Fréttablaðið - 03.09.2012, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 03.09.2012, Blaðsíða 42
3. september 2012 MÁNUDAGUR18 BAKÞANKAR sr. Sigurðar Árna Þórðarsonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. hluta sólarhrings, 6. slá, 8. hald, 9. kæla, 11. gelt, 12. gerviefni, 14. krydd- blanda, 16. í röð, 17. smátt lausagrjót, 18. enn þá, 20. bókstafur, 21. velta. LÓÐRÉTT 1. spaug, 3. bardagi, 4. mótrök, 5. skjön, 7. áleitinn, 10. fóstra, 13. slöngu, 15. skál, 16. húðpoki, 19. nudd. LAUSN LÁRÉTT: 2. dags, 6. rá, 8. tak, 9. ísa, 11. gá, 12. nælon, 14. karrí, 16. hi, 17. möl, 18. enn, 20. ká, 21. snúa. LÓÐRÉTT: 1. grín, 3. at, 4. gagnrök, 5. ská, 7. ásækinn, 10. ala, 13. orm, 15. ílát, 16. hes, 19. nú. Þú ert mjög góður í fótbolta sko en það er ekki öruggt að þú verðir atvinnumaður í Liverpool! Það eru mjög fáir sem verða það! I know! En ég er með plan B! Good boy! Do tell! Tölvuleikjagagn- rýnandi!! Þá fæ ég alla nýjustu leikina í heiminum senda heim til mín, ég gef þeim mitt faglega álit á móti veglegum greiðslum! Einmitt … ertu með plan C? Auðvitað! Rit- höfundur! Finn upp eitthverja hallærislega sögu og skrifa eitthvað bullshit! Easy! Hvað sem er til að komast hjá því að fara á hinn almenna vinnumarkað sem sagt? Já, það er planið! Hæ Jeremy. Hæ Walt. Hmmm! Afsakið! Síðan hvenær kallar þú mig „Walt“?? Heit- irðu það ekki? Þegar ég ávarpa þig með skírnarnafninu brýt ég niður stigveldið og geri okkur að jafna. Þig jafnan mér eða mig jafnan þér? Úps! Þarna kemur stigveldið aftur! Þetta er ekkert til að skammast sín fyrir. Það er mjög algengt á þínum aldri að glíma við eldspúunar-tengd vandamál. Ég vissi það!Bull. Nú? Hvert er þitt fyrsta tungumál? Afsakið, en ég skil þig ekki. Íslenska er ekki mitt fyrsta tungumál. Ég bað þig um að ganga frá sokkunum þínum.Ha? Gakktu frá sokkunum þínum. Þjóðviljinn flutti eitt sinn þá frétt, að kona í Vesturbænum ræktaði dýrustu kartöflur á Íslandi. Konan var mamma og Þjóð viljinn birti mynd af garðinum á dýrmætri byggingarlóð. Verktakar og lóða þurfandi framkvæmdamenn komu svo og vildu kaupa. Pabbi vísaði þeim brosandi á mömmu. Svo hringdu aðrir og spurðu hvort þeir gætu ekki fengið þessa óbyggðu lóð? Og enn vísaði pabbi á mömmu. Þar fengu fram kvæmda- menn heimsins full komlega skýr svör. Nei, þeir gætu ekki fengið þessa lóð af því að hún væri notuð til kartöflu- og kál ræktar. „En hættið þið ekki bráðum þessari garðrækt?“ „Nei,“ sagði mamma ákveðin. Það var alveg sama hvað skyn semi heimsins spurði um, hvað fjármálamennirnir buðu og hvað praktískt hyggjuvitið bar upp. Lóðin á Tómasarhaga 18 var ekki fyrir byggingu af steinsteypu og járni, heldur viðkvæmar byggingar jurta sem nutu verndar, athygli, ástúðar og elsku mömmu. NOKKRIR krakkar í götunni sögðu: „Mamma þín er skrítin því hún ræktar kartöflur. Getur hún ekki keypt þær úti í búð eins og mömmur okkar?“ Þegar við bárum upp þessi eineltisefni setti mamma son sinn og dóttur á stól og skýrði málið. Hún skýrði út, að margt fólk héldi að moldar vinna væri ekki fín. En því miður hefði það bara ekki skilið meira eða betur en þetta. Hún væri að rækta því hún væri rækt unar kona. Hún hefði gaman af jurtunum og það væri gott fæði sem hún ræktaði. Þar að auki veldi hún sér sjálf atvinnu, sparaði heimilinu peninga, sem við gætum notað í eitthvað skemmtilegt í stað þess að kaupa kartöflur og kál. MAMMA var græn í hugsun og svo var það auðvitað alveg sjálfgefið að Guð elskaði afstöðu hennar og starf. Kart- öflurnar hennar voru betri en annarra, kálið hennar stórvaxnara og ljúf fengara en í búðinni. Mamma var í leynibandalagi með Guði, sem skapar og elskar fólk sem ræktar. Svo fengu nágrannarnir sendingu úr garðinum þegar haustaði af því maður deilir með öðrum gæðum garðs og heims. ÞEGAR mamma nálgaðist nírætt treysti hún sér ekki lengur að rækta í öllum 500 fermetrunum eins og áður. Hún seldi stóru lóðina en hélt áfram að rækta í þremur beðum til æviloka. Mamma miðl aði hollri lífs leikni og að grænt er sálarvænt. Dýrustu kartöflur á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.