallar um hafi aðildarviðræðum við ESB verið hætt. SAMSETT MYND ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON Háskólinn 25 ára í gær Háskólinn á Akureyri fagnaði 25 ára starfsafmæli sínu í gær. Í tilefni dagsins var leikrit sýnt í anddyri skólans, Hvanndalsbræður stigu á stokk og einnig var margvísleg dagskrá í boði fyrir börnin. AKUREYRI NOREGUR Umhverfisráðherra Nor- egs, Bård Vegar Sol hjell, segir flokk sinn, Sósía líska vinstri- flokk inn, ekki geta setið í ríkis- stjórn sem bori eftir olíu við Norðurskautið. Norskir fjölmiðlar greindu frá því að olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, hefði á ráð stefnu í Staf angri um olíu- vinnslu gefið í skyn að slík borun kæmi til greina. „Engin ástæða er til að stoppa núna. Landamæri Noregs ná næstum því að Norður- skautinu,“ sagði hann. Solhjell segir þetta þvert á stefnu stjórnvalda. - ibs Ráðherradeila í Noregi: Ósammála um Norðurskautið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.