Fréttablaðið - 03.09.2012, Blaðsíða 6
3. september 2012 MÁNUDAGUR6
DVD
VERÐ AÐEINS
KR
Kræsingar & kostakjör
FORNLEIFAR Fornleifauppgrefti
við Kolkuós í Skagafirði er
lokið en hann hefur staðið yfir
í tíu sumur. Um svokallaðan
björgunaruppgröft er að ræða en
uppgraftarsvæðið var á grönnum
tanga sem ægir hefur gengið hratt
á síðustu ár.
„Við höfum verið í rosalegu
kapphlaupi við sjóinn því að hann
hefur tekið mikið af minjum og
öðrum menningarsögulegum
upplýsingum síðan við byrjuðum
að grafa árið 2003. Sennilega
voru á bilinu 80 til 90 prósent af
hinu forna athafnasvæði þegar
horfin þegar við hófumst handa,“
segir Ragnheiður Traustadóttir,
fornleifafræðingur og aðjúnkt við
Háskólann á Hólum, sem stjórnaði
rannsókninni.
„Það sem er mikilvægast í
þessu er að staðurinn var höfn
Hólastaðar og þar áður kannski ein
af fáum landnámsverslunarstöðum
sem við vitum um,“ bendir
Ragnheiður á. „Höfnin á Kolkuósi
hefur verið í notkun sem
uppskipunar- og verslunarstaður
í meira en 500 ár.“
Um sextán hundruð munir hafa
komið upp úr jörðinni, margir
hverjir stórmerkilegir. Þá hafa 60
til 70 hús verið kortlögð á svæðinu,
búðir sem hafa verið notaðar
tímabundið á sumrin, en þar er að
finna geymslu, eldhús, vinnubúðir
og svefnbúðir.
Meðal þeirra muna sem fundust
var akkeri úr smíðajárni sem
talið er vera frá víkingaöld eða
miðöldum. Akkerisfundurinn
er talinn renna stoðum undir
kenningar um hvar skipalægið
var til forna. Þá hafa fundist
Tíu ára uppgrefti
við Kolkuós lokið
Sextán hundruð munir voru grafnir upp í fornleifauppgreftrinum við Kolkuós
í Skagafirði. Á tíu árum hafa 60 til 70 hús verið kortlögð. Ágangur sjávar mun á
næstu árum eyða minjunum til frambúðar. Rannsóknin er einstök á Íslandi.
Í KAPPI VIÐ ÆGI Fornleifauppgröfturinn hefur verið drifinn áfram af miklum
ágangi sjávar á tangann þar sem grafið er.
„Ég tel að þetta sé með merkilegri rannsóknum sem hafa farið fram hér.
Við höfum aldrei rannsakað hafnir eða slíkar minjar frá elsta tíma. Það hefur
verið grafið að Gásum en þar er yngri höfn,“ segir Ragnheiður.
„Við höfum eiginlega ekkert velt fyrir okkur hvar landnámsmaðurinn
kom að landi. Þetta er ein af fáum höfnum sem koma fyrir í Landnámu.
Þar er talað um að það liggi skip full af búfénaði fyrir utan Kolkuós. Margir
lendingarstaðir, sem eru upphaflega hafnir landnámsmanna, eru bara
farnir.“
Fátt vitað um hafnir landnámsmanna
ISLAMABAD, AP Pakistanska lögreglan hefur hand tekið
múslíma klerk sem er grunaður um að hafa kom ið
fyr ir sönn un ar gögn um í máli krist inn ar, þroska-
heftrar stúlku. Hún er sökuð um að hafa brennt blað-
síð ur úr kóran inum, hinni helgu bók múslíma.
Klerkurinn, Khalid Chishti, var handtekinn fyrir
að hafa sett síð ur úr kóran in um ofan í poka stúlk -
unnar, sem hafði að geyma brennd blöð úr trúar-
ritinu. Vitni bar að klerk ur inn vildi með þessu móti
leggja stein í götu kristinna Pak istana. Klerkurinn,
sem neitar sök, var leidd ur fyrir rétt í gær.
Tvær vikur eru síðan stúlkan var hand tekin, sök uð
um að hafa van helg að kóran inn með því að brenna úr
honum blað síð ur. Læknar hafa úr skurð að að hún sé
und ir lög aldri, sem þýð ir að mál hennar verður tekið
fyrir hjá ung menna dómstóli. Lífs tíðar fangels i eða
jafn vel dauða dómur liggur við guðlasti í Pakistan.
Málið hefur vakið mikla reiði hjá múslímum.
Marg ir kristn ir íbúar úr hverfi stúlkunnar ákváðu
að flýja af ótta við hefndar aðgerð ir múslíma. Um
þrjú hundruð þeirra komu sér fyrir í búð um rétt
fyrir undan höfuðborgina Islamabad en var svo vikið
þaðan síðasta þriðjudag. Þá var kirkja sem þeir höfðu
komið upp til bráðabirgða brennd til grunna. -fb
Múslímaklerkur handtekinn í máli gegn þroskaheftri stúlku frá Pakistan:
Kom fyrir sönnunargögnum
LEIDDUR FYRIR RÉTT Múslímaklerkurinn Khalid Chishti var
leiddur fyrir rétt í Pakistan í gær. MYND/APF
NÁTTÚRUVERND Óheimilt er að
valda spjöllum, raska líf ríki,
jarðar myndunum og land slagi á
verndar svæði við Mý vatn og Laxá
í Suður-Þing eyjar sýslu. Forðast
á að spilla vatna sviðinu sem
raskað getur vernd svæðisins og
þá sérstaklega gæðum og rennsli
grunnvatns.
Umhverfisráðherra undirritaði
í júlí nýja reglugerð um verndun
svæðanna, með það að markmiði
stuðla að verndun lífríkis, jarð-
myndana og landslags Mývatns-
og Laxársvæðisins. - sv
Ný náttúruverndarreglugerð:
Mývatn og
Laxá vernduð
SAMGÖNGUR Þjónustusvæði
Strætós stækkaði í gær þegar
akstur hófst til Akur eyrar,
Stykkis hólms, Búðar dals, Hólma-
víkur og Reyk hóla.
Strætó ætlar einnig að bjóða
upp á ferðir til Grundar fjarðar,
Ólafs víkur, Hellis sands, Rifs,
Reyk holts, Hvamms tanga og
Skaga strandar. Þær verður þó að
panta sérstaklega tveimur tímum
fyrir brott för.
Boðið er upp á þráð laust net í
öllum vögnum sem aka vestur og
norður nema þeim sem eru hluti
af pöntunar þjónustu strætó.
- sv
Þráðlaust net í strætó:
Ferðir hafnar
til Akureyrar
ALÞINGI Margrét Tryggvadóttir,
þing maður Hreyfingar innar,
óskar eftir að
stjórn skipun-
ar- og eftir-
lits nefnd
Alþing is kalli
ríkis endur-
skoð anda á
fund til að
ræða fjár fram-
lög fyrir tækja
til stjórn mála-
flokka.
Margrét vill að nefndin at hugi
hvort stjórn mála flokk ar hafi
verið styrktir með ólög mæt um
hætti. Hún bend ir meðal annars
á blogg færslu Þórð ar Björns
Sigurðs son ar, starfs manns Hreyf-
ing ar inn ar, sem segir að þrjú
sjávar út vegs fyrir tæki hafi styrkt
Sjálf stæðis flokk inn um saman lagt
900 þús und krón ur á ári síðustu
tvö ár. Sam kvæmt lög um á að telja
saman fram lög tengdra fyrir-
tækja til flokka og mega þau ekki
vera hærri en 400 þúsund krónur.
- sv
Alþingi leiti skýringa:
Vill að styrkir
verði skoðaðir
MARGRÉT
TRYGGVADÓTTIR
5 ára afmæli 3G á Íslandi
Fimm ár eru liðin frá því að Síminn
tók upp 3G-tækni. Þann 3. september
árið 2007 var í fyrsta sinn hægt að
hringja myndsímtal á Íslandi. Þá
þöktu sendarnir höfuðborgarsvæðið
og Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Nú nær
3G-kerfið til yfir 90 prósenta landsins.
TÆKNI
DÝRALÍF Leiðangursmenn frá
Hafrannsóknastofnun urðu
margs vísari eftir að hafa nýtt
neðansjávarmyndavélina á allt
að 730 metra dýpi fyrr í sumar. Í
leiðangrinum tókst meðal annars
að mynda svokallaðan þyrnikóral
í fyrsta skipti hér við land, segir
Steinunn Hilma Ólafsdóttir
leiðangursstjóri.
Þar að auki náðust myndir af
gormlaga dýri sem ekki er vitað
með vissu hvert er. Trjónufiskur
brá sér einnig fyrir linsuna en
hann fannst einungis á undir 700
metra dýpi.
Myndefni var safnað af
botninum á fimmtán stöðum á
Háfadjúpi og Reynisdjúpi sem
eru sunnan við landið. Auk
dýralífs minnti neyslusamfélagið
líka á sig við hafsbotn. Til dæmis
náðust myndir af bylgjupappa og
plastpoka á um 500 metra dýpi.
- jse
Leiðangur skilar árangri:
Gormlaga dýr
fannst í sjónum
HORNKÓRALL Þessi kórall er á meðal
þess sem hafsbotninn geymir hér við
land. MYND/SVANHILDUR EGILSDÓTTIR
bein kjölturakka, brotasilfur,
silfurpeningar frá Evrópu,
kambar, ævaforn leirkersbrot
og margt fleira. Einnig fannst
smíðagjall sem bendir til þess að
járnsmiðja hafi verið á tanganum
og stórir ofnar þar sem fundust
hákarlatennur og merki um
lýsisbræðslu mjög snemma.
Nú, þegar uppgreftinum er
lokið, verður hafist handa við
úrvinnslu upplýsinga og gagna
sem fundist hafa. „Við ætlum
að nýta næstu ár í að reyna að
fjármagna úrvinnslu og gefa
svo út niðurstöðurnar,“ segir
Ragnheiður.
birgirh@frettabladid.is
WASHINGTON, AP Barack Obama, for-
seti Bandaríkjanna, kveðst mikill
aðdáandi Clints Eastwood. Stutt er
síðan Eastwood hélt um deilda ræðu
á flokks þingi repúblik ana þar sem
hann talaði um „hinn ósýni lega
Obama“.
Í viðtali við USA Today seg ir
Obama að East wood sé frá bær leik-
ari og jafn vel enn betri leik stjóri.
Spurður hvort Eastwood hafi móðg-
að hann með ræðu sinni vildi Obama
lít ið tjá sig. Í ræðu sinni talaði East-
wood við ímynd að an Obama í tóm-
um stól áður en Mitt Romney, for -
seta efni repúblikana, steig í pontu.
Vildi hann meina að Obama hefði
mis tekist að standa við gefin loforð.
„Ef þú móðgast auð veld lega ættir ðu
lík lega að velja þér ann an starfs-
vett vang,“ sagði Obama um ræðuna.
Kosningabaráttan í Banda ríkj-
unum harðnar dag frá degi. Joe
Biden, vara forseti Bandaríkj anna,
sagði á kosninga fundi í gær að
Romney væri „til búinn til að fara í
stríð í Sýr landi og Íran“. Hann bætti
við að Banda ríkin hefðu verið að
vinna sig út úr krepp unni síðan 2008
og Romney myndi snúa hlut unum í
sama horf og áður ef hann tæki við
embætti for seta. -fb
Barack Obama móðgaðist ekki vegna umdeildrar ræðu á þingi repúblikana:
Er mikill aðdáandi Eastwood
BARACK OBAMA Forseti Bandaríkjanna
segist mikill aðdáandi Clints Eastwood.
Hefur þú orðið var við fleiri
hunda á höfuðborgarsvæðinu?
JÁ 65,8%
NEI 34,2%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Á að vera ákvæði um þjóð-
kirkjuna í stjórnarskránni?
Segðu þína skoðun á Vísi.is
KJÖRKASSINN